Helmingarskipareglan Flashcards

1
Q

Meginreglan, markmið, undirstöðuröksemda

A

Meginreglan um fjárskipti hjóna er helmingaskiptaregla, sbr. 103.gr. hjskl. Helmingarskiptareglan felur það í sér að hvor maki um sig eða dánarbú hans eiga tilkall til helmings úr skírri hjúskapareign hins nema annað leiði af ákvæðum laga. Reglan er á því reist, að í hjúskap er jafnaðarlega efnahagsleg, félagsleg og persónuleg samstaða. Markmið með henni er að stuðla að jafnstöðu hjóna við hjúskaparlok. Meðal undirstöðuröksemda fyrir helmingaskiptareglunni er að hjón hafa oft mismikil tök á að afla tekna og eigna. Oft er eitt hjóna heimavinnandi og á þá erfiðara með að afla tekna og eignamyndun hans verður því minni. Einnig hafa hjónin og fjölskyldan í heild sinni notið sameiginlega eigna, eins og t.d. íbúðar, sumarbústaðar, bíla og húsgagna, án þess að í reynd hafi verið skilið mjög milli þess hver á það.

Helmingaskiptareglan er rótgróin í norrænum rétti og á sér aldahefð.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

úthlutun, útlagning

A

Úthlutunarreglur: Helmingaskiptareglan er frumskiptiregla, með henni er fundin heildareign sem skipta skal og skiptihlutfall. Hún leiðir þó ekki til skiptaloka til fullnustu. Er það hlutverk úthlutunarreglna að leggja grundvöll að ákvörðunum um hverjar eignir komi í hlut hvors hjóna um sig og leysa úr ágreiningi er rísa kann milli þeirra út af þessu. Eftir skipti á milli hjóna stendur þannig eftir fjárhæð sem hvort á að standa með og er það úthlutun þeirra, skv. 106. gr. hjskl. Útlagning er að deila út eignum í samræmi við úthlutunar upphæðina. Er meginreglan þegar ákveðið er hvaða einstaka eignir hvort hjóna á að fá í sinn hlut, að hvort fái sínar hjúskapareignir. Frá þessu eru þó undantekningar en í 1. - 5. tl. 2. mgr. 108. gr. eru sérgreindar fráviksreglur frá meginreglum um útlagningu eigna.

Eftir skipti á milli hjóna stendur eftir fjárhæð sem hvort á að standa með og er það úthlutun þeirra, skv. 106.gr. hjskl. Útlagning er að deila út eignum í samræmi við úthlutunar upphæðina. Meginreglan er að þegar ákveðið er hvaða einstaka eignir hvort hjóna á að fá í sinn hlut er hvort fær sínar hjúskapareignir. Það eru þó undantekningar á þessu. Annað hjóna getur krafist hjúskapareignar hins ef um er að ræða fasteign sem ætluð er fyrir hjóna og börn þess, sama á við um sumarbústað, þegar atvinnufyrirtæki sem það hjóna hefur eingöngu eða aðallega rekið er að ræða, sama á við um vinnutæki og annað lausafé sem stendum í tengslum við atvinnu hins og/eða þegar krafa beinist að húsgögnum, búsgögnum eða öðru lausafé sem hefur verið á sameiginlegu heimili hjónanna, skv. 108. gr. hjskl. Litið er til hvor hafi meiri þörf fyrir eignina og hverju sanngirni mælir með. Ef eitt hjóna fær þó verðmæti sem er mikils virði og meira virði en það hjóna ætti að fá þá ber þeim er fékk útlagninguna að greiða honum þá fjárhæð sem fer fram yfir rétta tölu, skv. 109.gr. hjskl. Einungis eignir koma til skipta en ekki skuldir, sbr hrd. Eignaleysi en þar get M ekki fengið opinber skipti þar sem að hann og K höfðu lýst yfir eignaleysi en til að fá opinber skipti þurfa að vera einhverjar eignir.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Helmingarskiptareglan getur leitt til ósanngjarnar niðurstöðu og því eru undantekningar á henni:

A

Maka er heimilt við fjárskipti að gefa eftir af tilkalli sínu til eigna, sbr. 110.gr. en hann má það þó ekki ef að hann getur ekki fullnægt þeim fjárskuldbindingum sem hvíla á honum eða kunna bráðlega að hvíla á honum, þá geta skuldheimtumenn mögulega rift því. Í hrd. Rauðagerði gerðu M og K skilnaðarsamning og samkvæmt honum átti K að fá húsið, að því er virtist að gjöf. M varð gjaldþrota og skuldheimtumenn hans kröfðust að K myndi afhenda húsið og Hæstiréttur féllst á það. Ekki lá fyrir hvort að hún hefði verið grandlaus en ef svo hefði verið hefði það ekki skipt máli.
Víkja má frá helmingaskiptareglunni að vissum skilyrðum, sbr. 104.gr. hjskl en það er kallað skáskipti. Annað frávik frá helmingaskiptareglunni er 105.gr. hjskl en samkvæmt henni getur maki sem ekki getur innan marka hlutdeildar sinnar í samanlögðum eignum fengið búsgögn og annað lausafé sem nauðsynlegt er til að halda uppi heimili krafist þess að hlutdeild hans skuli aukast enda séu ekki horfur á að hann geti á annan hátt aflað sér þessara nauðsynja. Mjög sjaldan reynir á 105.gr.
107.gr. fjallar einnig um frávik frá helmingaskiptareglunni en þar er fjallað um endurgjaldskröfur. Ef maki hefur notað eignir sínar, er koma skyldu til skipta, til að auka verðmæti sem ekki á að skipta að helmingaskiptum getur makinn krafist endurgjalds, skv. 1.mgr. 107.gr. í hrd Bergstaðastræti gat M krafið K um endurgjald skv. 107.gr. fyrir framlög hjúskapareignar og vinnu hans í séreign hennar.
Ef að annað hjóna hefur rýrt hjúskapareign sína eða sameign hjóna með því að misbeita ráðum yfir hjúskapareigninni eða með öðru óhæfilegu atferli sem leitt hefur til verulegrar skerðingar á fjárhlut þeim sem hitt hjóna á tilkall til þá getur hitt hjóna krafist endurgjalds, skv. 2. mgr. 107. gr. Í hrd. Safír reyndi á 2. mgr. 107. gr. hjskl. en þar voru atvik þau að M seldi hest hans K á verði langt undir verðmæti hestsins. K átti endurgjaldskröfu á M fyrir ekki einungis helmingi af því sem M seldi hestinn á heldur átti hún endurgjaldskröfu á helmingnum af verðinu sem hefði átt að selja hestinn á.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly