Forsendur arftöku Flashcards

1
Q

Efnislegu reglur erfðaréttarins verða ekki virkar fyrr en við tilteknar aðstæður, m.ö.o. að fullnægðum ákveðnum forsendum.

A

Þær aðstæður varða bæði arfleifanda og þann eða þá sem til gera kröfu til arfsins. Frumskilyrðið er að arfleifandi hafi andast áður en krafa er lögð upp. Þetta skilyrði veldur sjaldnast miklum vafa varðandi erfðir en það getur þó ekki verð fullljóst hvort hlutaðeigandi maður sé látinn, t.d. ef hann er horfinn. Líka kann að vera vandamál ef ekki er vitað hvenær nákvæmlega maður dó. Til eru lög um ákvörðun dauða en miðað er við að manneskja sé dáin þegar heilastarfsemi hans er hætt (,,heiladauðakenningin”).

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Læknir - dánarvottorð

A

Það er hlutverk læknis að ákvarða um dauða manns og rit dánarvottorð. Dánarvottorð er mikilvægt sönnungargagn um andlát tiltekins manns. Einnig getur annars konar embættisvottorð útgefið hér á landi af þeim, sem er bær vegna opinberra starfa sinna um að votta andlátið, verið sönnungargagn. Lögregluskýrsla sem staðfestir andlátið getur líka verið sönnunargagn. Andlát manns, er látið hefur erlendis, má einnig sanna hér á landi með dánarvottorði eða öðrum sambærilegum sönnunargögnum um andlát manns frá því landi

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Horfnir menn

A

Stundum gerist það að menn eða lík þeirra hverfi. Þá verður ekki gefið út dánarvottorð en þó er fyrir hendi lagaúrræði til að fá úrskurð um að hinn horfni sé dáinn. Eiga þá réttaráhrif þessa að vera þau sömu eða sem líkust því, að unnt hefði verið að sanna andlátið með venjulegum hætti. Um þetta gilda lög um horfna menn. Samkvæmt þeim er gert ráð fyrir tvenns konar úrræðum af hálfu dómstóla: Heimild héraðsdómara til að úrskurða að um bú horfsins manns skuli fara sem um dánarbú og heimild til að kveða á um það í dómi, að horfinn maður skuli talinn látinn. Það getut gerst að horfinn maður sem hefur verið talinn dáinn hefur birst aftur lifandi og gilda vissar reglur um það. Í 14.gr. laganna segir að ef í ljós komi eftir að dómur hefur gengið, að maðurinn er á lífi geti hann næstu fimm ár eftir það tímamark, sem dómur miðar réttaráhrif dánarlíkna við, endurheimt eign sína frá þeim sem hefur fengið hana að erfðum.
Þetta hefur allavega einu sinni gerts á Íslandi. Þá segir og, í sömu grein laganna, að sé leitt í ljós, að hinn horfni hafi látist á öðrum tíma en við er miðað í dómnum, geti sá aðili, sem rétt hefði átt til arfsm ef raunverulegt dánardrægur hefði verið lagt til grundvallar, krafist eignar úr hendi þess, sem fengið hefur eign í hendur sem arf, sé það gert innan fimm ára frá þeim tíma, sem miðað var við í dóminum.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Forsendur er varða erfingja

A

Meginreglan er sú að erfingi getur verið hver sá, einstaklingur eða lögpersóna, sem hefur rétthæfi. Þegar talað er um að menn er átt við alla þá er fæðast lifandi, sbr. 21.gr. Dýr geta ekki verið erfingjar hér á landi. Lögpersónur eru stofnanir, fyrirtæki eða félög, sem hafa það skýra umgjörð að þær geti átt réttindi og borið skyldur. Í hrd Kattavinafélagið gerði kona erfðaskrá og sagði að allur arfur eftir hana ætti að fara til kattavinafélag AK. Í hrd barnaspítali Hringsins þar sem að einstaklingur vildi að arfurinn myndi fara til Barnaspítala Hringsins. Arfleifandi getur látið stofna nýja lögpersónu með arfi sínum, oft stofnaður sérstakur sjóður en hann verður að fullnægka lágmarksskilyrðum til þess að unnt sé að líta á hann sem lögpersónu og þar með fullgildan erfingja. Erfingi þarf ekki að vera nafngreindur aðili heldur má tiltaka hann með öðrum hætti, t.d. fyrsta barnabarn mitt.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Erfingi þarf að lifa arfleifanda til að geta erft hann

A

Sé lögerfingi látinn þegar arfur tæmist, fellur hans erfðahlutur ekki til dánarbús hans heldur til lögerfingja hans sjálfs eftir reglum erfðaréttarins um staðgöngu. En misjafnt hvernig það fer ef um ræðir bréferfingja. Það getur gerst að tveir eða fleiri menn sem erfðatengsl eru á milli hafi dáið á nákvæmlega sama tíma eða það hafi verið mjög stutt á milli dauða þeirra. Í 22. gr. el. segir að ef svo gerist að ósannað sé hvor dó fyrr skuli líta svo á að hvorugur hafi lifað hinn, þ.e. hvorugur erfir hinn heldur gengur arfur eftir hvorn um sig til annarra erfingja hans.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Erfingi finnst ekki

A

Ef erfingi finnst ekki skal skipaður málsvari við skiptin, sem komi þar fram fyrir hönd þess erfingja og skal erfðafé þess erfingja lagt á bankareikning og afhent sýslumanni til varðveislu ásamt skilríki fyrir þess háttar reikningi. Gefi erfingjinn sig ekki fram innan 10 ára geta erfingjar þess sem féð var varðveitt fyrir, krafist þess að fá það, en ef þau gera það ekki innan árs fær ríkissjóður það, skv. 13., 81. og 96. gr. skiptalaga.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Ríkisfang eða heimilsfesti

A

Ríkisfang eða heimilisfesti erfingja skiptir ekki máli að núgildandi lögum, hvað varðar grundvallarreglur um erfðir og beitingu þeirra. Arfur eftir íslenska menn getur þannig gengið til hvaða manns eða lögpersónu sem er í veröldinni. Þó gilda sérstakar reglur um yfirtöku fasteigna á Íslandi fyrir arf, þ.e. vissar takmarkanir sem finna má í lögum um eignarrétt og afnotarétt fasteigna.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Sönnun

A

Sá er gerir tilkall til arfs, kann að þurfa að færa sönnur á erfðatengsl sín við arfleifanda, 12. gr. skiptalaga. Í hrd. Tvöfalt líf reyndu Kona frá Bretlandi og sonur hennar að sanna það að sonurinn væri sonur M sem var nýlátinn. Það átti að fara fram DNA rannsókn til að komast að því en konan og sonurinn vildu það ekki og reyndu að sýna fram á að til staðar væri faðernisviðurkenning. Þau fóru tvisvar í mál en það tókst ekki að sanna að strákurinn væri sonur M og hafði hann því ekki erfðarétt.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Svipting arfs

A

Sá er veldur dauða annars manns af ásetningi getur fyrirgert erfðarétti eftir þann mann, um þetta er fjallað í 23.-26. gr. el. Ákvæðið er ekki fortakslaust heldur er um að ræða heimild dómara til að ákvarða fyrirgerð erfðaréttar af þessum sökum. Það er einungis ódæðismaðurinn sjálfur sem fyrirgerir erfðarétti sínum en ekki erfingjar hans. Athyglisvert er að einungis er talað um að börn fyrirgeri sér erfðarétti sínum ef þau drepa foreldra sína en ekki er talað um að foreldrar fyrirgeri sér erfðarétti ef þau drepa börn sín. Í hrd. Lögmaður drap eiginkonu hafði lögmaður drepið einkonu sína og var sviptur málflutningsrétti sínum og dæmdur í fangelsi fyrir morð en ekki var gerð krafa um sviptingu erfðaréttar. Í hrd. Drap eiginmann voru atvik þau að K drap M með því að kveikja í honum og kom fram í dómsorðum að K hefði með því fyrirgert erfðarétti sínum. Í hrd. Drap systur voru atvik þau að M drap systur sína K með stórfelldri líkamsárás og fór ákæruvaldið fram á það að M yrði sviptur arfi en kröfunni var vísað frá sökum þess að K átti skylduerfingja.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Skuldir

A

Maður getur talist erfingi þótt engar eignir (umfram skuldir) finnist í dánarbúi arfleifanda. Erfingi gæti gengist við skuldunum. Þó kemur ekki til úthlutunar arfs nema í búinu séu einhver hrein eign, þ.e. eign umfram skuldir. Um eignalaus dánarbú ræðir í 25. gr. skiptalaga.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly