Búseta barns Flashcards

1
Q

breytingarlög nr.28/2021

A

Heimild til að semja um skipta búsetu barns. - Miklar breytingar hafa verið gerðar á lögunum og voru gerðar miklar breytingar á búsetu barna með breyingarlögum nr. 28/2021
- Með breytingarlögum nr. 28/2021 voru gerðar markvissar breytingar á ákvæðinu með hliðsjón af heimild foreldra til að semja um skipta búsetu barns við tilteknar aðstæður. – 28.gr. a.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
1
Q

upphaf

A

Frá því að heildstæð barnalög voru fyrst sett á Íslandi árið 1981 hafa orðið umtalsverðar breytingar á stöðu barnafjölskyldna og hlutverki fjölskyldumeðlima. Samhliða vaxandi áherslu á jafnrétti, jafna stöðu og möguleika beggja kynja hafa báðir foreldrar tekið í æ ríkari mæli virkan þátt í uppeldi barna sinna. Áhersla á sameiginlega ábyrgð beggja foreldra á uppeldi barns hefur ráðið hvað mestu um þróun barnalaga undanfarna áratugi. Það er óumflýjanleg staðreynd að foreldrar barns búa ekki alltaf saman. Breytingar á barnalögum hafa miðað að því að samræma þarfir barns, sjónarmið um ábyrgð og þátttöku beggja foreldra og með hvaða hætti unnnt er að hafa hagsmuni barns í forgrunni en jafntframt tryggja tengsl barns við báða foreldra sína og ábyrgð foreldra eftir skilnað og sambúðarslit.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Markmið með nýju lögunum

A

Frá lögfestingu heimildar til að semja um sameiginlega forsjá barns hefur verið gert ráð fyrir að foreldrar verði að semja eða dómari að taka afstöðu til þess hvoru þeirra barnið skuli eiga lögheimili og þá að jafnaði fasta búsetu. Markmið með nýjum ákvæðum sem heimila foreldrum að semja um skipta búsetu barns er að stuðla að jafnari stöðu foreldra sem fara sameiginlega með forsjá barns og ákveða að ala það upp saman á tveimur heimilum. Fyrirkomulagið gerir ráð fyrir að foreldrar geti alfarið unnið saman í öllum málum er varða barnið enda verða foreldrar að taka í sameiningu allar ákvarðanir varðandi barnið. Samningur um skipta búsetu barns gerir því ríkar kröfur til foreldra um samstarf, virðingu, tillitssemi og sveigjanleika. Þá er gerð krafa um nálægð heimila til að tryggja samfellu í daglegu lífi barns.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

skipt búseta þarf að

A

Skipt búseta barns þarf að vera til þess fallin að þjóna hagsmunum barns og verða foreldrar að meta þetta í hverju tilviki. Meta þarf hvort fyrirkomulagið sé líklegt til að styðja við þroskavænlegar uppeldisaðstæður barnsins og verður að gæta þess að fyrirkomulag búsetunnar valdi ekki óþarfa óöryggi, álagi eða vanlíðan hjá barninu eða ógni tilfinningalegum eða félagslegum þroska þess. Við mat á því hvað barni er fyrir bestu er mikilvægt að foreldrar virði afstöðu barnsins í samræmi við aldur þess og þroska

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Er hægt að dæma skipta búsetu?

A

Með hliðsjón af ríkum kröfum um samstarf foreldra og sameiginlega ákvarðanatöku er ekki til staðar heimild fyrir dómstóla til að dæma skipta búsetu barns þegar foreldra greinir á. Foreldrar geta þó gert með sér dómsátt sem felur í sér skipta búsetu. Þegar samið er um skipta búsetu barns er ekki hægt að óska eftir staðfestingu samnings eða úrskurði sýslumanns um umgengni eða úrskurði um utanlandsferð. Þá er ekki hægt að óska eftir staðfestingu samnings eða úrskurði um meðlag eða sérstök útgjöld.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

hvernig er barnið skráð

A

Barn er skráð í þjóðskrá með búsetu hjá báðum foreldrum, það er lögheimili á einum stað og búsetuheimili á öðrum stað. Samkvæmt ákvæðum laga um tekjuskatt eiga báðir foreldrar rétt á barnabótum og vaxtabótum.65

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

búseta vs lögheimili

A

Nauðsynlegt er að greina á milli hugtakanna búseta og lögheimili barns. Ákvörðun um búsetu barns snýst þannig fyrst og fremst um heimildir foreldirs/foreldra til að taka ákvarðanir um daglegt líf barnsins. Ljóst er því að ákvarðanir um búsetu barns eru annars eðlis en ákvarðanir um umgengni. Í þeim tilvikum þegar foreldrar semja um búsetu barns hjá öðru þeirra falla hugtökin búseta og lögheimili í raun saman. Gengið er út frá því að barnið eigi lögheimili hjá því foreldri sem það býr hjá og lögheimilisforeldri hefur rýmri heimildir til að ráða tilteknum málum til lykta ef ágreiningur verður á milli foreldra. Í þeim tilvikum þegar uppfyllt eru skilyrði til þess að foreldra semji um að barn hafi fasta búsetu hjá þeim báðum verður á hinn bóginn að gera greinarmun á búsetu og lögheimili. Skipt búseta barns hefur í för með sér að foreldrar taka í sameiningu allar ákvarðanir um hagsmuni barnsins. Árétta ber að skipta búseta barns hefur ekki í för með sér að barnið eigi tvö lögheimili. Í lögunum er mælt fyrir um forsendur þess að foreldrar semji um skipta búsetu og samsstarfs foreldra. Foreldrar sem semja um skipta búseetu barns geta því t.d. ekki óskað úrskurðar sýslumanns um umgengni, kostnað vegna umgengni, utanlandsferð eða meðlag með barni. Í 28.gr. a.bl. er nánar fjallað um þá verkaskiptingu forseldra sem leiðir af ákvörðun um búsetu barns. Eins og áður sagði ber foreldrum sem semja um skipta búsetu barns að ákveða hjá hvoru þeirra barnið skuli eiga lögheimili. Þegar samið er um skipta búsetu er því rétt að tala um annars vegar lögheimili barns og hins vegar búsetuheimili barns. Þess ber að gæta að skipt búsetu barns gerir ekki kröfu til þess að barnið búi nákvæmlega jafnlangan tíma á báðum heimilum. Almennt er gert ráð fyrir að barnið búi álíka jafnt til skiptis hjá foreldrum en að öðru leyti er það í höndum foreldra að ákveða það fyrirkomulag sem hentar best þörfum barnsins

Eins og fram hefur komið hefur búseta barns fyrst og fremst áhrif á innbyrgðis réttarstöðu foreldranna á sviði barnalaga. Foreldrar sem ekki búa saman þurfa í öllum tilvikum að ákveða hjá hvoru þeirra barnið skuli eiga lögheimili, óháð því hvernig búsetu barnsins er háttað. Því er talað um lögheimili barns og búsetuheimili barns ef foreldrar semja um skipta búsetu..

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

fasta búsetu hjá öðru
skipt búseta

A

Ef niðurstaðan er sú að barnið eigi fasta búsetu hjá öðru þeirra þá hefur það foreldri sem barn býr hjá (lögheimilsforeldri) stærra hluverj að gegna eða frekari heimildir til að taka ákvarðanir um ýmis atriði sem snerta velferð barnsins. Hlutverk foreldra mótast þannig af því hvað annars vegar telja megi meiri háttar ákvarðanir sem báðir forsjárforeldrar verði að standa að og hvaða ákvarðanir séu hins vegar þess eðlis að nauðsynlegt sé að annað foreldri geti tekði af skarið og ráðið málefnum til lykta. Ef niðurstaðan er sú að barnið eigi fasta búsetu hjá þeim báðum þá taka þau sameiginlegar allar ákvarðanir varðandi barnið, þar á meðal afgerandi ákvarðanir um daglegt líf barnsins. Foreldrar sem semja um skipta búsetu barns verða því meðal annars að taka í sameiningu ákvarðanir um flutning lögheimils og búsetuheimils barns, val á skóla og tómstundum og um heilbrigðisþjónustu fyrir barnið. Árétta ber að karfan um samstarf foreldra hefur fyrst og fremst áhrif á stöðu foreldranna sjálfa. Skipt búseta foreldra samkvæmt ákvæðum barnalaga hefur því engin sjálfkraga áhrif á framkvæmd annarra laga, svo sem laga um margvísilega þjónustu við barn á ólíkum sviðum. Barnið mun eiga eitt lögheimili og mun ýmis þjóunstu og samskipti eftir sem áður miðast við lögheimili barnsins.
Þess ber að geta að með hliðsjón af ríkum kröfum um samstarf foreldra og semeiginlega ákvarðanatöku er ekki gert ráð fyrir að dómstóll gæti dæmt skipta búsetu barns þegar foreldra greinir á. Foreldra munu þó geta gert með sér dómsátt sem felur í sér skipta búsetu.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

sjónarmið sem litið er til

A

3.mgr. 32.gr. – samningar foreldra um forsjá, lögheimili og búsetu – heimild foreldra til að semja um skipta búsetu. Ákvæið kom inn sem nýmæli með breytingarlögum nr. 28/2021
1.málsl 2.mgr. 32.gr. – skipt búseta
2.málsl 2.mg.r 32.gr – Forsendur samnings foreldra um skipta búsetu.
- Sameiginleg forsjá
- hagsmunir og þarfir barns
- Virkt samstarf foreldra
- Sameiginleg ákvarðanataka
- nálægð heimila

Í 2.mgr. 34.gr. bl er fjallað um þau sjónarmið sem leggja ber til grundvallar í ágreiningsmáli um forsjá og lögheimili barna.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly