ógilding fjárskiptasamninga vegna skilnaðar Flashcards

1
Q

Geta gert samning, dómar

A

Hjón geta ráðið fjárskiptum sínum vegna skilnaðar til lykta með samningi. Fjárskiptasamningur skal vera skriflegur og undirritaður af hjónum eða umboðsmönnum þeirra, sbr. 95.gr. hjskl. Óstaðfestur fjárskiptasamningur er óskuldbinadandi, sbr. Hrd óstaðfestur samningur óskuldbinandi en þar gerðu M og K fjárskiptasamning. K karfðist þess að samningurinn gilti ekki þar sem hann hefði ekki verið staðfestur af dómara eða sýslumanni og Hæstiréttur staðfesti kröfu hennar. Þó hafa dómstólar ekki ávallt verið mjög harðir á þessu skilyrði fjárskiptasamninga en í hrd. Óljós en búið að efna voru atvik þau að M og K höfðu gert með sér fjárskiptasamning sem var mjög óljós og ekki staðfestur af yfirvaldi. K krafist þess að samningurinn yrði ógiltur en Hæstiréttur samþykkti það ekki þar sem að K hefði tekið þátt í að efna samninginn og væri skiptum milli K og M lokið og yrðu ekki tekin upp að nýju.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Fjárskiptasamningar verða að vera skýrir - dómar

A

Fjárskiptasamningar verða að vera skýrir, sbr hrd. Samningur of óljós en þar voru atvik þau að M og K gerðu með sér fjárskiptasamning þar sem m.a. kom fram að M myndi greiða K með því að gefa út skuldabréf en þar sagði ekkert nánar um skuldabréfið eins og t.d. hversu oft ætti að greiða eða á hvaða tíma, samningurinn hafði einnig ekki verið staðfestur af yfirvaldi. K krafðist þess að samningurinn yrði ógiltur og Hæstiréttur féllst á það með vísan til m.a. þess að samningurinn væri ekki nógu skýr og bryti gegn 95.gr. hjskl. Í hrd loforð um íbúðarkaup voru atvik þau að M og K gerðu með sér fjárskiptasamning þar sem M skuldbatt sig til að kaupa íbúð handa K fyrir ákveðið verð og innan ákveðins tíma, ella myndi samningurinn falla úr gildi. Þau reyna að finna íbúð en K neitar oft íbúðum og svo er tímamarkið liðið og K krefst opinberra skipta. M segir að samningurinn hafi ekki verið nógu skýr en Hæstiréttur féllst ekki á það og samþykkti að samningurinn væri ógildur þar sem kröfur hans voru ekki uppfylltar.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Breytingar á fjárskiptasamningi

A

Fjárskiptasamning vegna skilnaðar verður að gera við skilnaðinn en ekki löngu áður. Það má taka samninginn upp og breyta honum eftir skilnaðinn en breytingar verða að vera staðfestar af sýslumanni eða dómara. Í hrd. Yfirlýsing eftir staðfestinu samnings var deilt um hvort að smá framlenging á tímalengd samkvæmt fjárskiptasamningi væri næg ástæða til að ógilda fjárskiptasamninginn en niðurstaða Hæstaréttar var að þetta væri svo smávægilegt atriði að þetta væri ekki yfirlýsing sem félli undir 95. gr. og að samningurinn héldi.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Meginreglan - undantekning

A

Meginreglan er að samninga skuli halda en hægt er að ógilda fjárskiptasamninga hjóna að nokkru eða öllu leyti með dómi ef hann var bersýnilega ósanngjarn á þeim tíma er til hans var stofnað, skv. 2. mgr. 95. gr. hjskl. Til að komast að því hvort að fjárskiptasamingur hafi verið bersýnilega ósanngjarn er m.a. litið til þess hversu mikið kom í hlut hvors um sig (hvort það hafi verið ójafnt), aðstöðumunar við samningsgerð (hver hafði frumkvæði að samningi, höfðu aðilar aðstoð lögmanns og/eða svigrúm til að kynna sér samning), hagi hvors um sig (tekjur þeirra, aflahæfi, heilsufar og fl.), hver fer með forsjá barna og fl. atriða. Í hrd. Vanþekking voru atvik þau að K krafðist ógildingar á fjárskiptasamning hennar og M þar sem hann væri bersýnilega ósanngjarn því að M fengi mun meira en hún samkvæmt honum. K bar fyrir sig vanþekkingu á helmingaskiptareglunni og að þeim hjónunum hefði ekki verið leiðbeint af sýslumanni en Hæstiréttur féllst ekki á það og sagði skiptin ekki svo ósanngjörn að hægt væri að beita 95. gr. Í hrd. Hafnað bágri heilsu M voru atvik þau að M krafðist ógildingar á fjárskiptasamningi hans og K samkvæmt 95. gr. hjskl. þar sem hann hafi ekki verið í andlegu jafnvægi við gerð hans vegna veikinda K og verið undir þrýstingi frá henni. Hæstiréttur samþykkti ekki kröfu M og sagði að hann hefði haft alla aðstöðu til að kynna sér samninginn og fjármál þeirra hjóna en að K hefði hins vegar glímt við erfið veikindi. Sá sem vill fá skriflegum samningi hrundið ber sönnunarbyrðina og þarf oft mikið til að fá saminginn ógildan.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Málshöfðunarfrestur - 2.mgr. 95.gr.

A

Á ógildingarákvæði 2. mgr. 95. gr. hjskl. er málshöfunarfrestur, þ.e. dómsmál vegna bersýnilega ósanngjarns samnings skal höfða innan árs frá fullnaðardómi til skilnaðar eða frá útgáfu leyfisbréfs til skilnaðar. Í hrd. Málshöfðunarfrestur liðinn voru atvik þau að M og K höfðu gert fjárskiptasaming sem M vildi fá hnekkt þar sem hann væri bersýnilega ósanngjarn. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að málshöfðunarfrestur væri liðinn og samningurinn hélt gildi. Það eru þó stundum veittar undanþágur frá málshöfðunarfrestinum, sbr. hrd. Málshöfðunarfrestur liðinn en mjög sérstakar aðstæður en þar voru atvik þau að fjárskiptasamingur M og K var mjög ósanngjarn og langt frá helmingaskiptareglunni, samningurinn var mjög ófullkominn og ekkert verðmætamat kom þar fram. K átti við heilsubresti að stríða og naut ekki aðstoðar lögmanns og ógilti Hæstiréttur því fjárskiptasamninginn á grundvelli 2. mgr. 95. gr. hjskl. þrátt fyrir að málshöfðunarfresturinn væri liðinn.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Tímafrestir 2.mgr. 95.gr. eiga ekki við?

A

Tímafrestir 2. mgr. 95. gr. hjskl. eiga þó ekki við ef freistað er að hnekkja fjárskiptasamningi með stoð í 36. gr. samningalaganna og er það tekið fram í 2. mgr. 95. gr. En samkvæmt 36. gr. samningalaganna má hnekkja samningi ef hann er ósanngjarn og er ekki tímamark á því. Því virðist vera sem svo að litið sé framhjá 40. gr. samningalaganna en þar segir að samningalögin eigi ekki við um löggerninga innan sifjaréttarins, en undir hann fellur hjúskaparréttur og þar með hjúskaparlögin. í hrd. Mál höfðað á grundvelli 36. gr. sml. höfðaði K mál til ógildingar fjárskiptasamings á grundvelli 36. gr. samningalaganna þar sem málshöfðunarfresturinn var útrunninn samkvæmt 95. gr. hjskl. Hæstiréttur samþykkti þó ekki að fjárskiptasamningur þeirra hefði verið ósanngjarn og hélt samningurinn gildi.

Í hrd vitneskja um ójafna hluti krafðist K þess að fjárskiptasamningur sem hún og M höfðu gert með sér í kjölfar skilnaðar þeirra yrði ógiltur og M dæmdur til að greiða tiltekna fjárhæð. Byggði K á því að samningurinn hefði verið bersýnilega ósanngjarn í skilningi 36.gr. samningslaga, en óumdeilt var að skipting eigna samkvæmt samningum var M í hag. HR taldi hins vegar að K hefði hvorki sýnt fram á að staða aðilanna við samningsgerðina né atvik, sem lágu fyrir eða síðar komu til, hefðu verið með þeim hætti að fallist yrði á kröfu hennar um ógildingu samningsins í heild.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Réttaráhrif

A

Réttaráhrif ógildingar fjárskiptasamning eru að samningurinn fellur niður annaðhvort í heild sinni eða að hluta. Þá þarf að semja á ný eða krefjast opinberra skipta. Ógilding samningsins haggar þó ekki við gildi skilnaðarleyfis.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly