Afturköllun/breytingar sameiginlegra/gagnkvæmra erfðaskráa Flashcards

1
Q

Meginreglan og undantekning

A

Meginreglan er að erfðaskrár eru einhliða löggerningar en það eru undantekningar á því: gagnkvæmar og sameiginlegar erfðaskrár

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Gagnkvæm erfðakrá skilgreining

A

Í gagnkvæmri erfðaskrá felst, að tveir eða fleiri menn arfleifa hvorn annan eða hverjir aðra að tiltekinni eign eða eignarheild

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Sameiginleg erfðaskrá skilgr

A

Sameiginleg kallast erfðaskráin hins vegar, þegar tveir eða fleiri menn standa að arfleiðslu sameiginlega, þ.e. arfleiða í sameiningu, og andlag arfleiðslunnar er sameign þeirra

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

báðar

A

Oft eru erfðaskrár hvort tveggja í senn, sameiginlegar og gagnkvæmar, en svo þarf þó ekki að vera. Í erfðalögunum er einungis á einum stað getið um gagnkvæmar erfðaskrár, þ.e. í 2.mgr. 49.gr. el. Þar sem gefur að finna sérákvæði um afturköllun þess háttar erfðaskráa. Hins vegar hafa mótast tilteknar sérreglur um gagnkvæmar erfðaskrár, umfram það, einkum varðandi túlkun þeirra.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Algengast

A

Algengast er að hjón geri gagnkvæmar erfðaskrár og þá einkum þegar börnum (skylduerfingjum) er ekki til að dreifa, en vissulega er þó notkun þessa arfleiðsluforms engan vegin bundinn við hjón, líka eru ýmis dæmi um að sambúðarfólk og systkini geri gagnkvæmar erfðaskrár. En ef þetta gerist varðandi hjón þá eru ákveðnar reglur (6. gr.) varðandi arfinn ef hjón áttu ekki skylduerfingja, sbr. Hrd. Erfðaskrá, 6. gr.: M og K gerðu gagnkvæma erfðaskrá en þegar bæði voru dáin kröfðust erfingjar skammlífari helmings af arfinum og fengu það samkvæmt 6. gr.

Ólíkt óskiptu búi þá verður langlífari maki eigandi þeirra eigna sem hann fær samkvæmt gagnkvæmri erfðaskrá.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

munurinn á einhliða og gagnkvæmum erfðaskrám birtist?

A

Munurinn á einhliða og gagnkvæmum erfðaskrám birtist helst í mismunandi reglum um afturköllun. Ekkert er því til fyrirstöðu að báðir eða allir arfleifendur séu samhuga um að afturkalla gagnkvæma erfðaskrá, sem þeir hafa staðað, og standi síðan að afturkölluninni sameiginlega. Hins vegar er álitamál þegar annar arfleifandi vill afturkalla gagnkvæma erfðaskrá einhliða. Afturköllun gagnkvæmrar erfðaskrár er aðeins gild, ef að hún er gerð kunn hinum aðilanum, nema slíkt sé ekki unnt vegna sérstakra aðstæðna. Ef báðir makar eru lifandi er hægt að afturkalla einhliða en tilkynna verður hinum arfleifandanum afturköllunina. Flóknara ef að einn maki er látinn. Í hrd. Stefán Jónsson rithöfundur voru hjón sem höfðu gert sameiginlega erfðaskrá sem sagði að þegar þau væru bæði látin átti að skipta búinu að jöfnu milli erfingja þeirra. Stefán lést á undan en þá gerði kona hans nýja erfðaskrá og ráðstafar til að heiðra minningu Stefáns en hún mátti ekki ráðstafa svona útaf erfingjum Stefáns. Í hrd. Sameiginleg erfðaskrá og erfðasamningur gerðu hjón sameiginlega erfðaskrá þar sem sagt var að allur arfurinn ætti að renna til barna M eftir að bæði væru dáin og þau skrifuðu undir að því mætti ekki breyta nema með samþykki beggja. M dó síðan á undan en K gerði nýja erfðaskrá, sem hún mátti ekki því hún gerði erfðasamning. Í hrd. Sameiginleg erfðaskrá en ekki erfðasamningur var svipuð staða og í fyrri dóminum nema ekki þessi viðbót um að ekki mætti breyta nema með samþykki beggja. Var ekki erfðasamningur og því mátti K breyta sínum hluta. (hrd. Sameiginleg erfðaskrá ekki erfðasamningur þar sem hjón gera erfðaskrá um rétt K til setu í óskiptu búi með börnum M og ákvæði um að allur arfur eftir K rynni til barna M. M dó fyrst og K gerði nýja erfðaskrá, henni var heimilt að gera þetta þar sem erfðaskrá var ekki erfðasamningur um að ekki megi breyta eða fella úr gildi.)

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Gagnkvæmar erfðaskrár eru oft stuttorðaðar og þarfnast því gjarnan fyllingar.

A

Gagnkvæmar erfðaskrár eru oft stuttorðaðar og þarfnast því gjarnan fyllingar. Myndast hafa venjuhelgaðar túlkunarreglur sem dómstólar líta gjarnan til. Litið er á sem svo að hinum langlífara sé heimilt að ráðstafa helmingnum af búslutanum (eins og hann er við andlát hans), heimilt að breyta því hverjir taki arf eftir sig innan síns helmings en óheimilt að hagga við því deilihlutfalli að eignum sé skipt að jöfnu milli erfingja tveggja og óheimilt að breyta því hverjir taki arf eftir hinn skammlífara. Séu engir lögerfingjar hins langlífara á lífi þegar hann andast, en kveðið hefur verið á um lögerfingja beggja í erfðaskránni, myndi almennt rétt að miða við það, að arfurinn falli þá til hins erfingjahópsins. Hafi öðrum arfleifanda verið ætlaður arfur eftir hinn látna samkvæmt gagnkvæmri erfðaskrá en ekkert verið kveðið á um það, hvert arfur skuli ganga eftir dag hins langlífara, myndi almennt vera rétt að miða við það, að arfur gangi óskiptur til erfingja hins langlífara. Í hrd. Fósturdóttir voru hjón sem gerðu gagnkvæma erfðaskrá sem sagði að það þeirra sem lifði lengur skyldi erfa hitt (áttu ekki niðja) en að því látnu skyldi skipta búinu skv. lögum eins og engin erfðaskrá hefði verið gerð. K dó síðan og M erfði hana en gerði svo erfðaskrá og arfleiddi fósturdóttur sína að ákveðnum eignum og syturbörn K. En síðan gerir hann aðra erfðaskrá og segir að fósturdóttirin eigi að fá allt. En það mátti ekki útaf fyrri erfðaskránni.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly