Móðerni og faðerni Flashcards

1
Q

Þrjár leiðir til að feðra barn:

A

Faðernisreglur (pater est reglan)
Faðernisviðurkenning
faðernisdómsmál

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Pater est reglan

A

Pater est reglan felur í sér að eiginmaður eða sambúðarmaður í skráðri sambúð með móður barns skuli sjálfkrafa teljast faðir barns hennar, sbr. 1. og 3.mgr. 2.gr. bl. Ef að foreldrar eru í óskráðri sambúð þarf sambúðarmaður að viðurkenna faðerni barnsins eða foreldrar að skrá sambúð sína í þjóðskrá eftir fæðingu barnsins, svo barnið verði feðrar, sbr. 3.mgr. 2.gr. bl. Móður er skylt að feðra barn sitt þegar faðernisreglur eiga ekki við, sbr. 2.mgr. 7.gr. og 1.mgr. 1.gr. a.bl.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Faðerinsviðurkenning

A

Faðernisviðurkenning er það að tiltekinn maður gengst við faðerni barns en grunnskilyrði er að móðir barnsins hafi lýst tiltekna manninn föður barns síns, sbr. 3. og 4.gr. bl. Hægt er að ganga frá faðernisviðurkenningu áður en barnið fæðist

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Faðernisdómsmál

A

Þriðja leiðin til að feðra barn er að fara í faðernisdómsmál og láta dæma að tiltekinn maður sé faðir barns, það eru þó viss skilyrði til þess að hægt sé að höfða slíkt mál.

Til að geta farið í faðernisviðurkenningarmál þarf fyrst að hnekkja skráðu faðerni ef það er til staðar, sbr. Hrd Röng blóðflokkagreining en þar fór barn í ógildingarmál á faðerni sínu og fór svo í faðernisviðurkenningarmál.

Faðernismál, vefenginarmál, ógildingarmál

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Ef barn var feðrað með pater est reglunni:

A

Ef barn var feðrað með pater est reglunni þarf að höfða véfeningarmál til að hnekkja faðerni þess, sbr. 1.mgr. 21.gr. bl.. Þeir sem geta höfðað véfenginarmál eru barnið sjálft og móðir þess, einnig sá sem skráður er faðir barns skv. 2.gr. eða maður sem telur sig föður barns. Sé faðir eða sá sem taldi sig föður barns látinn geta þeir erfingjar hans sem ganga jafnhliða eða næst barninu að erfðum höfðað slíkt mál.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Ef að barn er feðrað með faðernisviðurkenningu

A

Ef að barn er feðrað með faðernisviðurkenningu þarf fyrst að höfða ógildingarmál til að hnekkja faðerninu áður en höfðað er faðernisdómsmál, sbr. Hrd. Tvö dánarbú en þar var faðernisviðurkenningarmáli vísað frá dómi þar sem löglega skráða faðerninu hafði ekki verið hnekkt. Það er takmarkaðra hverjir geta höfðað slíkt mál en það eru móðirin, barnið (eða lögráðamaður þess í nafni barnsins) og skráðri faðirinn, sbr. 2.mgr. 21.gr. bl. Í hrd. Systir ekki aðili reyndi kona að fara fram á ógildingu á faðerni systur sinnar en gat það ekki þar sem að faðir hennar hafði viðurkennt faðerni systur hennar og hún var ekki aðili sem gat farið í slíkt ógildingarmál.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

ef barn er ófeðrað

A

Ef að barn er ófeðrað getur barnið sjálft, móðir þess eða maður sem telur sig föður barns höfðað faðernismál, skv. 10. gr. Í slíku máli getur verið mikilvægt að sanna að móðir hafi sagt að ákveðinn maður væri faðir barnsins en framburður móður dugir þó ekki alltaf einn og sér, sbr. hrd. Meintur faðir horfinn en þar tókst ekki að hafa uppi á M sem hvarf og því lág ekki fyrir afstaða hans né DNA rannsókn og var því ekki talið sannað að M væri faðir barnsins þrátt fyrir framburð móður barnsins. Tómlæti meints föður barns getur þó leitt til þess að hann verði dæmdu faðir barns, sbr. Hrd. Engin sönnunargögn en þar höfðu M og K búið saman í meira en 1 ár, þar til réttur áður en barnið fæddist en svo hvarf M til útlanda (hann var pólskur) en reynt var að ná í hann en tómlæti hans kom í veg fyrir það. Endaði á að M var dæmdur faðir barnsins en K sagði að engir aðrir kæmu til greina sem feður barnsins.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

unnt að höfða mál ef

A

Dómsmál um faðerni barns er unnt að höfða hér á landi ef aðili er búsettur hér á landi, dánarbú stefnda er eða hefur verið til skipta hér á landi eða/og að barn er búsett hér á landi, sbr. 8. gr. bl.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

DNA

A

Maður skal talinn faðir barns ef niðurstöður mannerfðafræðilegra rannsókna benda eindregið til þess að hann sé faðir þess, sbr. 17. gr. bl. Dómari getur ákveðið, samkvæmt kröfu, með úrskurði að gerðar verði mannerfðafræðilegar rannsóknir á aðilum málsins og barninu, sbr. 15. gr. bl. Í hrd. Ákveða faðerni voru skilyrði 10. gr. bl. uppfyllt og Hæstiréttur úrskurðaði að DNA rannsókn skyldi fara fram.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Móðerni

A

Í barnalögunum eru reglur um ákvörðun faðerni barns en mjög sjaldan reynir á hver sé móðir barns. Það hefur þó gert, sbr. Hrd. Lögjöfnun en þar fór barn í mál við skráða móður sína og vildi ógilda móðerni sitt á grundvelli barnalagana og fá DNA rannsókn. Dómstólar töldu að barnið hefði lögvarða hagsmuni á að fá að skera úr um móðerni hennar og henni var heimilt að krefjast dóms um kröfuna með lögjöfnun á barnalögunum.
Í athugasemdum við frumvari barnalaganna 2003 stendur að reglur laganna eigi einungis við um faðerni en ekki móðerni en það stangast á við dómaframkvæmd og ef að annað svipað móðernismál kæmi er mjög líklegt að aftur yrði lögjafnað þrátt fyrir athugasemdirnar við frumvarpið.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Tæknifrjóvgun

A
  1. gr. bl. fjallar um tæknifrjóvgun. Kona sem elur barn sem getið er við tæknifrjóvgun telst móðir þess en kona sem samþykkt hefur að tæknifrjóvgun fari fram á eiginkonu sinni telst foreldri barns sem þannig er getið. Í 5. mgr. segir að maður sem gefur sæði í öðru tilgangi en greinir í 4. mgr. telst faðir barns sem getið er með sæði hans nema sæðið hafi verið notað án vitundar hans, en það hafa verið mögulegar undantekningar á þessu, sbr. hrd. Tæknifrjóvgun: M keyrði K til læknis þar sem hún gekkst undir tæknifrjóvgun án þess að fá skriflegt samþykki M. Hæstiréttur vék frá skilyrði 5. mgr. 6. gr. þar sem framburður M þótti ótrúverðugur og þótti sýnt að hann vissi af áætlunum og annars yrðu tvíburarnir föðurlausir.
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly