Fjármál einstaklinga í óvígðri sambúð Flashcards

1
Q

Lög?

A

Það er engin heildarlöggjöf til um óvígða sambúð og ekki er hægt að nota hjúskaparlögin um hana né lögjafna. Hjúskaparlögin taka ekk til óvígðra sambúðar, sbr. 1.gr. hjskl. Það er ekki lögbundinn erfðaréttur á milli fólks í óvígðri sambúð, ekki er hægt að fá að sitja í óskiptu búi, það er ekki trúnaðarskylda, það er ekki framfærsluskylda milli fólksins og það eru ekki takmarkanir á forræði yfir eignum sambúðarfólks.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Réttaráhrif, stofnun

A

(Það eru engar heildstæðar reglur til um stofnun óvígðar sambúðar. Því getur verið erfitt að svara því lagalega hvort óvígð sambúð sé fyrir hendi eða ekki. Það fylgja í raun engin réttáhrif við því að skrá sambúð í þjóðskrá en það getur verið gott upp á að sanna að sambúð hafi verið til staðar. Þó eru skilyrði í lögum til að skrá sambúð í þjóðskrá en þau skilyrði eru í rauninni bara hjónavígsluskilyrðin, þó fer ekki könnun fram á þessu. Þegar litið er til þess hvort að sambúð hafi verið stofnuð er almennt litið til hvort að sambúðin sé skráð í þjóðskrá, hversu löng sambúðin var, hvort að sambúðarfólk eigi saman barn eða börn, hvort að það hafi verið sameiginlegt heimili og hvort að það hafi verið fjárhagsleg samstaða á milli sambúðarfólksins.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Aðrir lagabálkar

A

Það er hægt að finna lagareglur víða á dreifi í mismunandi lagabálkum um réttaráhrif óvígðrar sambúðar og mismunandi er hvort að einstaklingar hafi val um réttaráhrifin eða ekki. Ýmis einstök réttindi eru þau sömu og gilda um hjón en þá þarf sambúðin oft að uppfylla viss skilyrði sem eru mismunandi eftir einstökum lögum.)

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Slit sambúðarfólks

A

Það eru engar heildstæðar reglur til um slit sambúðarfólks og helmingarskiptareglan gildir að meginstefnu ekki. Meginreglan er að hvor aðili taki það sem hann eða hún kom með í sambúðina og það sem viðkomandi eignaðist á sambúðartímanum. Það fór að þykja ósanngjarnt við vissar aðstæður, á þeim tíma þegar menn voru aðallega útivinnandi og konurnar höfðu séð um heimilið og ekki lagt neina peninga eða eignir til sambúðarinnar, og var þá brugðið á það ráð að veita ráðskonukaup, þ.e. karlinn greiddi konunni laun fyrir að hugsa um heimilið við slit sambúðar. Í dag er ekki lengur veitt ráðskonukaup heldur er möguleiki á að fá hlutdeild í eignamyndun við slit

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Þegar ákveðið er hvort að annar maka eigi að fá hlutdeild í eignamyndun hins er litið til:

A

Fjárhagsleg samstaða:
Hvort að fjárhagsleg samstaða parsins hafi verið mikil, því meiri sem hún var því meiri eru líkurnar á að fá hlutdeild í eignamyndun.

hversu löng sambúðin var:
því lengri sem hún var því meiri líkur á að fá hlutdeild í eignamyndun en þó er löng sambúð ekki alltaf næg til að fá hlutdeild í eignamyndun, sbr. hrd. Ekki hlutdeild þrátt fyrir 20 ár en þar hafði sambúð staðið í um 20 ár en K fékk ekki hlutdeild í eignum M m.a. þar sem þau höfðu alltaf talið sér til skatts og haldið fjármálum sínum aðskildum. Misjafnt er hvort að það að par búi saman hjá öðrum teljist til tíma þess er þau voru saman í hjúskap, sbr. hrd. Upphaf sambúðar en þar krafðist K hlutdeild í eignum M og reyndi hún að halda því fram að þau hefðu búið saman lengi. M hafnaði því og sagði að staðreyndin væri sú að K hefði flutt inn til móður hans. Hæstiréttur sagði að það að búa í fríu fæði og húsnæði hjá móður M væri ekki sameiginlegt heimilishald og hafnaði kröfu K um hlutdeild. Í hrd. Kærustupar vildi M fá opinber skipti og sagði að sambúðin hefði staðið í meira en 2 ár en K hafnaði því staðfastlega. K vísaði til þess að lögheimili þeirra var ekki skráð á sama stað og M og K höfðu búið m.a. heima hjá foreldrum M. Hæstiréttur hélt því fram að til sambúðar gæti stofnast á heimili foreldra annars en að í þessu tilviki væri svo ekki og hafnaði kröfu M um opinber skipti.

Litið til fjárframlega til kaupa á eignum og til framfærslu fjölskyldunnar: Litið er til fjárframlaga til kaupa á eignum og til framfærslu fjölskyldunnar, sbr. hrd. Brattakinn en þar komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að M og K ættu eign í sameiningu og litið var m.a. til fjárframlaga til framfærslu fjölskyldunnar.

Einnig litið til vinnu við eign: þ.e. ef að einn maki sá um að borga af eigninni, hugsa um hana og fl. þá eru meiri líkur á að hann fái hlutdeild. Í hrd. Ekki hlutdeild eftir 15 ár: K tókst ekki að sanna framlög tókst K ekki að sanna nein framlög til eignamyndunar á eigum M þrátt fyrir ca. 15 ára hjúskap og að hún hefði framfært og séð um heimilið.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Dómstólar tregir?

A

Dómstólar voru tregir á að samþykkja það að fólk sem hefði verið í sambúð mjög lengi gætu verið sameigendur að öllu án þess að sanna hlutdeild í hverri einustu eign en frá ca. 2014 hafa dómstólar verið að fallast á að allar eignir sambúðarfólks geta verið sameignir. Í hrd. Allt ekki sameign 2011 (ekki viss um að þessi dómur hafi verið kenndur) voru atvik þau að K hélt því fram að þar sem sambúð hennar og M væri búin að standa svo lengi þá væru þau sameigendur að öllu saman. Hæstiréttur samþykkti það ekki og sagði að taka yrði hverja eign fyrir sig og sína fram á hlutdeild í hverri eign. Í hrd. Allt sameign 2014 samþykkti hæstiréttur að allar eignir M og K væru sameignir þar sem þau hefðu verið í sambúð mjög lengi og mikil fjárhagsleg samstaða hefði myndast.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Ef ekki hlutdeild?

A

Þó að maður fái ekki hlutdeild í eignamyndun við slit sambúðar getur maður krafist endurgjalds fyrir vinnu sína við eign hins. Formlegar eignarheimildir á t.d. fasteignum veita líkur á því hver eigi eign en ekki sönnun, en sá sem heldur því fram að hann eigi eitthvað sem hann er ekki skráður fyrir ber sönnunarbyrði fyrir því. Í hrd. Fannafold voru M og K bæði þinglýstir eigendur að fasteign en M hafði lagt fram allan pening til kaupa á eigninni. Hæstiréttur sagði að þrátt fyrir þinglýsinguna ætti M fasteignina að fullu.
Ef að fólk slítur sambúð og einn aðili í sambúðinni gefur hinum eignir sem hann lagði ekkert í og á engan rétt á hlutdeild í getur það talist sem gjöf samkvæmt lögum og þá þarf að borga af því skatt.

Við slit sambúðar kemur einungis til greina að skipta þeim eignum sem urðu til eftir að sambúðin hófst en ekki fyrir það eða eftir að sambúð líkur.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Opinber skipti?

A

Sambúðarfólk má að vissum skilyrðum uppfylltum óska eftir opinberum skiptum, skv. 100 gr. skiptalaga nr. 20/1991. Skilyrðin eru að þau hafi búið saman í allavega 2 ár eða að þau eigi saman barn eða eigi von á barni saman. Í hrd. 2 börn, op. Skipti var fallist á skilyrði 100.gr. laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl. væri fullnægt til að opinber skipti færu fram vegna sambúðarslita K og M, þar sem þau áttu börn saman.
Það er nóg að einungis annar maki vilji opinber skipti en ekki hitt, það þarf ekki kröfu beggja, sbr. hrd. Krafa M en þar krafðist M opinberra skipta og fékk það þrátt fyrir að K vildi það ekki, þau uppfylltu skilyrði skiptalaganna þar sem þau áttu barn saman.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly