Skáskipti Flashcards

1
Q

Skáskipti - Skilyrði

A

Víkja má frá helmingaskiptareglunni að vissum skilyrðum, skv. 104.gr. en það er kallað skáskipti. Skilyrði skáskipta eru að skiptin yrði bersýnilega ósanngjörn fyrir annað hjóna ef að helmingaskiptareglu yrði beitt. Til að komast að því hvort að skipti yrðu bersýnilega ósanngjörn með helmingaskiptareglunni er litið til:

Fjárhagslegrar samstöðu hjóna

Lengd hjúskapar

Einnig er litið til ef annað hjóna hefur flutt í búið verulega meira í búið

Ef annar erfði mikla peninga eða fékk að gjöf

Aukningar á eignum fyrir tilstilli hins

Heildarstaðan skoðuð

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Fjárhagslegar samstaða hjóna

A

Fjárhagslegar samstöðu hjóna, þ.e. hvort að fjárhagsleg samstaða hefur verið mikil eða lítil, ef að hún var lítil eru meiri líkur á að fá skáskipti. Ef að hjónin hafa verið lengi í sambúð og eiga börn saman eru m.a. líkur á mikilli fjárhagslegri stöðu. Í Lrd. 8 ár, lítil samstaða komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að skáskipti væru heimiluð vegna þess að það væru lítil fjárhagslegsamstaða milli þeirra.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Lengd hjúskapar

A

Lengd hjúskapar, þ.e. því styttri sem hjúskapurinn varði því mun meiri líkur eru á að fá skáskipti. Samkvæmt dómaframkvæmd Hæstaréttar má sjá að Hæstiréttur telur að mörkin liggi í kringum 3 ára hjúskap, hvort hann hafi verið langur eða stuttur. Hæstiréttur lítur í þessu tilliti einungis til hjúskapartímans en sambúðartíminn getur veitt vísbendingu um fjárhagslega samstöðu. Í hrd. Rauðilækur krafðist M þess að helmingaskiptareglunni yrði beitt en K vildi beita reglunni um skáskipti og taka til sín íbúð sem hún greiddi skuldirnar af. M vildi meina að telja ætti lengd hjúskapar þeirra frá því þau byrjuðu að búa saman, þá væru þetta 5 ár í stað 2 ár en Hæstiréttur féllst ekki á það heldur féllst á kröfu um skáskipti þar sem lítil fjárhagsleg samastaða hefði myndast og ekki langur hjúskapur. Í hrd. 3 ár er ekki skammur tími vildi M að beitt yrði skáskiptum við skilnað hans og K en Hæstiréttur samþykkti það ekki m.a. með vísan til þess að sambúðartími hefði verið talsverður (var 3 ár).

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

flutt í búið

A

Einnig er litið til ef annað hjóna hefur flutt í búið verulega miklu meira en hitt við hjúskaparstofnun, sbr hrd Rauðilækur þar sem átti eign áður en hún gekk í hjúskapinn og kom það utan skipta gegn því að hún tæki að sér að greiða áhvílandi veðskuldir

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Arfur, gjöf

A

Ef annar erfði mikla peninga eða fékk að gjöf, þá eru meiri líkur á að hann geti krafist skáskipta á arfinum eða gjöfinni. Í hrd. sanngirni, eignarhlutar voru atvik þau að K krafðist þess við skilnað sinn og M að hún fengi að halda eignum sem hún hafði fengið í arf frá foreldrum sínum og bar fyrir sig 104. g.r hjskl. Hæstiréttur féllst ekki á þetta m.a. að sökum þess að svo langt væri liðið síðan að hún hefði fengið eignirnar, hjúskapur hennar og M var langvinnur og enginn kaupmáli hafi verið gerður. Í hrd. Vesturberg voru atvik þau að K krafðist þess að skáskiptareglunni yrði beitt við skilnað sinn og M þar sem hún hefði fengið íbúð þeirra að gjöf og þau hafi einungis verið gift í um 3 ár. Hæstiréttur féllst ekki á þetta vegna þess að þrátt fyrir stutt hjónaband var ljóst að fjárhagsleg samstaða hefði komist á milli hjónanna og að M hefði lagt mikið í búið.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Aukningar á eignum

A

Einnig er litið til aukningar á eignum fyrir tilstilli hins, þ.e. ef að t.d. einn makinn var heimavinnandi að passa börnin og sjá um heimilið á meðan hinn vann fyrir öllum peningnum er ólíklegra að sá sem vann úti getur krafist skáskipta því sá sem var heima gerði honum kleift að auka eignir sínar. Einnig ef að einn maki sá um að borga skuldir á eignum en hinn lagði ekkert fram getur þau aukið líkur makans sem auk eignirnar til að fá skáskipti.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Heildarstaðan

A

Það er ekki eitthvað eitt af þessu sem ræður úrslitum, heldur er heildarstaðan skoðuð þegar ákveðið er hvort að heimila eigi að víkja frá helmingaskiptareglunni. Frávikum frá helmingaskiptareglu er einnig hægt að beita til hagsbóta fyrir erfingja, skv. 3. mgr. 104. gr. Það er ekki alltaf krafist skáskipta á öllum eignum hjóna heldur er oft krafist skáskipta á kannski bara einni eign. Stundum fer Hæstiréttur milliveginn og fellst að nokkru leyti á skáskiptaregluna þ.e. á einhverjum hluta af eignum en ekki öllum, sbr. hrd. Skáskipti og helmingaskipti en þar hafði M krafist skáskipta vegna þess að hann og K höfðu einungis verið gift í 1 ár, M hefði komið með meirihlutann af eignum þeirra í búið og fjárhagsleg samstaða var ekki mikil. Niðurstaða Hæstaréttar var sú að M tæki ¾ eigna og ¼ eigna yrði skipt skv. 103. gr. hjskl. helmingaskiptareglunni. (er ekki viss með þennan dóm)
Í hrd. Hamraborg tókst K að sanna að hún hefði keypt eignina Hamraborg en M sem hélt því fram að hann ætti hluta af íbúðinni tókst ekki að sanna það, hann gat m.a. ekki komið með neinar kvittanir. Þar beitt skáskiptum og K fékk íbúðina.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly