Breytingar og afturköllun erfðaskrár Flashcards

1
Q

Reglur

A

Fjallað er um breytingar á erfðaskrám í 1. mgr. 48. gr. el. Við breytingar á erfðaskrám þarf að gæta sömu reglna og við gerð erfðaskráa, þ.á.m. formreglurnar. Í hrd. Esjudómur hafði arfleifandi oft breytt erfðaskrá sinni en breytingarnar uppfylltu skilyrðin.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Breytingar

A

Breyting getur hvort heldur sem er komið fram í viðbótartexta, sem ritaður er á frumerfðaskrá (e.t.v. mörgum árrum eftir að hún er gerð), eða í sérstökum skjali, þar sem yfirleitt (en þó ekki alltaf) er jafnframt vísað til „frumskrárinnar“. Velji arfleifandi þá leið að rita breytingar á frumskjalið verður að hafa hugfast, að breytinguna verður engu að síður að votta sérstaklega, með sambærilegum hætti og gert var um frumskjalið á sínum tíma. Breyting á erfðaskrá, í þeirri merkingu sem hér um ræðir, getur aðeins falist í viðbótum við það, sem fyrr er, eða í efnislegri breytingu þess, án þess að heildstæður arfleiðsluliður sé beinlínis afnuminn. Sé hins vegar einstakur liður afnuminn með öllu, er rétt að tala um afturköllun á erfðaskrár að hluta. Skiptir þessi aðgreining miklu máli að lögum, því að afturköllun á einstökum efnislið eða einstöku ákvæði í erfðaskrá (þ.e. afturköllun að hluta) hlítir þeim réttarreglum, sem gilda um afturkallarnir erfðaskráa almennt, þar sem ekki eru sett þau ströngu formskilyrði, sem gerð eru um erfðaskrá og breytingar á þeim.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Afturköllun

A

Fjallað er um afturköllun á erfðaskrám í 2. mgr. 48. gr. el. Til að afturkalla erfðaskrá sína þarf arfleifandi að láta ótrívrætt í ljós að hann vilji afturkalla erfðaskrá sína og er hún þá fallin úr gildi. Þótt ekki sé beinlínis tekið fram í erfðalögunum, er það engu að síður hefðhelguð skoðun í erfðaréttarfræðum, að afturköllunarheimildin taki jafnt til einstakra liða eða ákvæða í erfðaskrá sem til erfðaskrár í heild sinni (þ.e. afturköllun í heild eða að hluta). Erfðaskrár eru með öðrum orðum að jafnaði afturtækar eða afturkallanlegar. Frá þessari meginreglu gilda þó tvær undantekningar:
- Einhliða afturköllunarheimild tekur skv. 2.mgr. 48.gr. el ekki til sameiginlegra og gagnkvæmra erfðaskráa, nema hún sé gerð kunn hinum aðilanum – að því tilskyldu, að slík tilkynning sé ekki í reynd ómöguleg vegna sérstakra aðstæðna.
- Með erfðasamningi takmarkar arfleifandi afturköllunarheimild sína, lúti efni hans að því atriði (en ekki er eingöngu um að ræða yfirlýsingu um að gera ekki erfðaskrá, sbr. 49.gr. el.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Undantekningar texti

A

Sérstakar reglur ef um gagnkvæma/sameiginlega erfðaskrá var að ræða. Erfðasamningur getur komið í veg fyrir heimild til að breyta eða afturkalla erfðaskrá, skv. 49. gr. Hrd. Krafa fyrri bréferfingja: K gerði erfðaskrá en afturkallaði hana, lögerfingjarnir töldu hana ekki hafa afturkallað hana rétt en Hæstiréttur sagði að til að fella erfðaskrá úr gildi þyrfti aðeins viljan, sem var til staðar, og því taldist afturköllun K á erfðaskránni gild.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Afturköllun byggist á

A

Afturköllun byggist á löggerningi af hálfu arfleifanda, sem ætlað er að fella niður réttindi (erfðaréttindi), sem að vísu voru fyrir hendi en var þó ætlað að vera óvirk þar til við andlát arfeifanda. Erfðalögin hafa ekki að geyma nein fyrirmæli um tiltekið form eða formskilyrði, sem afturköllunargerningur þurfi að lúta. Um afturköllun erfðaskrár gildir því einvörðungu hin almenna regla um formfrelsi löggerninga almennt, sem viðurkennd er í samningarréttinum. Nægilegt er að vilji arfleifanda til afturköllunar sé „látinn ótvírætt í ljós“ eins og segir í fyrri málslið 2.mgr. 48.gr. el. Það má gera hvort heldur sem er munnlega eða skriflega (eða jafnvel með látbragði sínu einu saman, án orða) en skriflegt form löggerningsins er þó að sjálfsögðu tryggjast hvað varðar sönnun um afturköllunina. Ekki er unnt að taka mark á „afturköllun“ erfðaskrár nema viljiinn til hennar sé alveg ótvíræður og afdráttarlaus.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Meðferð á erfðaskrá

A

Meðferð erfðaskrár getur bent til vilja arfleifanda til að afturkalla hana, t.d. ef að erfðaskrá er rifin eða brennd. Útstrikanir í erfðaskránni geta líka bent til vilja til afturköllunar. Erfðaskrá getur líka verið afturkölluð með yfirlýsingu eins og t.d. á sérstöku skjali. Einnig er hugsanlegt að gild verði metin yfirlýsing um afturköllun erfðaskrár, sem kemur fram í ófullgerðum drögum að nýrri erfðaskrá (þar sem ekki eru gerð sömu formskilyrði til afturköllunargernings og til erfðaskrár).

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Hæfi til afturköllunar

A

ekki er vikið að hæfi til afturköllunar erfðaskrá í lögunum. Löngu er þó staðfest, að gerhæfi fari saman í báðum tilvikum, þ.e. að afturköllun verði ekki metin gild, nema afturkallandi hafi, þegar hann gerði þann löggerning, jafnframt verið hæfur til að gera erfðaskrá.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Sönnunarbyrði

A

Sönnunarbyrðin fyrir því, að erfðaskrá hafi verið afturkölluð með fullnægjandi hætti, hvílir á þeim, sem vill byggja rétt sinn á þeirri afturköllun. Reynir helst á það þegar um afbrigðilega afturköllun er að ræða.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly