Dánargjafir Flashcards

1
Q

Dánargjöf/lífsgjöf/dánarbeðsgjöf

A

Djánargjöf er gjafaloforð sem ekki er ætlað að koma til framkvæmdar fyrr en eftir andlát gefandans. Lífsgjafir eru hins vegar gjafir sem ætlað er að verði efndar í lifanda lífi gefanda. Dánarbeðsgjafir eru gjafir sem koma til framkvæmda í lifanda lífi en í ljósi yfirvofandi dauða, lúta sömu reglum og dánargjafir. Mönnum er frjálst að ráðstafa eignum sínum með lífsgjöfum en það eru takmarkanir á ráðstöfunarrétti á dánargjöfum manna rétt eins og á við um arf eftir þá. Ekki skiptir máli hvað gefandinn hefur kosið að nefna gjöfina ef að hún var dánargjöf, heldur huglæg afstaða gefanda.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Reglur

A

Dánargjafir lúta sömu reglum og gilda um erfðaskrár, skv. 54. gr. el. Samkvæmt lögunum eiga þær allavega að gera það en í hrd. Gjafabréf – Einföld vottun var dánargjöf ekki ógild þrátt fyrir að einungis einn hafi vottað hana en ekki tveir. Dánargjafir lúta einnig reglum fjármunaréttar.
hrd. Gjafabréf - einföld vottun þar sem dánargjöf var í búningi gjafabréfs, átti ekki að gefa fyrr en eftir andlát sem gefur til kynna að um dánargjöf sé að ræða. En einungis var ein vottun og því um meiriháttargalla eða gjafabréf. Hér varðaði einföld vottun ekki meiriháttar galli og talin gild á endanum útaf vitnisburðum um vilja arfleifanda.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Lífsgjöf eða dánargjöf?

A

Stundum reynir á hvort að gjöf hafi verið lífsgjöf eða dánargjöf. Þá hefur skipt máli hvort að arfleifandi viti að hann sé að deyja eða ekki. Einnig getur þinglýsing eða önnur skráning skipt máli og hvort að afhending hafi farið fram. Gjöf sem er liður í gagnkvæmum samningi er oftast lífsgjöf og endurgjald bendir til lífsgjafar.
Hrd. Árelíusarbörn: hrd. Árelíusarbörn þar sem deilt var um ráðstöfun í lifandi lífi eða dánargerning. M ættleiddi barn (A) fyrrverandi eiginkonu sinnar og verður A þá skylduerfingi M. M skilur svo við konuna og missir þar af leiðandi samband við A. M naut miklar aðstoðar Árelíusar prests og vildi ráðstafa öllum eignum sínum í lifanda lífi til barna hans. A verður ósátt út í þessa ráðstöfun og segir þetta fara úr fyrir arfleiðsluheimild M. niðurstaðan hér var að þetta væri lífsgjöf og því mátti M ráðstafa öllu
Hrd. Lífsgjöf á dánarbeði.: P lagðist inn á sjúkrahús 13. júlí 1983 og andaðist þar 6. ágúst s.á. Hinn 28. júlí undirritaði hann gjafaafsal til dóttursonar síns fyrir verulegum hluta eigna sinna. Skjalið var þinglesið 5. ágúst s.á. Börn hans kröfðust ógildingar á gjafaafsalinu og að þar greindar eignir kæmu til skipta í dánarbúi P. Fram kom í vætti vitna í málinu að P hafði um nokkurt skeið haft í hyggju að gefa dóttursyni sínum umræddar eignir. Skv. vottorðum yfir-lækna sjúkrahússins var P skýr í hugsun til dauðadags. Efni gjafaafsalsins var í raun ekki véfengt. Þá var talið víst að P hafi ekki verið sagt meðan hann lá banaleguna að hann væri með banvænan sjúkdóm. Talið var að þegar þetta væri virt með hliðsjón af þeirri heimild í eignarrétti handa fjárráða manni til þess að ráðstafa kvaðalausum eignum sínum í lifanda lífi svo bindandi sé, væru ekki næg efni, til að ógilda umrætt gjafa-afsal. Hæstiréttur staðfesti héraðsdominn. Sératkvæði

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly