Ógilding hjúskaps + Tvíkvæni Flashcards

1
Q

Sjálf vígslan

A

Ef að löggiltur vígslumaður spyr hjónaefni, sem bæði eru viðstödd, hvort fyrir sig hvort þau vilji stofna til hjúskaparins og lýsir hjón ef þau hafa játað því þá er hjúskapurinn gildur, skv. 25. gr og 2. mgr. 24. gr. hjskl. Hjúskapur er því gildur ef hann er stofnaður á þennan löglega hátt. Ef þetta er ekki uppfyllt er hann hins vegar ógildur og það hefur sömu réttaráhrif og að hann hefði aldrei verið. Þó er undantekning, ef hjónavígsla er eigi gild skv. 1. mgr. 25. gr. þá getur Dómsmálaráðuneytið lýst hana gilda ef sérstakar ástæður mæla með því, það á einnig við þótt annað hjóna eða bæði séu látin, sbr. 2. mgr. 25. gr. hjskl. Þó að hjónavígsluskilyrðin eru ekki uppfyllt er hjúskapurinn samt sem áður gildur ef þessum reglum er fylgt. Gildur hjúskapur getur þó verið ógildanlegur.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

ógilding

A

Í V. kafla hjúskaparlaganna er fjallað um ógildingu hjúskapar. Það er fengin ógilding ef að atvik fyrir eða við stofnun hjúskapar braut gegn hjúskaparskilyrðunum. Ef hjúskapur brýtur í bága við 9. eða 11. gr. hjskl. er skylt að ógilda hjúskapinn. Við ógildingu hjúskaps geta fleiri en einungis hjónin óskað eftir ógildingu, ef brotið er gegn ákvæði 11. gr. þá getur maki úr fyrri hjúskap krafist ógildingar seinni hjúskapsins en þó er ekki hægt að ógilda hjúskapinn ef fyrra hjúskap er lokið áður en mál er höfðað, sbr. 27. gr. hjskl. Ef hjúskapur brýtur í bága við 9. eða 11. gr. laganna þá getur dómsmálaráðuneytið óskað eftir ógildingu, skv. 116. gr. hjskl. Annað hjóna getur krafist ógildingar hjúskapar ef það hefur verð viti sínu fjær þegar vígsla fór fram eða að öðru leyti svo ástatt um það að það mátti þá eigi skuldbinda sig til hjúskapar að lögum (1. töluliður), hafði það af vangá látið vígja sig öðrum en þeim sem það hafði bundist hjúskaparorði eða hafi það verið vígt án þess að það ætlaðist til þess (2. töluliður), hafi eigkona þess að eiginmaður komð því til að eiga sig með því að villa visvítandi á sér heimildir eða leyna atvikum úr lífi sínu er mundu hafa fælt hitt frá hjúskapnum ef vitað hefði (3. töluliður) og/eða ef það hefur verið neytt til vígslunnar (4. töluliður), skv. 28. gr. hjskl. Það er þó málshöfðunarfrestur í lokamálsgrein 28. gr. um að mál til ógildingar verði ekki höfðað eftir að 6 mánuðir eru liðnir frá því að ástandi því lauk sem lýst var í 1. lið, frá því að sóknaraðili komast að raun um ógildingarástæðu 2. eða 3. lið eða frá því að nauðung létti skv. 4. lið. Hvernig sem á stendur verður ógildingarmál ekki höfðað eftir að liðin eru þrjú ár frá hjónavígslu. Hjúskapur verður einungis ógiltur með dómi og mál til ógildingar má höfða hér á landi ef hjónavígslan hefur farið fram hér, skv. 2. mgr. 114. gr. hjskl. (Í 114. gr. er fjallað um hvenær höfða má hjúskaparmál á Íslandi en það eru undantekningar).

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

réttaráhrif

A

Ógilding hjúskapar hefur sömu áhrif að lögum og lögskilnaður nema lög greini annað, skv. 29. gr. hjskl. En fjárskiptin eru þó frábrugðin fjárskiptum við skilnað. Hvort um sig tekur það sama/samsvarandi og það kom með og það sem síðar hefur bæst því, skv. 30. gr. hjskl. Ef annað hjóna deyr áður en hjónabandið er ógilt þá getur hitt eða erfingjar hins látna, krafist þess að sérreglum um fjárskipti vegna ógildingar verði beitt, skv. 1. mgr. 31. gr. hjskl. Önnur sérregla er í 32. gr. hjskl er tengist 11. gr. laganna.
Hrd. Hjónavígsla á Austurvelli en þar gifti ásartrúargoðinn par sem var að skemmta sér niðri í bæ, öll skilyrði um gildan hjúskap voru uppfyllt og var því hjúskapurinn gildur. K áttaði sig á því að hún og M höfðu verið gift löngu seinna og vildi ógilda hjúskapinn, það gat hún ekki þar sem málshöfðunarfresturinn var runninn út skv. 28. gr. hjskl.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Tvíkvæni

A

(Eitt af hjónavígsluskilyrðunum er að ekki megi vígja þann sem er í hjúskap, skv. 11. gr. hjskl. Ef brotið er gegn ákvæði 11. gr. um tvíkvæni þá er skylt að ógilda hjúskapinn. Annað hjónanna getur krafist ógildingar og dómsmálaráðuneytið getur krafist ógildingar, skv. 116. gr. hjskl.. Einnig getur maki úr fyrri hjúskap krafist ógildingar seinni hjúskapsins en þó er ekki hægt að ógilda hjúskapinn ef fyrra hjúskap er lokið áður en mál er höfðað, sbr. 27. gr. hjskl. Ef
Ógilding hjúskapsins vegna tvíkvænis hefur sömu áhrif að lögum og lögskilnaður nema lög greini annað, skv. 20. gr. hjskl. En fjárskiptin eru þó frábrugðin fjárskiptum við skilnað. Hvort um sig tekur það sama/samsvarandi og það kom með og það sem síðar hefur bæst því, skv. 30. gr. hjskl. Ef annað hjóna deyr áður en hjónabandið er ógilt þá getur hitt eða erfingjar hins látna, krafist þess að sérreglum um fjárskipti vegna ógildingar verði beitt, skv. 1. mgr. 31. gr. hjskl. Önnur sérregla er í 32. gr. hjskl er tengist 11. gr. laganna. )

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly