ígildisreglan Flashcards

1
Q

ígildisreglan

A

Samkvæmt ígildisreglunni verða verðmæti, sem koma í stað séreignar eða hjúskapareignar, einnig séreign eða hjúskapareign, svo og arður af þessum verðmætum, skv. 75. gr. hjskl. Þetta þýðir að ef að t.d. séreign er peningar og keypt er fyrir þá íbúð þá er íbúðin séreign. Ef byggt er við séreign með hjúskapareign þá er viðbyggingin almennt einnig séreign en þá getur maki þess sem á séreignina krafist endurgjaldskröfu, skv. 107. gr. hjskl.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
1
Q

Dómar

A

Í hrd. Flókagata voru atvik þau að K og M höfðu gert með sér kaupmála um að ákveðin bankainnistæða skyldi vera séreign K. Peningurinn var síðar notaður í íbúðarkaup en M vildi meina að íbúðin væri hjúskapareign en ekki séreign. Hæstiréttur sagði að íbúðin væri séreign samkvæmt ígildisreglunni, 75. gr. hjskl. Í hrd. Fjárvörslureikningur reyndi á ígildisregluna en þar voru atvik þau að M og K höfðu gert kaupmála þar sem hlutabréf voru gerð að séreign M. Mörgum árum seinna er hlutabréfið selt og andvirðið lagt inn á fjárvörslureikning. M tókst að sanna að nánast allir peningarnir á fjárvörslureikningnum væru séreign hans. Í hrd. Bergstaðastræti voru atvik þau að samkvæmt kaupmála átti K fasteign að séreign en byggt var við fasteignina með m.a. peningum M sem voru hjúskapareign hans. M hélt því fram að eignin væri því hjúskapareign en Hæstiréttur sagði að skv. ígildisreglunni (75. gr.) væri eignin séreign K en M gæti krafist endurgjalds skv. 107. gr. fyrir vinnu sína og framlög í séreignina.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly