Túlkun erfðaskráa Flashcards

1
Q

túlkun

A

Með túlkun er átt við þá hugarstarfsemi að skýra eða birta eðli einhvers. Nánar tiltekið: túlkandinn leitast við að gera sér og oft einnig öðrum grein fyrir því, hvaða skiling beri að leggja í hlutaðeigandi löggerning.
Erfðaskrár þarfnast túlkunar. Margt líkt með túlkun erfðaskrár og almenns lögernings á fjármunaréttarsviði, en einn munurinn er að í erfðaréttinum er lögð miklu meiri áhersla á gildi vilja löggerningsgjafa.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Túlkunarstarfsemi greind í tvo meginþætti:

A

Gróin hefð er fyrir því, að túlkunarstarfsemi verði greind í tvo meginþætti eftir eðli sínu. Gildir það bæði á sviði erfðaréttar sem hins almenna samningaréttar. Hér er um að ræða svonefnda skýrandi túlkun, annars vegar og fyllandi túlkun hins vegar.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Skýrandi

A

Skýring löggernings: Beinist að því að draga ályktun um merkingu viljayfirlýsingar af orðalagi hennar eða öðru því hátterni, sem yfirlýsingargjafi tjáði sig með við stofnun hlutaðeigandi löggernings. Má greina í tvo þætti: Almena skýringu og leiðréttandi skýringu.

  • Almenn skýring: Sú niðurstaða, sem skýringin leiðir til, verður að byggja á texta skjalsins og eiga sér næga stoð þar. Líta til eðlislegs málfars, en stundum litið til afbrigðilegs málfars arfleifanda. Hrd. Barnaspítali Hringsins: Í erfðaskrá var Barnaspítali Hringsins arfleiddur að eignum en enginn slíkur aðili var lögformlega til. Hins vegar var til kvenfélag sem hét Hringurinn og það rak barnaspítalasjóð. Kvenfélagið Hringurinn og Landspítalinn gerðu bæði tilkall til arfisins. Reynt var að finna út hver vilji arfleifanda var. Landspítalinn fékk arfinn. Kvenfélagið sýndi m.a. bréfsefnið frá þeim til að reyna að sýna fram á að sjóðurinn þeirra væri þekktur sem slíkur, en án árangurs. Barn arfleifanda hafði verið lagt inn á deild Landspítalans en ekki hafði verið sýnt fram á nein tengsl við kvenfélagið.Hrd. Séreign barna þar sem stóð í erfðaskrá “vil ég að börn geri arfinn að séreign” þetta er ekki nógu skýrt þannig arfur var ekki talinn séreign í hjúskap
  • Leiðréttandi skýring: Grafist skal fyrir um það, hvað arleifandi ætlaði sér og villur leiðréttar í samræmi við það, sé þess nokkur kostur, sbr Hrd. Kattavinafélagið þar sem K arfleiddi kattavinafélagi akureyrar arfi sínum en það var ekki til. Svo stóð að ef búið var að leggja það niður ætti kattavinafélag reykjavíkur að fá arfinn en það var ekki heldur til, heldur aðeins kattavinafélag íslands. Vilji K leiddi ótvírætt í ljós að hún vildi að kettir myndu njóta góðs af arfinum og taldi HR að skilyrði fyrir 2.mgr.37.gr. Um mistök eða misritun í erfðaskrá væri fullnægt og arfleiddi kattavinafélag íslands konuna.
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Fyllandi túlkun

A

Fylling er hins vegar sú túlkunarstarfsemi nefnd, sem gengur framar skýringu varðandi það að marka réttaráhrif löggernings á grundvelli almennra viðmiðana, þ.á.m. venju eða annarra réttarheimilda. Á fyllingu reynir, þegar skýringu sleppir, þ.e. þegar fullnægjandi lausn um skilning á löggerningnum þykir eigi hafa fengist með skýringunni einni, og beitt er hlutlægri nálgun að markmiði. Ein fyllingarregla er lögfest í erfðalögunum, 53. gr. el. Þar segir, að ef arfleifandi hafi arfleitt tvo men eða fleiri í erfðaskrá, en hafi hvorki greint þar um erfðahluti þeirra eða rök arftakanna, skulu allir arftakarnir fá jafnan erfðahlut. Sé um einstaklega ákveðinn hlut að ræða (að arfleifandi hafi sagt að tiltekin aðili skuli hljóta þennan tiltekna hlut en ógerningur reynist að gera það, t.d. vegna þess að hluturinn finnst ekki) er meginreglan sú að hlutaðeigandi erfingja verður ekki afhentur annar hlutur í staðinn eða keyptur verði annar sams konar hlutur í staðinn af fjármunum búsins. Hafi bréferfingi andast á undan arfleifanda er meginreglan sú að lögerfingjar þess bréferfingja taki ekki þann arf, er honum var ætlaður, nema arfleifandi hafi með einhverjum hætti gefið slíkt til kynna í arfleiðslugerningi sínum. Gamankunn fyllingarregla: Ef það eru tvær erfðaskrár sem ekki er hægt að túlka ,,saman” þá gengur yngra erfðaskrárákvæðið fyrir eldri. Hrd. Stjúpsonur: M gerði þrjár erfðaskrár, 1945, 1952 og 1956. Þær samrýmdust ekki að öllu leyti og deilt var um hvað skyldi gera við því. Lögerfingjar M vildu aðeins að þriðja erfðaskráin yrði tekin til greina, en hinar fundust ekki í fórum hans og sögðu þeir það benda til þess að þeim væri sama um erfðaskrárnar, hæstiréttur féllst ekki á þetta. Hins vegar þótti það ljóst að M hefði viljað svifta H, sem að átti að taka arf skv. erfðaskrá frá 1945, arfi sínum og því voru erfðaskrár frá 1950 og frá 1956 til fyllingar lagðar til grundvallar.
Hrd. stjúpsonur þar sem reynt að túlka saman 2 erfðaskrár, hversu mikið átti að afturkalla, niðurstaða hér var að hluta. Svo liggur sönnunarbyrði á afturköllun hjá þeim sem vill byggja rétt sinn á afturköllun og þarf sá að sanna, að arfleifandi framkvæmdi tiltekna athöfn eða löggerning og það hafi verið raunverulegur vilji arfleifanda

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q
A
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly