Sameiginleg forsjá /forsjá/búseta/lögheimili Flashcards

1
Q

Forsjá

A

Barn á rétt á forsjá foreldra sinna, annars eða beggja, sbr. 1.mgr. 28.gr. Það sem er barni fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar teknar eru ákvarðanir um málefni þess, sbr. 2.mgr. 1.gr. bl. Forsjá getur verið lögbundin. Ef foreldrar eru giftir eða í skráðri sambúð þá fara þeir saman með forsjá barna sinna sbr. 29.gr. Stjúpforeldri getur haft forsjá sbr. 29.gr. a. Um forsjá við andlát forsjárforeldris er fjallað í 30.gr. Forsjá barns felur í sér rétt og skyldu fyrir foreldri til að ráða persónulegum högum barns og ákveða búsetustað þess. Forsjárforeldri fer enn fremur með lögformlegt fyrirsvar barns.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Sameiginleg forsjá

A

Þegar foreldrar fara sameiginlega með forsjá barns skulu þeir taka sameiginlega allar meiri háttar ákvarðanir sem varða barn. Það foreldri sem barn á lögheimili hjá (yfirleitt meginbúsetu) hefur þó heimild til þess að taka afgerandi ákvarðanir um daglegt líf barnsins, skv. 28. gr. a. Foreldrar sem fara saman með forsjá barns skulu þó ávallt leitast við að hafa samráð áður en þessum málefnum barns er ráðið til lykta. Þegar foreldrar fara sameiginlega með forsjá barns þá er öðru foreldri óheimilt að fara með barnið úr landi án samþykkis hins (sérstök sjónarmið um utanlandsferðir þó, sýslumaður getur samþykkt). Foreldri sem barn á lögheimili hjá fær greitt meðlag frá hinu foreldrinu fyrir barnið, skv. 53. og 54. gr.
og 54. gr.
Meginregla barnaréttar kveður á um að forsjá barna eftir skilnað skuli vera sameiginleg sbr. 1. málsl. 1. mgr. 31. gr. bl. Sameiginleg forsjá er því sjálfgefin útkoma í kjölfar skilnaðar foreldra nema þau semji um annað eða dómari ákveði annað. Dómari getur ákveðið að kröfu annars foreldris að forsjá barns verði sameiginleg en fyrir gildistöku núgildandi barnalaga var dómara ekki heimilt að dæma sameiginlega forsjá nema samkomulag væri um það. Foreldrar geta samið um að forsjá barns verði sameiginleg, sbr. 32. gr.
Í 1. málsl. 1. mgr. 34. gr. bl. er kveðið á um þær aðstæður þegar foreldrum greinir á um forsjá eða lögheimili barns en ef þeir geta ekki samið þá sker dómari úr málinu. Hins vegar er nauðsynlegur undanfari dómsmáls að foreldrar hafi reynt að leita sátta sbr. 1. mgr. 33. gr. a. Við ákvörðun um hvort foreldrar skuli hafa sameiginlega forsjá barna sinna ber að líta til sömu sjónarmiða og talin eru upp í 2. málsl. 2. mgr. 34.gr. (varðandi ákvörðun við forsjá/lögheimili) en einnig ber að líta til þess hvort að forsjáin hafi verið sameiginleg áður, til aldurs og þroska barnsins og hvernig samskipti foreldra eru. Samskipti foreldra er lykilatriði við ákvörðun um sameiginlega forsjá. Ef foreldrarnir eiga í djúpstæðum ágreiningi og geta ekki unnið saman er erfitt að veita þeim sameiginlega forsjá barna sinna. Í hrd. Sameiginleg forsjá höfðaði K mál gegn M og krafðist fullrar forsjár dóttur þeirra en Hæstiréttur taldi báða foreldra hæfa og þrátt fyrir deilur á milli þeirra þá ættu þau að fara sameiginlega með forsjá barnsins.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Í 2. mgr. 34. gr. bl. er fjallað um þau sjónarmið sem leggja ber til grundvallar í ágreiningsmáli um forsjá og lögheimili barna. Meðal atriða sem litið er til

A

Hæfi foreldra
Tengsl
Stöðugleiki
ofbeldi
vilji barnsins

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Hæfi

A

Meðal atriða sem litið er til er hæfi foreldra en við mat á því þarf að meta ýmislegt eins og t.d. aldur, almennt heilsufar og félagslega stöðu foreldra. Meta þarf einnig hæfi foreldra til að mæta þörfum barna sinna, sbr. hrd. Tyrkland en þar var móðirin talin hæfari til að fá forsjá barns síns því að hún hafði náð betra valdi á íslensku en faðirinn og var því færari til að aðstoða barnið í námi og sinna samstarfi við skóla sem þótti mikilvægt í ljósi hegðunarerfiðleika barnsins. Einnig er metið hvort að foreldar geti haldið uppi aga og sett börnum sínum mörk, sbr. hrd. Agaleysi en þar fékk faðir 15 ára stúlku forsjá hennar þar sem að móðir hennar setti henni ekki næg mörk.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Tengsl

A

Við ákvörðun um forsjá/lögheimili barns ber einnig að líta til tengsla barns við foreldri en meiri tengsl barns við annað foreldri hefur oft vegið þungt við ákvörðun um forsjá,. sbr. hrd. Tengsl umfram stöðugleika en þar var móður dæmd forsjá barna sinna þrátt fyrir að hún ætlaði að flytja með þau erlendis þar sem að tengsl hennar við börnin voru sterkari en tengsl barnanna við föðurinn. Tengsl barna við foreldra sína geta verið ólík og því er nauðsynlegt að skoða tengsl hvers barns fyrir sig við foreldri, sbr. hrd. Tengsl misjöfn en þar voru tengsl eins barns sterkari við föður þess en tengsl hinna barnanna sterkari gagnvart móðurinni.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Stöðugleiki

A

Stöðugleiki og öryggi eru meðal þeirra lykilsjónarmiða sem líta ber til við ákvörðun sem þessa. Stöðugleiki þykir tryggja börnum þroskvænleg skilyrði sem er mikilvægt. Litið er til þess hvort barn þurfi að flytja úr aðstæðum sem það tengist, hvert það eigi að flytja og hvaða áhrif líklegt er að flutningurinn hafi á barnið. Skoða verður áhrif breytinga á skólagöngu, tómstundir og fleira. Dómstólar hafa dæmt lögheimili til þess foreldris sem betur þykir tryggja stöðugleika í lífi barns síns, sbr. Hrd. Meiri stöðugleiki en þar fékk móðir barns forsjá þess þar sem talið var að það myndi tryggja barninu meiri stöðugleika.
Einnig er litið til þess hvort foreldra er líklegra til að viðhalda eðlilegri umgengni barns við hitt foreldri sitt, sbr. hrd. Umgengnistálmanir en þar fékk móðir barns forsjá þess m.a. þar sem að faðirinn hafði tálmað umgengni í talsverðan tíma.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Ofbeldi

A

Þá er litið til þess hvort barn eigi í hættu á að vera beitt líkamlegu eða andlegu ofbeldi á heimilinu. Hrd. Yfirgangssemi.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Vilji barnsins

A

Annað sem stundum er litið til er vilji barnsins, þ.e. hjá hvoru foreldri það vilji vera. Foreldrum ber að hafa samráð við barn sitt áður en málefnum þess er ráðið til lykta eftir því sem aldur og þroski barnsins gefur tilefni til, sbr. 6. mgr. 28. gr. bl. Börn, sem náð hafa nægilegum þroska, eiga kost á að tjá sig um mál nema telja megi að slíkt geti haft skaðleg áhrif á börnin eða sé þýðingarlaust fyrir úrslit málsins, sbr. 43. gr. bl. Barn á rétt á að láta skoðanir sínar í ljós í öllum málum sem það varða og skal taka réttmætt tillit til skoðana þess í samræmi við aldur og þroska, sbr. 3. mgr. 1. gr. bl. og 12. gr. SRB. Í athugasemdum með 34. gr. frumvarpsins sem varð að barnalögum er tekið fram að mikilvægt er að barni sé veittur kostur á að tjá sig um forsjármálið.

Það eru engin nákvæm viðmið til um hvað barn þurfi að vera gamalt til að líta eigi til vilja þess en í athugasemdum við 34. gr. bl. segir að oft sé miðað við 9-10 ára aldur. Yfirleitt er vilja barns gefið meira vægi eftir hækkandi aldri þess en þó er það ekki algilt og verður að líta til þroska barns í hverju tilfelli. Í Hrd. 3 ára var deilt um forsjá tæplega 3 ára barns en vilja þess var ekki veitt vægi sökum aldurs þess og þroska. Í Hrd. 6 og 8 ára var ekki veitt vilja 6 og 8 ára systkina við forsjádeilu mikið vægi vegna aldurs þeirra. Í Hrd. 10 ára var tekið tillit til vilja og mjög skýrrar afstöðu 10 ára drengs.
Í athugasemdum með 34. gr. bl. kemur fram sjónarmið um það að varhugavert sé að sundra systkinahópi hafi minna vægi í dómsúrlausnum nú en áður enda ber að meta hvað hverju barni er best , sbr. hrd. Tvíburar en þar fékk K ein forsjá eins tvíburabræðra og M fékk einn forsjá hins.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Réttindi forsjárlaust foreldri

A

Forsjárlaust foreldir hefur umgengnisrétt (yfirleitt), rétt til að fá upplýsingar (52. gr.) og þarf að framfæra barn sitt., skv. 53. gr.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly