Sáttaumleitan hjóna við skilnað Flashcards

1
Q

Hvað er sáttaumleitan

A

Í Sáttaumleitan felst að kanna skal grundvöll að framhaldi hjúskaparins. Sáttir gegna sérstaklega mikilvægu hlutverki, ef hjón eiga ósjálfráða börn eða hafa sameiginlega umsjá barna. Með sáttatilhögunni er hjónum búinnn vettvangur til að ræað persónuleg og félagsleg vandamál sín við hlutlausan sáttasemjar. Sáttir eru vitaskuld þjóðfélagslegt úrræði til að stuðla að varðveislu hjúskapar og draga úr skilnaði, sem hrapað er að. Engin gögn eru tiltækileg hér á landi um það, hversu áranguríkt þetta úrræði sé. Hjón verða að sækja sjálf sáttafund og dugir ekki að lögmaður komi í þeirra stað eða annar fulltrúi og ekki mega þau hafa annan mann sér við hlið, meðan sáttir eru reyndar.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Heimilt

A

Hjón sem ákveðið hafa að skilja eiga alltaf kost á því að leitað sé um sættir með þeim samkvæmt 42. gr. hjskl. Sáttasemjari getur því ekki synjað hjónum um sáttaumleitun, þótt þau hafi ekki forsjá ósjálfráða barns. Hjón þurfa að vera sammála um að leitað verði sætta

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

skylt

A

Þó er þeim hjónum er eiga ósjálfráða barn, sem annað eða bæði hafa forsjá fyrir, skylt að leita sátta, skv. 2. mgr. 42. gr. Prestar eða löggiltir forstöðumenn trúfélaga og lífskoðunarfélaga eða sýslumaður eða dómari sér um að leita um sættir hjóna. Sáttatilraunin skal að jafnaði hafa farið fram á síðustu 6 mánuðum áður en mál er höfðað eða sett fram krafa um skilnað að borði og sæng eða lögskilnað fyrir sýslumanni, en í síðasta lagi áður en skilnaður er veittur. Ef annað hjóna sækir ekki sáttafund vegna sjúkleika eða annarra lögmæta forfalla og getur þá komið til frestunar sáttafundar og kvaðningar nýs fundar. Ef slíkum forföllum er ekki til að dreifa og maki sækir ekki tvívegis boðað sáttarfund, nægir að leita sátta með hinu, sbr 7.mgr. 42.gr. Þegar hjón búa hvort í sínum landshluta er heimilt að reyna ná sátta með þeim í hvoru sínu lagi. Nú býr annað hjóna erlendis og þarf þá ekki að reyna sættir að því er það varðar. Heimilt skv. 8.mgr. að ná sáttum í sitthvoru lagi ef það kemur ósk um það.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Dómsmálaráðuneytið

A

Dómsmálaráðuneytið getur ákveðið í reglugerð að sáttaumleitan í stofnun um fjölskylduráðgjöf geti komið í stað sáttaumleitunar.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Starfshættir

A

Engar reglur eru til um starfshætti sáttasemjarans, t.d. hvort hann eigi að láta nægja einn fund með hjónum eða boða þau á fleiri fundi. Verður mat viðkomandi manns eða manna að ráða í því efni. Þagnarskylda hvílir á þeim, er annst sáttastarfið, um einkahagi, er þeir komast að í sáttastarfinu, sbr. 5.mgr. 42.gr. Þegar sáttatilraun hefur farið fram og reynist árangurslaust, ber sáttasemjara að gefa út vottorð um það.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly