Form og vottun erfðaskrá Flashcards

1
Q

erfðaskrá skilgreining

A

Erfðaskrá er persónulegur, formbundinn, einhliða og afturtækur löggerningur tiltekins aðila sem geymir fyrirmæli um hvernig eignum viðkomandi skuli ráðstafað eftir andlát hans

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
1
Q

Tilgangur- Formreglur

A

Strengri formkröfur eru um erfðaskrár heldur en um felsta aðra löggerninga. Þessum ströngu formreglum fylgir ákveðið öryggi og trygging fyrir því að menn vandi vel til efnis erfðaskrár og stuðla skilyrðin því oftast að því að vilji arfleifandans sé endanlegur. Formskilyrðin stuðla að því, að ákvarða megi með vissu, hvenær vilji arfleifanda er orðinn „endanlegur og undirbúningsstigi erfðaákvörðunar þar með lokið. Sé formskilyrðunum framfylgt réttilega er einnig þar með verið að tryggja sönnun fyrir réttu efni löggernings, sem ella kynni að vera torsannanlegt sökum þess að gerningurinn kemur e.t.v. ekki til vitneskju erfingja fyrr en eftir dauða arfleifandans, þegar hann sjálfur er ekki lengur til vitnis um það, hvað í huga hans bjó þegar hann gerði hlutaðeigandi ráðstöfun. Í formreglunum felst einnig trygging fyrir því að efni erfðaskrár sé ófalsað og um fullnægjandi andlegt hæfi hans – og einnig a.m.k. að nokkru fyrir því, að arfleifandi hafi ekki verið beittur beinni þvingun til að gera þannan löggerning.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Bréfun:

A

„Bréfun“: Erfðaskrá þarf að jafnaði að vera rituð, skv. 40.gr. el. Ekki er þar, né annars staðar í lögum, kveðið nánar á um form eða ytri mynd ritunarinnar. Ekki er t.d. skilyrði að pappír sé notaður heldur mætti eins notast við annað efni, sem er nægjanlega varanlegt og til þess fallið að rita á með einhverjum hætti, t.d. tréplötu, striga eða jafnvel málm eða stein. Í reynd eru erfðaskrár hins vegar nær alltaf ritaðar á vandaðan pappír, oft löggiltan skjalapappír. Hafi erfðaskrá á annað borð verið skjalfest með venjulegum hætti, verður frumrit hennar að vera fyrir hendi, þegar til skipta er gengið, eigi efni hennar að hafa áhrif á skiptin. Fleiri en eitt eintak af frumriti geta hins vegar að sjálfsögðu verið fyrir hendi. Ekki nægi að leggja fram erfðaskrá í ljósriti einu saman, og yrði eigi byggt á þess háttar skjali ef vefengt væri. Erfðaskrá þarf að vera auðkennd arfleifanda, þ.e. bera skýrlega með sér að hann hafi sjálfur gert hana og um sé að ræða persónulega ákvörðun hans. Þetta er að sjálfsögðu nær alltaf gert með því að arfleifandi undirritar erfðaskránna eigin hendi en þó eru frávik frá því heimil: að arfleifandi handsali undirskrift sinni, sem að vísu verður þá að fara fram með viðstöddum vottum eða að maður, sem arfleifandi hefur sérstaklega kvatt til, stýri hendi arfleifandans. Í hrd. Handsal forsætisráðherra fékk K forsætisráðherra til að handsala erfðaskrá sína, í áheryn skrifstofustjórans. Andlægt hæfi K var vefengt en HR ógilti ekki erfðaskránna. Í handsali felst eins konar umboð, sérstaks eðlis, sem fram fer með þeim hætti, að maður ritar nafn annars manns undir skjalfestan löggerning, eftir beiðni hans í heyrandi hljóði og undir votta, og erþá jafnframt ritað orðið „handsal“, við undirskriftina á skjalinu.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Undantekning frá skrif

A

Hins vegar er undantekning á því að reglunni um að erfðaskrár skuli vera skriflegar. Við tilteknar neyðaraðstæður eru afbrigði leyfð, þegar arfleifandi getur alls ekki gert venjulega erfðaskrá en honum er þó brýnt að tjá vilja sinn. Reglur um munnlega arfleiðslu, eru algjörar undantekningarreglur sbr. 44.gr. Arfleifandi verður að vera skyndilega og hættulega sjúkur, lenda í bráðri hættu og arfleiðslan þarf að fara fram fyrir tveimur vottum eða lögbókanda. Vottarinir skulu skrásetja efni erfðaskrárinnar svo fljótt sem kostur er og staðfesta með undirritun sinni. Engin tiltekinn tími eða frestur þó í því sambandi, því er það undir mati hverju sinni. Vottarnir verða að fullnægja almennum skilyrði um votthæfi. Í hrd munnleg arfleiðsla voru atvik þau að M varð lagður á sjúkrahús með ólæknandi krabbamein. Framrás sjúkdómsins var hröð og gerði hann munnlega erfðaskrá tveim dögum áður en hann dó. Læknirinn skráði erfðaskrána um 16 dögum síðar og var m.a. deilt um hvort kröfunum um „eins fljótt og auðið er“ væri fylgt. Hann arfleiddi sambýliskonu sína til 30 ára að öllu en móðir hans reyni að hnekkja því, líka með rökum um að hann hefði ekki verið hæfur. Arfleðislan hélt.
Enda þótt maður lendi í bráðum lífsháska um sinn má engu að síður vera, að hann komist heilu og höldnu úr hættunni. Hvað verður þá um afdrif munnlegs arfleiðslugernings, sem hann hefur gert meðan á hættuni stóð? Erfðalögin sker reyndar úr um það: arfleifandi, sem kemst a.m.k. til nokkurrar heilsu eftir þann háska, sem að er vikið í 2.mgr. 44.gr. el. Og sem leiddi til þess að hann gerði þá munnlega erfðaskrá, verður að hafa endurnýjað þennan erfðagerning sinn innan fjögurra vikna frá því að honum var unnt að gera hann með venjulegum hætti. Vanræskla um að endurnýja munnlega erfðaskrá með þessum hætti getur valdði ógildingu hennar, ef fram kemur krafa þar um, en slík vanræskla jafngildir hins vegar ekki sjálfkraga því að erfðaskráin sé marklaus eftir að fresturinn er liðinn.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

álitamál um munnlega eða skriflega?

A

Stundum getur verið réttmætt álitamál, hvort um var að ræða munnlega arfleiðslu fremur en skriflega, og getur þá ákvörðun þess skipt sköpum um gildi hlutaðeigandi erfðaskrár. Í hrd. Minnispunktar voru atvik þau að K þjáðist af lungnasjúkdómi og var komin á sjúkrahús út af því en hún fékk til sín lögmann og vott sem skrifuðu minnispunkta um erfðaskrá sem K ætlaði að gera. Þau ákveða að lögmaðurinn komi viku síðar og erfðaskráin verði þá undirrituð og vottuð en tveimur dögum áður hrakaði K og dó áður en lögmaðurinn kom. Fundurinn með minnispunktana var ekki talin munnleg arfleiðsla heldur undirbúningur að gerð skriflegrar erfðaskrár og var 44.gr. ekki uppfyllt.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Vottun

A

Vottun: Reglur um vottun erfðaskráa eru í 40 – 44.gr. el. Staðfesting erfðaskrár skal fara fram fyrir lögbókanda eða tveimur arfleiðsluvottum (eða bæði) sem til þess hafa verið kvaddir. Kostir við að lögbókandi geri þetta er að hann er löglærður og á að hafa þekkingu á erfðarétti og því ætti að vera minni hætta á mistökum og eintak af erfðaskránni er þá vel varðveitt.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Hæfi votta

A

Almennt hæfi votta er að vottarnir ( sem verða allavega að vera tveir) verða að vera 18 ára, áreiðanlegir og ekki geðveikir eða andlega sljóir. Sérstakt votthæfi er að of náinn skyldleiki eða tengdir milli arfleifanda eða arfleiðsluvotts getur verið orsök vanhæfis og arfleiðsluvottur má ekki hafa beinn hagsmuna að gæra af efni erfðarskránnar. Í hrd. Prófessor HÍ hafði K m.a. erft HÍ að talsverðum eignum og var einn vottur prófessor í skólanum. Lögerfingjarnir vildu því hnekkja erfðaskránni en Hæstiréttur féllst ekki á það að hann ætti hagsmuna að gæta. Í hrd. Krafa fyrri bréferfingja var reynt að halda því fram að lögmaður K væri vanhæfur vottur þar sem að hann hefði lengi unnið fyrir K en það var ekki samþykkt.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Vottunin

A

Mikilvægt er að báðir vottarnir séu viðstaddir arfleiðsluna samtímis og vottun þarf að vera ljóst að um erfðaskrá sé að ræða, en þeir þurfa ekki að vita innihald erfðaskránnar. Erfðaskrá verður að votta í heild sinni og getur því verið álitamál þegar erfðaskráin er á nokkrum blöðum. Í hrd. þrjúlaus blöð var erfðaskrá á þremur lausum blöðum og á síðasta blaðinu var undirritun og vottanir. Erfðaskráin var metin ógild. Arfleiðsluvottar skulu staðsetja, skrifa heimilisföng sín og dagsetja vottorð sitt og greina þar nákvæmlega, hvenær arfleifandi hafi ritað undir erfðaskrá. Texti vottunar þarf að vera læsilegur og mikilvægt er að fram komi upplýsingar um andlegt hæfi arfleifanda. Í hrd. Fimm erfðaskrár: Fékk einstaklingur hjálp við að gera erfðaskrá en sá sem hjálpaði gerði fyrst erfðaskrá með bara einum votti en var bent á að það mætti ekki og þá fer hann á elliheimilið og fékk votta þar en vottarnir sögðust ekki hafa verið beðnir um að votta hæfi arfleifanda og voru ekki vissir hvort þeir hefðu verið þarna á sama tíma. Erfðaskráin var ekki ógild. Í Hrd. Afleiðingar ógildrar erfðaskrár voru atvik þau að lögmaður hafði klúðrað erfðaskrá með því að votta hana einn, sem var stór formgalli og erfðaskráin því ógild. Erfingjarnir sem hefðu fengið arf fóru í mál og fengu skaðabótur vegna klúðursins. Í hrd. leigjandi voru ýmsir gallar á erfðaskrá, m.a. settu arfleiðsluvottanir ekki stað og dagsetningu á skrána og ekki var getið í erfðaskránni að arleifandi hafi kvatt vottana til að votta arfleiðslu sína og að þeir hafi verið samtímis viðstaddir. Hæstiréttur sagði að sá sem vildi reisa rétt á erfðaskrá með slíkum göllum yrði að hrinda staðhæfingu þess er vildi vefengja skrána. Það var ekki talið hafa verið gert og var erfðaskráin ógild.
Lögbókandi getur vottað erfðaskrár en sýslumenn eru lögbókendur og fulltrúar þeirra. Erlendis fara tilteknir starfsmenn eða trúnaðarmenn með untanríkisþjónustu Íslands með lögbókandavald. Lögbókandi heldur eftir eintaki af skjali, svo sem erfðaskrá, sem vottun hans tekur til. Meðan arfleifandi er lífs er lögbókanda óheimilt að ljóstra upp efni erfðaskrár.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Sönnunargildi

A

Um sönnunargildi vottorðs lögbókanda fer sem um önnur opinber skjöl. Efni opinbers skjals skal talið rétt, þar til annað sannast. Þeir er vilja rengja gildi þess hafa sönnunarbyrði fyrir því. Hrd. Vífilfell: Vottorð lögbókanda um fullnægjandi hæfi K veitti sönnun um það atriði og fullnægði formskilyrðum erfðalaga. Líka í Hrd. Kattavinafélagið og Hrd. Vilji systranna.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Sönnunargildi hjá bréferfingja ef formgalli: hrd

A

hrd arfur til kirkjunnar þar sem sýslumaður segir í vottorði um mann sem arfleiffi kirkju tiltekna fjárhæð, að hann hafi verið “heill heilsu”. En var ekki var skýrt hver nákvæmalega ætti að fá fjárhæðina, sóknarnefnd þessrar kirkju eðar ríkið, því var formgalli á erfðaskránni og sönnunarbyrgðin lá þá á bréferfingja. En þegar enginn formgalli þá ber lögerfingi sönnunarbygðina

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly