Kaupmálar Flashcards

1
Q

Hvað er kaupmáli?

A

Kaupmáli er samningur sem hjón eða hjónaefni geta gert sín á milli og er tilgangurinnn oftast sá að gera eign að séreign annars hjóna til að tryggja að hún komi ekki til skiptanna við skilnað eða andlát. Kaupmála þarf ekki að þinglýsa heldur skrá hann í kaupmálabók sem sýslumenn halda, sbr 1.mgr. 83.gr. hjskl. Kaupmálar milli hjóna geta verið séreignarkaupmálar og/eða gjafakaupmálar. Séreignarkaupmála má gera fyrir eða eftir hjónavígsluna. Í þá má setja tímabindingu (þ.e. t.d. að eign verði séreign í ákveðinn tíma), fyrirmæli um að ef sameiginlegur skylduerfingji fæðist þá breytist séreignin í hjúskapareign og/eða að séreignin breytist í hjúskapareign við andlát, sbr. 2. og 3. mgr. 74. gr. Ekki má setja fleiri eða önnur skilyrði í séreignarkaupmála milli hjóna. Hjón geta einnig gert gjafakaupmála en ef hjón eru að gefa stærri gjafir en venjulegar tækifærisgjafir þá verða þau að gera slíka kaupmála, skv. 72. gr. Ef hjón gefa hvort öðru gjafir sem fólgnar eru í líftyrggingu, lífrentu, lífeyri eða þess konar framfærslutryggingum þarf ekki að gera kaupmála, skv. 2. mgr. 72. gr. Einnig getur annað hjóna afhent hinu án kaupmála endurgjaldslaust allt að helmingi af tekjuafgangi sínum umliðið almanaksár, skv. 78. gr. Gjafir milli hjóna geta verið gerðar að hjúskapareignum hins eða séreignum með séreignarkaupmála. Skilyrði fyrir slíkum gjafakaupmálum er að gjöfin sé endurgjaldslaus, þ.e. ekki sala. Í kaupmála milli hjóna má ekki segja að allt sem annað hjóna kann að eignast verði endurgjaldslaust að eign hins nema það má segja að venjulegt innbú á sameiginlegu heimili hjóna verði eign eins, skv. 3. mgr. 72. gr. Sbr. hrd. Grundarstígur en þar gerðu M og K með sér kaupmála þess eðlis að allir innanstokksmunir þeirra hjóna voru gerðir að séreign K.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Kaupmála varðandi gjafir sem eru ekki venjulegar tækifærisgjafir

A

Nauðsynlegt er hjónum að gera kaupmála um gjafir sem eru ekki venjulega tækifærisgjafir, sbr. 1. og 2.mgr. 72.gr. hjúskaparlaga nr. 31/1993. Gjafir sem eru gefnar sem eru stærri en venjulegar tækifærisgjafir og ekki er gert kaupmála um eru ógildar, sbr. hrd. 1997, bls 1754 Byggingarsamvinnufélag: K gaf M fasteign að gjöd en ekki var gerður kauðmáli um gjöfina. Því hafði gjöfin ekki gildi, en ljóst var að umrædd eign hafði verið séreign K. Skuldheimtumenn gegnu að eignum K í kjölfar gjaldþrots. HR komst að þeirri niðurstöðu að gjafagerningnum skildi rift.
Hægt er að rifta gjafa- og/eða séreignarkaupmálum milli hjóna ef að það hjóna sem gaf hinu eign skuldar og á eftir að borga 3. manni þá getur 3. maðurinn krafist þess að kaupmálanum verði rift ef ákveðinn tími er síðan að kaupmálinn var gerður (almennt miðað við að hægt sé að rifta kaupmála ef minna en 2 ár eru síðan hann var gerður), skv. 73. gr. hjskl. og 131. gr. gjaldþrotalaga nr. 21/1991. Í hrd. Ofbeldi – Kaupmáli til að komast hjá greiðslu bóta voru atvik þau að M og K gerðu með sér kaupmála um að eignir M yrðu eignir K því þau vildu gera M eignarlausan svo hann þyrfti ekki að borga bætur. Hæstiréttur rifti kaupmálanum þar sem bersýnilegt þótti að stofnað hefði verið til kaupmálans til að komast hjá því að M þyrfti að borga konu bætur fyrir ofbeldi gegn henni.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Vottun

A

Hjónaefni skulu vera lögráða en ef þau eru það ekki þarf samþykki lögráðamanns, skv. 81. gr. hjskl. Kaupmáli þarf að vera skriflegur, undirritaður af báðum hjónum og staðfestur af lögbókanda, héraðsdóms- eða hæstaréttarlögmanni eða fulltrúa þeirra eða af tveimur votum sem skulu vera samtímis viðstaddir og rita nöfn sín og kennitölur á kaupmálann, skv. 80. gr. hjskl. Kaupmáli er ekki gildur ef þessum reglum er ekki fylgt, skv. 82. gr. Í Hrd 251/2011. Undirritun/vottun ófullnægjandi kom fram að Hæstaréttarlögmaður útbýr fyrir vinahjón kaupmála, hann vottar kaupmálann og sendir svo hjónin með hann heim svo að þau geti farið yfir hann. Ófullnægjandi aðferð með því að gera þetta svona. Kaupmálinn var því ógildur vegna þess að vottun var ófullnægjandi. Í hrd. Vottun fullnægjandi deildu M og K um hvort að kaupmáli þeirra uppfyllti 80. gr. hjskl. eða ekki. Hæstiréttur sagði að kaupmálinn væri gildur þar sem vottun hefði verið fullnægjandi þó að ekki hafi verið tiltekið sérstaklega í áritun votta að skjal væri kaupmáli.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

ógilding - samningslögin

A

Hægt er að ógilda kaupmála með því að beita fyrir sig ákvæðum úr samningalögunum en það þarf mikið til ef maki sem skrifaði undir kaupmálann vil rifta honum, sbr. hrd. Kaupmáli ekki ógiltur en þar vildi M að kaupmáli hans og K yrði ógiltur þar sem hann hefði ekki skilið innihald kaupmálans er hann skrifaði undir. Hæstiréttur féllst ekki á að ógilda kaupmálann.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

hvar skal skrá

A

Kaupmála skal skrá í kaupmálabók sem sýslumenn halda, skv. 83. gr. hjskl. Fleiri reglur um skráningu kaupmála í 84-87. gr. hjskl.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly