Séreignir Flashcards

1
Q

Allar eignir

A

Allar eignir fólks í hjúskap eru annað hvort hjúskapareignir eða séreignir, skv. 53.gr. hjskl. Allar eignir fólks í hjúskap eru annað hvort hjúskapareignir eða séreignir, skv. 53. gr. hjsk. Hjón geta átt eign í sameign en hluti hvors þeirra í sameigninni er þá annað hvort hjúskapareign eða séreign, skv. 2. mgr. 53. gr. og 56. gr. hjskl. Meginreglan er að eignir hjóna verði hjúskapareignir, skv. 54. gr. hjsk. Séreignir eru undantekning og geta þær myndast með kaupmála hjóna eða hjónaefna eða fyrir ákvörðun gefanda eða verið lögmæltar, skv. 55. gr. hjskl

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Gefandi eða arfleifandi getur ákveðið að gjöf/arfur verði séreign í hjúskap gjafþega eða erfingja, skv. 1. mgr. 77. gr.

A

Gefandi eða arfleifandi getur ákveðið að gjöf/arfur verði séreign í hjúskap gjafþega eða erfingja, skv. 1. mgr. 77. gr. Hjón geta ekki breytt þessari ákvörðun gefanda/arfleifanda nema slíkt sé heimilað í gjafagerningnum eða erfðaskránni eða leiði ótvírætt af þeim gerningum, skv. 2. mgr. 77. gr. Það eru kröfur um að ef arfleifendur ætla að láta arfinn vera séreignir í hjúskap þá verður sú yfirlýsing að koma fyrir skilnaðinn, sbr, hrd. Hestar en þar voru atvik þau að maður gaf syni sínum hesta en tók ekki fram að það ætti að vera séreign hans í hjúskap fyrr en að sonurinn og kona hans voru að fara að skilja. Hæstiréttur féllst ekki á að hestarnir væru séreign sonarins þar sem það samrýmdist ekki 77. gr. hjskl. Yfirlýsingin um að arfur eigi að vera séreign verður að vera skýr, sbr. hrd. Ber að gera að séreign ákvörðun í erfðaskrá um að krefjast að synir hans gerðu arfinn að séreign sinni. En það stóð ber að gera að séreign en ekki skal verða að séreign. Ljóst var að þessi yfirlýsing í erfðaskráinni væri of veik og ekki nógu skýr og væri því arfur sonarins ekki séreign í hjúskap. Í Lrd. Fyrirframgreiddur arfur var ákvæðið sett of seint inn um að arfur átti að vera séreign barna minna í hjúskap. Þegar eignir eru gefnar/erfðar sem séreignir má setja ýmis skilyrði sem hjón geta ekki sett í kaupmála sín á milli.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Séreignir lögmæltar

A

Séreignir geta einnig verið lögmæltar eins og t.d. í 94. gr. hjskl., en þar kemur fram að það sem öðru hjóna hlotnast eftir tímamark 1. mgr. 101. gr. og það fær við skiptin verður séreign þess. Slíkt lögmælt ákvæði er einnig í 30. gr. höfundalaganna en þar segir að höfundaréttur skuli vera séreign í hjúskap. Einnig er lögmælt séreignarákvæði í erfðalögunum varðandi arf sem er í óskiptu búi. Samkvæmt 75. gr. verða verðmæti sem koma í stað séreignar einnig séreign, svo og arður af þessum verðmætum (ígildisreglan), sbr. Hrd. 1952:41 Flókagata, en í þessum dómi skildu M og K. Við stofnun hjúskspar höfðu þau gert með sér kaupmála um að 10 þúsund króna bankainnistæða skyldi verða séreign K. Fjárhæðin var síðar notuð í íbúðarkaup en M vildi meina að íbúðin væri hjúskapareign og að helmingarskiptareglan ætti við. Niðurstaða Hæstaréttar var að íbúðin væri séreign að sökum ígildisreglunnar. M bar fyrir sig að hafa
Séreignir renna ekki í óskipt bú.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Getur séreign hætt að vera séreign?

A

Eign sem varð séreign skv. Kaupmála hjóna getur hætt að vera séreign við breytingu eða afturköllun kaupmála, sbr. 88.gr. hjskl, þegar tímamark kaupmálans eða skilyrði eru uppfyllt, við ógildingu kaupmálans eða riftun, við skilnað hjóna (nema ef að þau taka samvistum aftur, skv. 35. gr. hjskl.), við andlát annars hjóna eða að séreigning eyðileggst. Varðandi lögmæltu séreignarákvæðin þá verður að skoða hvert þeirra fyir sig.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Sönnunarbyrgði

A

Þar sem að meginreglan er að eignir hjóna séu hjúskapareignir ber sá sem heldur því fram að eign sé ekki hjúskapareign sönnunarbyrðina fyrir því, sbr. hrd. Jörðin Hagavík en þar deildu M og K um hvort að jörðin Hagavík væri öll séreign eða ekki. M átti hluta í jörð að séreign skv. kaupmála en svo keypti hann stærri hluta í jörðinni með hjúskapareign sinni. M varð að sanna að allt í eigninni væri séreign hans. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að K ætti rétt á endurgjaldskröfu þar sem hjúskapareign M hefði farið í séreignina. Í hrd. Vilji hjónanna komst Hæstiréttur að því að eign væri séreign K þar sem það þótti sýnt að það hefði verið vilji hjónanna að eignin væri séreign K.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Þar sem að hvort hjóna ber ábyrgð á sínum skuldum hvort sem þær hafa stofnast fyrir hjúskapinn eða síðar skv. 4.gr. og 67.gr. hjskl.

A

Þar sem að hvort hjóna ber ábyrgð á sínum skuldum hvort sem þær hafa stofnast fyrir hjúskapinn eða síðar skv. 4.gr. og 67.gr. hjskl. þá geta skuldheimtumenn almennt ekki gengið að hjúskapareign né séreign annars vegna skulda hins, sbr hrd saumavél en þar voru atvik þau að K og M voru í hjúskap en M varð gjaldþrota og komu því skuldheimtumenn sem ætluðu að hirða allt sem þeir gátu upp í skuldirnar með fjárnámi á heimili M og K. K tókst að sanna að ýmsilegt eins og t.d. saumavél væru hjúskapareign hennar en ekki voru til skýrar eignarheimildir fyrir því að K ætti þetta og voru því kölluð til vitni sem gátu staðfest eignarhald hennar. Skuldheimtumennirnir máttu því ekki taka það sem var hjúskapareign K.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Ráðstöfunarréttur - takmörkun

A

Þó að eitt hjóna eigi séreign sem er eign þess í skilningi eignarréttar eru takmarkanir á eignarréttinum sem leiða af hjúskapnum. Það má ekki selja séreign né hjúskapareign sem er fasteign án skriflegs samþykkis maka ef hún er heimili fjölskyldunnar, sumarbústaður fjölskyldunnar eða ef atvinnurekstur beggja hjóna eða hins er þar, skv. 60. gr. og 62. gr hjskl. Einnig má ekki leigja þessar fasteignir né segja upp leigu án samþykkis maka og ekki má selja lausafé sem ætlað er til persónulegra nota fyrir hinn makann eða börn þeirra, skv. 61. gr., 60. gr. og 62. gr. Ef að fasteign af þessu tagi er seld án samþykkis skiptir ekki máli hvort að kaupandi hafi verið grandlaus eða ekki en ef að um lausafé er að ræða þá skiptir það máli þar sem ekki er rift þeim kaupum, skv. 65. gr. hjskl. Í hrd. Stóra-Hof voru atvik þau að M seldi jörð sína en salan var ógild þar sem að K hafði ekki veitt skriflegt samþykki sitt fyrir sölunni sem hún þurfti að gera þar sem að jörðin var lögheimili hennar og þótti samkvæmt lögum bústaður fjölskyldunnar. Í hrd. Víðimelur voru atvik þau að M átti fasteign sem að hann og K bjuggu í en þau bjuggu einungis á einni hæð í húsinu, deilt var um hvort að M mætti selja kjallara fasteignarinnar án samþykkis K. Hæstiréttur rifti sölunni og sagði að samþykki K hefði þurft, þó að kaupandinn var grandsamur var samt hægt að rifta sölunni þar sem um fasteign var að ræða. Einungis sá sem veitti ekki samþykki sitt fyrir sölu/veðsetning/leigu á eign sem er fyrir fjölskylduna getur krafist ógildingar á því, sbr. hrd. Miðholt þar sem að Hæstiréttur hafnaði því að M gæti höfðað mál vegna þess að hann tók veð í eign að K óafvitandi, K þyrfti að gera það. Í hrd. Bíll M til persónulegra nota K voru atvik þau að M seldi bíl sinn en K krafðist þess að sölunni yrði rift þar sem að bíllinn hefði alfarið verið fyrir hana til að nota og því mætti M ekki selja hann án hennar samþykkis. Hæstiréttur féllst á kröfu K skv. 61. gr. hjskl. og var kaupunum rift þar sem að kaupandinn, sem var kærasta M, var ekki talin grandlaus, skv. 65. gr. hsjkl.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly