Arfleiðsluhæfi Flashcards

1
Q

Skilgreining

A

Arfleiðsluhæfi eru persónulegir eiginleikar manna til að geta gert erfðaskrá eða gefið dánargjöf svo gilt sé að lögum

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Tilgangurinn

A

Tilgangur hæfireglna er að vernda þá sem geta ekki gætt hagsmuna sinna eða skortir vit eða reynslu til að skilja löggerning og afleiðingar hans. Einnig er tilgangurinn að vernda aðra sem kunna að verða fyrir tjóni vegna gerninga þeirra sem eru ekki færir um að gera þá.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

hvenær reynir á

A

Á arfleiðsluhæfi reynir þegar fólk gerir m.a. erfðaskrár en erfðaskrá er einhliða örlætislöggerningur gagnstætt því, sem að jafnaði á við um viðskiptalöggerninga. Því er fremur litið til vilja manns er gerir erfðaskrá heldur en átt getur við um gagnkvæma samninga þar sem „traustkenning” ræður fremur ríkjum. Í hinum almenna fjármunarétti reynir mest á reglunarnar um lögræði. Einnig getur reynt á ólögfestar reglur um gerhæfisskort vegna andlegra annmarka. Í þessu efni lýtur erfðarétturinn sínum eigin lögmálum, að nokkru marki, þótt margt sé skylt með greinunum. Skykdi frá upphafi hafa hugfast, að lögræði(fjárræði) er ekki skilyrði varðandi arfleiðsluhæfi, þ.e. maður sem sviptur hefur verið fjárræði (þ.e. almennu gerhæfi á sviði fjármunaréttarins) getur eftir sem áður gert erfðaskrá að fullnægðum nánari skilyrðum.

Hæfisreglur erfðaréttar gilda um eiginlegar erfðaskrár (34.gr. el.), breytingar á erfðaskrám (48.gr.el.), skuldbindingar um að gera ekki eða breyta ekki erfðaskrá (49.gr.el) og dánargjafir (54.gr.el.)

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

34.gr.el

A

Um arfleiðsluhæfi er fjallað í 34.gr. el. Þau varða aldur arfleifanda og andlegt hæfi hans.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Aldur

A

Varðandi aldursskilyrðið þá þarf arfleifandi að vera a.m.k. 18 ára eða hafa stofnað til hjúskapar. Ekki er nóg að vera í óvígðri sambúð til að uppfylla aldursskilyrðið, það verður að vera hjúskapur. Unnt er að sanna aldur eða hjúskaparstofnun með opinberum vottorðum þar um. Framlög vottorð má þó vefengja ef næg rök eru til.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Andlegt hæfi

A

Varðandi andlegt hæfi þá þarf arfleifandi að vera svo heill heilsu andlega, að hann sé fær um að gera hlutaðeigandi ráðstöfun á ,,skynsamlegan hátt”. Hér skiptir andlega heilbrigðið bara máli, ekki líkamlegt heilbrigði. Þó getur fólk oft verið bæði andlega og líkamlega óheilbrigt, og þá getur skort arfleiðsluhæfi. Þessu ákvæði er ætlað að vernda minni máttar fyrir áhrifum og þrýstingi frá öðrum, vernda hagsmuni lögerfingja og vernda almannahagsmuni (t.d. gegn því að eignum sé ráðstafað á fráleitan hátt). En andlegir brestir valda ekki vanhæfi einir saman, heldur verður líka að vera sýnt fram á, að arfleifandinn hafi ekki, af þessum sökum, verið fær til að gera erfðaráðstöfun sína á ,,skynsamlegan hátt”. Er því ljóst að enda þótt andleg vanheilsa sé á nokkuð háu stigi, kann málum að vera þannig háttað að arfleifandi geti engu að síður, a.m.k. stundum tekið erfðaákvörðun, sem fullnægi „skynsemisskilyrðinu“. Sem dæmi má nefna mann, sem að vísu er geðveill en vanheilsan lýsir sér í „köstum“, þannig að sjúklingurinn hefur þess á milli skýra vitund, dómgreind og vilja og á því „ljósar stundir“ milli veikindakastanna. Ekki myndi almennt vera næg ástæða til að vefengja erfðagerning, sem þessi maður gerir meðan hugsun hans er ótrufluð, þótt síðar „syrti í álinn“ á ný. Þegar hér er talað um „skynsamlegar“ (eða óskynsamlegar) ráðstafanir verður að hafa hugfast að miðað er við hvað öðrum en honum sjálfum þykir skynsamlegt. Nánar tiltekið: miðað við það, hvað góður, gegn og meðalgreindur maður (bonus pater familias) myndi teljast skynsamlegt væru honum allar aðstæður vel kunnar. Ekki verður með réttu einvörðungu miðað við hugmyndir arfleifanda sjálfs í þessu efni – komi til vegengingar erfðaskrár með vísan til efni 2.mgr. 34.gr. el – því að ljóst er að hin andlega vanheilsa mannsins getur einmitt orðið til þess, að hann geri sér ekki grein fyrir afleiðingum ráðstafana sinna – og þar með heldur grein fyrir því, hvað sé í raun „skynsamlegt“ eftir almennum mælikvarða „heilbrigðar skynsemi“.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Andlegir brestir t.d.?

A

Andlegir brestir sem getur reynt á eru m.a. elliglöp, geðklofi, greindarskortur og heilasköddun. Til að komast að því hvort að arfleifandi hafi skort hæfi reynir á lögfræðilegt mat og læknisfræðilegt mat en dómari þarf að leggja endanlegt mat á báða þættina. Oft koma vottorð frá fleiri en einum lækni og sálfræðingum, sem oft ber ekki saman. Lögfræðilega matið byggist, þegar allt kemur til alls, fyrst og fremst á heilbrigði skynsemi – lífsreynslu og dómgreind. Alltaf verður að minnast þess, að andlegur annmarki, sem sannarlega er fyrir hendi, þarf ekki endilega að hafa haft úrslitaáhrif á efni arfleiðslugrenings. Í því sambandi skal haft í huga, að ákvörðun um efni þess háttar gernings á sér oft langan aðdraganda, hefur e.t.v. mótast smátt og smátt með arfleifandum. Efni gerningins getur einnig verið fullkomlega eðlilegt og skynsamlegt, frá almennum sjónarhóli séð, þótt arfleifandinn gangi að vísu ekki heill til skógar, t.d. hann vill arfleiða þá menn, er sýnt hafa honum mesta umhyggju, sanna vinsemd og nærgætni, að eignum sínum, að því marki sem lög leyfa. Þá geta þeir menn, sem ekki eru fullhraustir andlega, að sjálfstöðu fengið sér faglega aðstoð við gerð arfleiðslugerninga, og ætti það að draga úr „hættunni“. Að vísu verða þó fagmenn, sem trúað er fyrir þessu ábyrgðarhlutverki, að gæta sín sérlega vel þegar um vanheilan mann er að ræða, sem leitar eftir aðstoðinni, og ganga tryggilega úr skugga um að hlutaðeigandi skilji áhrif gernings, a.m.k í megindráttum, þótt ekki sé hér, fremur en endanær, hægt að ætlast til að hann botni í öllum „afkimum“ erfðaréttarins.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Tímamark

A

Tímamarkið sem miðað er við er það þegar arfleifandi gekkst við erfðagerningnum fyrir arfleiðsluvottum eða lögbókanada, þ.e. hvort að hann hafi verið andlega hæfur þá. Skiptir þá ekki máli hvort að heilsufar hans hafi versnað eftir það. Ef að arfleifandi var ekki hæfur þegar hann gerði erfðagerninginn en yrði svo hæfur eftir það (myndi t.d. læknast) þá væri gerningurinn ekki gildur.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

ógild - hvernig fer það fram

A

Erfðaskrá verður ekki ógild af sjálfum sér ef arfleifanda skorti hæfi heldur verður að vefengja hana með formlegum hætti, 45. gr. Ef enginn erfingja vefengir hana með formlegum hætti verður hún yfirleitt lögð til grundvallar skiptum. Vefengingarkrafa frá einhverjum (þótt einn sé af stærra hópi), er með öðrum orðum, að jafnaði skilyrði ógildingar sökum skorts arfleifanda á arfleiðsluhæfi. Í 47.gr. el segir að andmæli gegn gildi erfðaskrár skuli bera fram við sýslumann, skiptastjóra eða erfingja, sem skipta einkaskiptum, jafnfljótt og tilefni verður til. Andmæli, sem fram komi eftir skiptakog, skuli ekki tekin til greina, nema það sannist, að erfingi hafi ekki haft tök á að bera þau upp við skiptin eða refsiverðu misferli sé til að dreifa við gerð erfðaskrár eða við skipti erfingja.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Sönnun

A

Það sem erfðaskráin sjálf ber með sér, er oft helsta sönnunargagnið um fullnægjandi arfleiðsluhæfi eða skort á því. Kemur þá til skoða efni erfðaskrárinnar og hins vegar skráðar yfirlýsingar vottanna (eða lögbókanda) um nægjanlega andlega heilsu arfleifandans. Ef efni erfðaskránnar er eðlilegt og skynsamlegt miðað við aðstæður þá getur það eitt saman gefið vísbendingu um að arfleifandinn hafi skilið efni þeirra og arfleiðingar. Vottarnir geta staðfest hæfið fyrir dómi ef reynir á. Sennilega myndi vottorð lögbókanda hafa meira sönnunargildi en vottorð arfleiðsluvotta, sökum sérfræðikunnáttu og reynslu hins löglærða embættismanns, lögbókandans. Hafi arfleifandi notið aðstoðar fagmanns (oft lögfræðinga) þá getur sá maður vottað hæfi arfleifandans. Einnig geta umsagnir lækna og heilbrigðisstarfsmanna skipt miklu máli sem sönnunargögn. Sönnunarbyrðin hvíla á þeim sem vilja vefengja erfaskrána.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

hrd misneyting

A

Í hrd. Misneyting voru atvik þau að M hafði gert erfðaskrá til hagsbóta, afslað sér íbúð sinni og gefið talsverða fjárhæð til fyrriverandi stjúpdóttur sinnar. Héraðsdómur: Erfðaskráin var ógild með þeim rökum að M hefði skort andegt hæfi til að gera hana en M glímdi við elliglöp á háu stigi vegna heilarýrnunar, þ.e. héraðdómur ógilti erfðaskránna á grundvelli 34.gr. el. Hæstiréttur hins vegar ógilti hana á grundvelli 37.gr. el að stjúpdóttirinn hafi nýtt sér bágt ástand M og hún því dæmd fyrir misneytingu. Arfleifandi var enn á lífi þegar málið var til úrlaunsar hjá dómstólum.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

hrd vífifell

A

Í hrd. Vífilfell hafði K, sem átti verðmætan hlut í m.a. stórfyrirtækinu Vífilfelli, arfleitt einn bróður sinn að öllum hlutabréfum sínum í fyrirtækjunum. K átti við mikla andlega og líkamlega vanheilsu að stríða og var andlega vanþroska vegna heilasjúkdóms og læknisaðgerða í kjölfar hans. Hin systkini K kröfðust þess að erfðaskráin yrði ógild vegna vanheilsu hennar en erfðaskráin var metin gild. Hæstiréttur skoðaði m.a. vottorð tveggja geðlækna sem komust að gagnstæðum niðurstöðum um hæfi K. En annar læknirinn benti á að hún sæji um sig sjálf að mestu, bjó ein og fór ein til útlanda og gat keyrt bíl. Eitt sératkvæði.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

hrd málleysingjaskólinn

A

Í hrd. Málleysingjaskólinn hafði M gert erfðaskrá og erft fóstursystkini sín og Málleysingjaskóla RVK en M var heyrnalaus og átti í erfiðleikum með að tjá sig, (hafi ekki verið læs og hefði því ekki getað gert hana). Lögerfingjar M sögðu að honum hafi skort andlegt hæfi en Erfðaskráin var metin gild. M.a. var litið til vitnisburðar votta en þeirra á meðal var bankamaðurinn Þ sem hjálpaði M að gera erfðaskrána og taldi hann hæfan og þetta vera vilja hans.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q

hrd kattavinafélagið

A

Hrd. Kattavinafélagið: Hrd. kattavinafélagið þar sem kona vildi að arfur eftir hana myndi fara til kattavinafélagsins sem var ekki til, einungis með því nafni, þannig erfðaskráin ekki var nógu skýr. Læknisfræðilegt mat var að hún var ekki hæf þar sem hún var taugaveikluð, þjáðist af ranghugmyndum og mögulega geðklofa. Sýslumaður sem þekkti konuna vel sagði að hún hafi vitað hvað hún væri að gera og segir þetta hafa verið vilji hennar og upplifunarskynsemi. Því var erfðaskráin gild.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
15
Q

hrd vilji systranna

A

Hrd. Vilji systranna: Tvær systur höfðu gert sameiginlega og gagnkvæma erfðaskrá en efast var um hæfi einnar þeirra og leit Hæstiréttur m.a. til framburðar öldrunarlæknis sem taldi systurina vera hæfa og var erfðaskráin metin gild.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
16
Q

hrd arfur til kirkjunnar

A

Hrd. Vilji systranna: Tvær systur höfðu gert sameiginlega og gagnkvæma erfðaskrá en efast var um hæfi einnar þeirra og leit Hæstiréttur m.a. til framburðar öldrunarlæknis sem taldi systurina vera hæfa og var erfðaskráin metin gild.

17
Q

hrd ófjárráða

A

Hrd. Ófjárráða: Lögræði ræður ekki úrslitum um gerð erfðaskrá, það á að vera hægt að gera erfðaskrá þó manni skorti lögræði. K var svipt fjárræði og gerði erfðaskrá einum soni sínum til hagsbóta og hann talar við sýslumann og biður hann um að votta erfðaskrána en hann vil ekki gera það nema fjárráðamaðurinn samþykki, sem hann vil ekki gera því það sé ekki skynsamlegt. Tveir vottar eru því fundnir og erfðaskrá gerð en á endanum er erfðaskráin dæmd ógild þar sem að K hefði skort hæfi þegar hún gerði hana.

18
Q

hrd dóttir og dóttursonur Ólafs

A

Hrd. Dóttir og dóttursonur Ólafs: Ó gerði erfðaskrá til hagsbóta fyrir dóttur sína og son hennar, þau fengju 1/3 auka. Hinir skylduerfingjar ósáttir og töldu Ó hafa skort hæfi, vísuðu m.a. til þess að rangt bæjarnafn var ritað. Hæstiréttur féllst ekki á það og vísaði m.a. til vitna sem vottuðu að M hefði ekki skort hæfi daginn sem hann gerði erfðaskrána.