Arfleiðsluheimild Flashcards

1
Q

Skilgreining

A

Arfleiðsluheimild lýtur að þeim hagsmunum eða heimildum þriðja manns, sem kunna að standa í vegi fyrir því, a.m.k. að einhverju marki, að arfleifandi geti ráðstafað eða megi ráðstafa eignum sínum með erfðaskrá

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Tilgangur

A

Reglum erfðalaga um arfleiðsluheimild er þannnig fyrst og fremst ætlað að vernda hagsmuni svokallaðra skylduerfingja, en eru þó ekki einskorðaðar við þá.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Skylduerfðareglur
2 dómar

A

Skylduerfðareglur eru í reynd það, sem oftast valda því, að arfleifanda skortir heimild til ráðstöfunar fjár síns, þ.e. hagsmunir erfingja. Skv. 35.gr. el eru skylduerfingjar arfleifaanda niðjar, þ.á.m. kjörniðjar og maki. Ef arfleifandi á skylduerfingja er honum óheimilt að ráðstafa meira en þriðjungi eigna sinna með erfðaskrá, þ.e hann getur einungis ráðstafað 1/3 eigna sinna en 2/3 verður að ganga til skylduerfingja. Þetta ákvæði hefur að geyma verndarreglu. Það felur þá jafnframt í sér, að skylduerfingi getur afsalað sér þessum lögverndaða rétti sínum, sem mælt er fyrir um í 35.gr. el. Í hrd Árelísuarbörn hafði M ættleitt barn fyrrverandi eiginkonu sinnar A, sem varð þá skylduerfingi hans, en við skilnaðinn misstu þau samband. M ráðstafaði síðar öllum eignum sínum í lifanda lífi og gaf m.a. börnum Árelíusar prests íbúð sína. A varð ósátt og taldi þetta út fyrir arfleiðsluheimild M, var þetta þó talið heimilt þar sem um var að ræða lífsgjöf. Í Hrd. Lífsgjöf á dánarbeði átti M skylduerfingja en afsalaði íbúð sinni með gjafagerningi þegar hann var mjög veikur og dó svo daginn eftir. Var þá um það deilt hvort um væri að ræða dánargjöf, sem ekki mætti ráðstafa vegna arfleiðsluheimildar, en komist var að því að þetta væri lífsgjöf enda hefði M ekki verið ljóst að hann væri að deyja. Í Hrd. Ofgreitt hafði arfleifandi ráðstafað umfram arfleiðsluheimild sína. Eftir andlátið stóð eftir erfingi sem hélt því fram að þeir þyrftu að endurgreiða búinu. Hæstiréttur sagði þó að skv. 32. gr. el. þyrftu erfingjarnir ekki að greiða mismun og því var hér um að ræða ólíka niðurstöðu en komist var að í dómi nokkrum árum fyrr þar sem börn arfleiðanda þurftu að endurgreiða búinu.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Skerðing skylduerfðingja

A

Þrátt fyrir meginreglur um vernd hagsmuna skylduerfingja getur tiltekinn skylduerfingi orðið að þola vissa skerðingu á rétti sínum vegna ráðstafana um einstaka muni úr búinu, utan skipta, sem um leið rýra það heildarverðmæti, sem til skipta kemur. Hér reynir einkum á ákvæði III. kafla skiptalaga nr. 20/1991, sbr. og til hliðsjónar 102. gr. hjúskaparlaga nr. 31/1993. Í 33. gr. skiptalaga segir að hafi sá látni verið í hjúskap þegar hann lést geti maki hans krafist þess að fá til eignar muni sem ella hefðu talist til eigna dánarbúsins skv. 1. mgr. 2. gr. ef þeir eru honum nauðsynlegir til að leggja áfram stund á atvinnu sína eða menntun eða þeirra hefur aðallega eða eingöngu verið aflað til afnota hans og eftirfarandi, nánar tilteknum, skilyrðum er fullnægt. Í 35. og 36. gr. sömu laga eru síðan nánari fyrirmæli um kauprétt maka til einstakra muna úr dánarbúi, eða jafnvel til allra eigna, og síðan um sambærilegan rétt fyrir aðra erfingja, neyti maki ekki þessa réttar síns. Þá getur arfleifandi skv. 2. mgr. 36. gr. el. mælt svo fyrir í erfðaskrá sinni, að tiltekinn skylduerfingi hans skuli fá í sinn hlut ákveðna muni úr séreign hans eða hjúskapareign, enda fari verð þessara muna ekki fram úr skylduerfðahluta erfingjans að viðbættum þeim eignarhluta, sem arfleifanda er heimilt að ráðstafa skv. meginreglu 35. gr. Er ljóst að aðrir skylduerfingjar geta orðið fyrir hagsmunaskerðingu af þessum sökum, hafi arfleifandi notfært sér þessa heimild sína

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Arfleifandi getur bundið tiltekinnn bréfarf, t.d. til einstaks erfingja síns, kvöð eða kvöðum

A

Arfleifandi getur bundið tiltekinn bréfarf, t.d. til einstaks erfingja síns, kvöð eða kvöðum. Er þá átt við, að hann leggi með formlegum hætti, í hlutaðeigandi erfðagerningi, viss höft á arfinn, sem erfingi eða erfingjar, auk annarra aðila, eftir atvikum, svo sem skuldheimtumanna hlutaðeigandi erfingja, verða að virða. Þau höft, er hér um ræðir, geta verið með ýmsu móti, en vel þekkt er t.d. að arfleifandi mæli svo fyrir um að arfur eða hluti arfs, sem ganga á til tiltekins erfingja hans, verði séreign þess erfingja í hjúskap hans, sbr. 77. gr. hjskl., eða að ákveðin eign, sem ánöfnuð er tilteknum erfingja, skuli vera undanþegin aðför skuldheimtumanna. Eru ákvæði af þessu tagi í erfðagerningi yfirleitt gild að lögum, svo fremi sem almennum og lögbundnum gildisskilyrðum varðandi þá erfðaskrá er fullnægt og sé þess gætt, að efni kvaðarinnar sé framkvæmanlegt og innan skynsemismarka. Meginreglan er sú, að arfleifanda er frjálst og heimilt að binda erfingja sína með þessum hætti og þannig að einnig hafi áhrif gagnvart öðrum aðilum, allt eftir efni kvaðar hverju sinni. Kemur þessi almenna heimild skýrt fram í 52. gr. el.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

í 50, 51 og 52.gr. ræðir um kvaðarf.

A

Í 50., 51. og 52. gr. el. ræðir um kvaðarf. Hafa þau ákvæði, ef þeim er beitt, að sjálfsögðu í för með sér vissa takmörkun á þeim rétti, er erfingja ber ella, en jafnframt er þar kveðið á um heimild Dómsmálaráðuneytis til að fella niður kvaðaarf við vissar aðstæður o.fl. Ákvæðið í 1. mgr. 50. gr. er bundið við kvaðir á skylduarf, en ákvæði 2. og 3. mgr. 50. gr., 1., 2. og 3. mgr. 51. gr. og 52. gr. taka til kvaðaarfs almennt en þó einnig til kvaða á skylduarf, sem hafa verið lagðar á hann með réttmætum hætti. Kvaðbinding á arfshluta skylduerfingja er þrengri stakkur skorinn en á við um arf til annarra. Samkvæmt 1. mgr. 36. gr. el. er arfleifanda óheimilt að setja skylduerfingja sínum fyrirmæli um meðferð á skylduarfi, nema lög mæli annan veg.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Ein tegund kvaðbindingar arfs

A

Ein tegund kvaðabindingar arfs felur í sér fyrirmæli um ráðstöfun eigna að erfingja látnum. Þegar svo háttar, hefur frumerfinginn yfirráð hlutaðeigandi eigna í lifanda lífi, en hann sjálfur og erfingjar hans, þ.e. erfingjar frumerfingjans, verða að jafnaði að hlíta fyrirmælum arfleifandans er miðast við andlát frumerfingjans. Þetta á við um almenna erfingja, en beinist hins vegar þess háttar kvöð að skylduerfingja sætir hún verulegum takmörkunum, nema skylduerfinginn hafi beinlínis samþykkt kvöðina formlega.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

hrd bann við sölu og veðsetningu

A

Í Hrd. Bann við sölu og veðsetningu var aðför skattheimtumanna í eignarhluta erfingja í tiltekinni fasteign ekki heimil, sökum þess að sá eignarhluti var bundinn þeirri kvöð skv. erfðaskrá að ekki mætti selja hann eða veðsetja fyrr en eftir ákveðið árabil, sem ekki var þá liðið. Taldi Hæstiréttur að ákvæði erfðaskrárinnar yrði að túlka þannig að skuldheimtumenn gætu innan þessa tíma, leitað fullnustu í hinum kvaðabundna arfi

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

hrd Esjudómur

A

Í Hrd. Esjudómur var deilt um hvort kvaðir skv. erfðaskrá gætu staðist skv. efni sínu. Ferðafélag Íslands hafði verið arfleitt talsverðum eignum, þó með þeim kvöðum að arfinum skyldi m.a. varið til að reisa kláf upp á Esju. Var því haldið fram að slík kvöð væri óeðlileg og illframkvæmanleg. Hæstiréttur leit þó til þess að arfleifandi hafði lengi verið meðlimur félagsins og að vilji hans væri augljós og neitaði því að ógilda erfðaskrána.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Erfðasamningur

A

Erfðasamningur getur þá staðið í vegi fyrir arfleiðslu. Arfleifandi getur, að nánari skilyrðum fullnægðum, skuldbundið sig gagnvart erfingja sínum eða jafnvel öðrum aðila til að gera ekki erfðaskrá eða taka ekki aftur eða breyta erfðaskrá, sem hann hefur þegar gert, sbr. 49. gr. el. Með þess háttar löggerningi skerðist bersýnilega frekari heimild arfleifanda til arfleiðsluráðstafana, þ.e. hin almenna arfleiðsluheimild hans. Erfðaskrá sem brýtur í bága við slíka ráðstöfun er ógildanleg.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly