umgengni Flashcards

1
Q

Barn á rétt á?

A

Barn á rétt á að umgangast með reglubundnum hætti það foreldra sinna sem það býr ekki hjá, sbr. 46. gr. bl. Þá er réttur til umgengni einnig dreginn af 7. gr. Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins en þar segir að barn á, eftir því sem unnt er, rétt á því að njóta umönnunar beggja foreldra sinna. Í 3. mgr. 9. gr. sömu laga er tekið fram að virða eigi rétt barns sem skilið hefur verið frá foreldri til að halda persónulegum tengslum og beinu sambandi við foreldri með reglubundnum hætti. 46. gr. a. um umgengni barna við aðra en foreldra.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Samið um

A

Foreldrar geta samið um umgengni en dómstólar sem eru þegar að leysa úr forsjár- eða lögheimilismáli geta einnig leyst úr um hvernig umgengni skuli vera, sbr. 34. gr. bl. og sbr. Hrd. Umgengnisdómur en þar deildu M og K fyrst um forsjá í héraði en svo féll M frá kröfunni en þau deildu enn um umgengni og fór í Hæstarétt með það. Dómstólar geta líka ákveðið umgengni til bráðabirgða, 35. gr. Sýslumaður sker yfirleitt úr hreinræktuðum umgengnismálum, sbr. 47. gr. hjskl., á að taka skemmri tíma og vera ódýrara heldur en að leita til dómstóla. Sýslumaður getur úrskurðað um umgengni til bráðabirgða, skv. 47. gr. a. Sýslumaður getur leitað álits, 74. gr. Úrskurðum sýslumanns má skjóta til ráðuneytis. Sýslumaður þarf ekki að staðfesta samninga um umgengni en hann getur gert það að ósk foreldra. Dómarar/sýslumenn geta dæmt/úrskurðað umgengni og inntak hennar, synjað umgengni eða úrskurðað umgengni en ekki inntak hennar. Í hrd. Neysla fékk M forsjá barns hans og K þar sem K var í neyslu og óreglu og þurfti á langvarandi meðferð að halda en ekki var fallist á að dæma um inntak umgengni í ljósi neyslu hennar þar sem hún var ekki talin geta tryggt öryggi barnsins.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Hvað er litið til vegna ákvörðun um umgengni

A

Við ákvörðun á því hversu mikil umgengni eigi að vera er almennt litið til tengsla barna við foreldri, stöðugleika, búsetu, vilja barns og fl., sbr. 1. mgr. 47. gr. bl. Aldur barns skiptir máli í sambandi við inntak og framkvæmd umgengni. Miklu máli skiptir geta barns á unga aldri til að vera aðskilið frá aðalumönnunaðila sínum og til að takast á við breytingar á aðstæðum. Börn sem eru komin á skólaaldur ráða almennt betur við mikla umgengni og ólíkt umhverfi, heldur en mjög ung börn. Því eldra sem barnið er þá ræður það almennt betur við meiri umgengni.
Í athugasemdum með 46. gr. bl. kemur fram að almennt er miðað við að það teljist lágmarksumgengni að barn dveljist aðra hverja helgi hjá því foreldri sem það býr ekki hjá. Þetta er þó ekki föst regla, þ.e. umgengni getur verið minni en þetta ef það er barninu fyrir bestu.
Hægt er að dæma að umgengni verði vika/vika en það virkar einungis í undantekningartilvikum, sbr. hrd. Afstaða til viku/viku en þar höfðu M og K samið um að umgengni barna þeirra yrði vika/vika og dómarinn sagði að það virkaði bara í undantekningartilvikum (þar sem börn þyrftu stöðugleika), þegar foreldrar búa nálægt hvort öðru eða það er mjög tímabundið.
Öll systkin fá ekki endilega jafn mikla umgengni, sbr. Hrd. Átök um umgengni en þar fékk eitt barn viku/viku umgengni en hin minni umgengni.
Meginreglan er sú að foreldri sem nýtur umgengnisréttar greiði kostnað vegna umgengninnar, þar á meðal kostnað við flugferð barns sbr. athugasemdir með 47. gr. bl. Það eru þó undantekningar á þessu, ef annað foreldra er mun fjárhagslega sterkara en hitt, sbr. 2. mgr. 47.gr a. bl.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Tálmun

A

Ef að umgengni á sér ekki stað sökum tálmunar hins foreldris þá er unnt að krefjast dagsekta, skv. 48. gr. Áður verður þó að hafa farið fram sáttaumleitan. Ef að foreldri heldur áfram að tálma þrátt fyrir úrskurð um dagsektir og fjárnám fyrir þeim er mögulegt að krefjast aðfarar og sækja barn til að þvinga fram umgengni, skv. 50. gr. Í hrd. Innsetning/vilji krafðist K þess að dætur hennar yrðu teknar ú umráðum M með beinni aðfarargerð en lögheimili þeirra var hjá K en sameiginleg forsjá. Báðar dæturnar vildu búa hjá M, þær voru orðnar nokkuð gamlar og litið var m.a. til skýrslu sálfræðings og var kröfu K hafnað. Í hrd. Miklar umgengistálmanir áttu M og K í miklum deilum um börn sín og hafði M ítrekað fengið beitt ítrustu úrræðum laga til að fá umgengni framfylgt.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q
A
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly