Skilnaður að borði og sæng & lögskilnaður Flashcards

1
Q

skabos

A

Samkvæmt 33. gr. hjskl ber að veita hjónum skilnað að borði og sæng ef þau eru sammála um það. Maki, sem telur sig ekki geta haldið hjúskap, á þó ávallt rétt á skilnaði að borði og sæng, sama þó að hinn makinn vilji það ekki, skv. 34. gr. hjskl. Ef hjón eru sammála um að fá skilnað skilnað að borði og sæng þá sér sýslumaður um að veita skilnaðinn en ef hjónin eru ósammála þá sjá dómstólar um að veita skilnaðinn, skv. 41. gr. hjskl. Skilnaður að borði og sæng er gildur þegar að skilnaðarleyfi hefur verið gefið út, sbr. Hrd. Skilnaðarleyfi/Andlát en þar voru atvik þau að M og K voru að skilja, síðan deyr M. Sýslumaðurinn var að vinna í skilnaði þeirra en þó var ekki búið að staðfesta og gefa skilnaðarleyfið þeirra út þegar M dó. Þar sem skilnaðarleyfið hafði ekki verið staðfest áður en M dó þá var K erfingi hans því þau voru enn gift þegar hann dó.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Hvað fellur niður

A

Við skilnað að borði og sæng fellur niður trúmennskuskyldan, samvistarskyldan, samsköttunin, lífeyrisjóðsréttindi og fl. En framfærsluskyldan helst og ekki má giftast öðrum fyrr en lögskilnaður hefur verið veittur.
erfðaréttur fellur niður einnig

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

skilyrði Skabos

A

Til að fá skilnað að borði og sæng þarf að uppfylla viss skilyrði. Forsjá barns og framfærslulíffeyri með því skal skipa, skv. 44. gr. hjskl. (búið að fá sáttavottorð, staðfestan samning um forsjá eða málhöfðun og staðfestan samning um meðlag eða kröfu hjá sýslumanni) og líka hvernig mál verða varðandi framfærslulíffeyri með maka, skv. 1. mgr. 50. gr. Einnisg þarf að vera komið samkomulag milli hjóna um fjárskipti, þ.e. staðfestan fjárskiptasamning sbr. 95. gr. hjskl. eða yfirlýsingu beggja um eignaleysi eða úrskurð um að bú hafi verið tekið til opinberra skipta skv. 96. gr. Ágreiningur foreldra um forsjá og framfærslueyri kemur hins vegar ekki í veg fyrir að skilnaður verði veittur að kröfu annars hjóna, að öðrum skilyrðum fullnægðum, sbr. 2. mgr. 44. gr. Einnig þarf að leggja fram sáttavottorð ef hjón eiga börn saman sem eru ósjálfráða og þau hafa forsjá yfir, sbr. 42. gr. hjskl. Einhliða yfirlýsing um eignaleysi dugir ekki, sbr. hrd. Einhliða yfirlýsing dugar ekki en þar gat Hæstiréttur ekki veitt M og K leyfi til skilnaðar að borði og sæng vegna þess að einungis K hafði borið við eignaleysi skv. 95. gr. en ekki M, bæði urðu að gera það. Í hrd. Skilnaður fyrir dómi veitti Hæstiréttur M og K ekki skilnað þar sem þau höfðu ekki komist að samkomulagi varðandi fjárskipti sín og ekki hafði verið krafist opinberra skipta og braut það gegn 44. gr. hjskl.
* 33.gr. – sammála um skabos
* 34. gr. - sem kveður á um að maki sem telur sig ekki geta haldið áfram hjúskap getur leitað skilnaðar að borði og sæng og ber að veita honum leyfi til slíks skilnaðar
* 35.gr. – Réttaráhrif skabos falla niður ef beiðni þess efnis berst sýslumanni frá báðum hjónum
o Þetta er ný breyting í lögum
o Danskur dómur T: FA 2000. 73 C: 8 mánuðir, aðskildur hluti húsnæðis, aðskilinn fjárhagur og ekki náið samlíf = ekki fallið niður
 Þetta var þegar lögin voru öðruvísi

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Lögskilnaður

A

Lögskilnaður: Ef að hjón eru sammála um að leita lögskilnaðar geta þau fengið hann 6 mánuðum frá því að leyfi var gefið út til skilnaðar að borði og sæng eða dómur gekk, skv. 1.mgr. 36. gr. hjskl. Hvor maki um sig á þó rétt á lögskilnaði eftir að 6 mánuðir er liðið frá því að leyfi var veitt til skilnaðar að borði og sæng eða dómur gekk, skv. 2. mgr. 36. gr. Ef hjón hafa verið slitin samvistum vegna ósamlyndis í tvö ár hið skemmst getur hvort þeirra krafist lögskilnaðar, skv. 37. gr. hjskl. Ef annað hjóna hefur brotið 11. gr. laganna og var þegar í hjúskap er það giftist öðrum getur hitt hjóna krafist lögskilnaðar, skv. 38. gr. Ef annað hjóna fremur hjúskaparbrot eða sýnir af sér atferli sem jafna má til þess þá getur hitt krafist lögskilnaðar, skv. 39. gr. hjskl. Þó er ekki hægt að krefjast lögskilnaðar vegna hjúskaparbrot ef háttsemin átti sér stað eftir skilnað að borði og sæng. Tímafrestir, skv. 39. gr. hjskl. Hægt er að krefjast lögskilnaðar strax ef annað hjóna hefur orðið uppvíst að líkamsárás eða kynferðisbroti gagnvart hinu eða barni á heimili þeirra, þá getur hitt krafist lögskilnaðar, skv. 40. gr. hjskl.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Hverjir veita leyfi

A

Sýslumenn og löglærðir fulltrúar veita leyfi til lögskilnaðar skv. 41.gr. hjskl. Til að fá lögskilnað þarf að uppfylla viss skilyrði, skv. 44. gr. hjskl. Forsjá barns og framfærslulíffeyri með því skal skipa (búið að fá sáttavottorð, staðfestan samning um forsjá eða málhöfðun og staðfestar samning um meðlag eða kröfu hjá sýslumanni). Einnig þarf að vera komið samkomulag milli hjóna um fjárskipti, þ.e. staðfestan fjárskiptasamning skv. 95. gr. hjskl. eða yfirlýsingu beggja um eignaleysi skv. 95. gr. eða úrskurð um að bú hafi verið tekið til opinberra skipta skv. 96. gr. Ágreiningur foreldra um forsjá og framfærslueyri kemur hins vegar ekki í veg fyrir að skilnaður verði veittur að kröfu annars hjóna, að öðrum skilyrðum fullnægðum, skv. 2. mgr. 44. gr. Einnig þarf að leggja fram sáttavottorð ef hjón eiga börn saman sem eru ósjálfráða og þau hafa forsjá yfir, skv. 42. gr. hjskl. Þeir skilnaðarskilmálar, sem hjón hafa komið sér saman um eða ákveðnir hafa verið með öðrum hætti í tilefni skilnaðar að borði og sæng, gilda einnig eftir að lögskilnaður er fenginn nema annars hafi verið getið þegar skilnaður að borði og sæng var veittur, skv. 45. gr. hjskl. Framfærslulífeyrir með maka eftir lögskilnað verður þó ekki veittur nema sérstaklega standi á, skv.. 2. mgr. 50. gr. hjskl og 45. gr. hjskl.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Réttaráhrif

A

Réttaráhrif lögskilnaðar eru nánast algert brottfall á öllu sambandi en þó ekki alveg, t.d. má ekki dæma í máli fyrriverandi maka síns og hægt er að skerast undan vitnaskyldu

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly