Undirstöðusjónarmið í hjúskaparrétti Flashcards

1
Q

Hver eru helstu undirstöðusjónarmið í hjúskaparrétti?

A

Helstu undirstöðusjónarmið í hjúskaparrétti eru jafnrétti, samstaða og sjálfstæði. Jafnréttið felst í því að hjón eru jafnrétthá í hjúskapnum. Samstaðan felst í því að hjón hafa að mörgu leyti órjúfanlega samstöðu og deila ábyrgð á velferð fjölskyldunnar. Í sjálfstæði felst að hjón eru sjálfstæðir einstaklingar og hvort um sig ber að meginstefnu ábyrgð á fjármálum sínum.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Jafnrétti

A
  1. gr. hjskl. kveður á um að hjón skuli vera jafnrétthá í hjúskap sínum og bera jafnar skyldur hvort gagnvart öðru og börnum sínum. Þetta er mikilvægt ákvæði en hjón hafa ekki alltaf verið jafnrétthá í hjúskap heldur voru karlmennirnir í hjúskapnum rétthærri en konurnar einu sinni. Ákvæðið fjallar einnig um trúmennsku, að hjónum beri að styðja hvert annað og gæta sameiginlegra hagsmuna heimilisins og fjölskyldu. Segja má því að jafnrétti hjóna og samstaða tengist en í 2. mgr. 2. gr. er kveðið á um að hjón eigi í sameiningu að annast uppeldi barna sinna, sjá þeim farboða og hjálpast að við að framfæra fjölskylduna.
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Samstaða

A

Segja má því að jafnrétti hjóna og samstaða tengist en í 2. mgr. 2. gr. er kveðið á um að hjón eigi í sameiningu að annast uppeldi barna sinna, sjá þeim farboða og hjálpast að við að framfæra fjölskylduna. Nánar er fjallað um ábyrgð hjóna á framfærslu fjölskyldu sinnar í VII. kafla hjúskaparlaganna. Hjón bera sameiginlega ábyrgð á framfærslu fjölskyldunnar, skv. 46. gr. hjskl. Framfærsluframlög hjóna eru fólgin í peningagreiðslu, vinnu á heimili eða öðrum stuðningi við fjölskyldu, sbr. 47. gr. hjskl. Ef að fjárframlög, sem annað hjóna á að inna af hendi nægir ekki til að fullnægja sérþörfum þess og barna eða þörfum heimilisins á viðkomandi þá kröfu á að hitt láti honum eða henni í té peningafjárhæð sem með þarf, skv. 2. mgr. 47. gr. Ef annað hjóna vanrækir framfærsluskyldu sínar þá skal gera eftir kröfu hins því að greiða hinu fé, skv. 48. gr. Sýslumaður leysi úr þeim kröfum og ákveðum fjárframlög með úrskurði, skv. 49. gr.
En þó að þessi samstaða eigi að vera á milli hjóna þá er líka visst sjálfstæði í hjúskap en hvort hjóna ræður yfir eign sinni og svarar til skulda sinna eftir því sem fyrir er mælt í lögum, skv. 4. gr. Hvort hjóna ber ábyrgð á þeim skuldbindingum sem á því hvíla hvort sem þær hafa stofnast fyrir hjúskapinn eða síðar, skv. 67. gr. hjskl. Hjón eru fjárhagslega sjálfstæð innbyrðis og geta því m.a. gerst bótaábyrg gagnvart hvoru öðru, sbr. hrd. Bílslys en þar lentu hjónin M og K í árekstri og var M að keyra. K hlaut talsverðan skaða og fór í mál þar sem Hæstiréttur dæmdi M til að greiða henni bætur vegna tjónsins.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Sjálfstæði

A

En þó að þessi samstaða eigi að vera á milli hjóna þá er líka visst sjálfstæði í hjúskap en hvort hjóna ræður yfir eign sinni og svarar til skulda sinna eftir því sem fyrir er mælt í lögum, skv. 4. gr. Hvort hjóna ber ábyrgð á þeim skuldbindingum sem á því hvíla hvort sem þær hafa stofnast fyrir hjúskapinn eða síðar, skv. 67. gr. hjskl. Hjón eru fjárhagslega sjálfstæð innbyrðis og geta því m.a. gerst bótaábyrg gagnvart hvoru öðru, sbr. hrd. Bílslys en þar lentu hjónin M og K í árekstri og var M að keyra. K hlaut talsverðan skaða og fór í mál þar sem Hæstiréttur dæmdi M til að greiða henni bætur vegna tjónsins.
Einnig er fjárhagslegt sjálfstæði hjóna gagnvart þriðja manni, þ.e. skuldheimtumaður eins hjóna má ekki taka eignir hins til að borga skuldirnar hvort sem það er séreign eða hjúskapareign, sbr. hrd. Óheimilt fjarnám en þar voru atvik þau að fjárnám var gert í eign annars hjóna, K, vegna skulda manns hennar, M. Hæstiréttur ógilti fjárnámsgerðina þar sem að annað hjóna ber ekki ábyrgð gagnvart skuldum hins. Í hrd. Hússölu rift voru atvik þau að K átti hús að séreign en seldi M og föður hans húsið til að greiða upp skuldir þeirra. K var einnig mjög skuldug og varð gjaldþrota og kröfðust skuldheimtumenn hennar að sölu hennar á húsinu yrði rift. Hæstiréttur samþykkti að ógilda söluna þar sem að bannað er að greimar sumar skuldir en aðrar ekki (það er ákveðin kröfuröð) og jafnframt bæri K ekki ábyrgð á skuldum manns síns.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

undantekningar á skuldaábyrgð hjóna

A

Það eru undantekningar á skuldaábyrgð hjóna. Skattaskuldir eru frávik frá meginreglunni um aðskilda skuldaábyrgð, skv. 116. gr. laga um tekjuskatt nr. 90/2003 og 30. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr 4/1995. Þannig að skatturinn má ganga að báðum hjónum óháð því hvort átti tekjurnar en ef að annað hjóna þarf að greiða skattaskuldir hins þá á það kröfu á hitt um að greiða sér. Í hrd. Krafa vegna skatta maka voru atvik þau að annað hjóna, M, varð gjaldþrota en hjónin skiptu á milli síns án þess að skilja en skildu svo seinna. K hefur nýtt líf og kaupir sér íbúð en síðan kom skatturinn og vildi gera fjárnám í íbúð hennar vegna skattaskulda M. K reyndi að halda því fram að tekjurnar væru ekki frá hjúskaparárunum, að þau höfðu verið búin að slíta fjárfélagi sínu fyrir löngu og ekki væri hægt að ganga eftir eign sem hún keypti eftir skilnaðinn en þessar mótbárur hennar högguðu ekki rétti skattins sem Hæstiréttur staðfesti að mátti krefja K um að borga þessar skuldir.
Einnig má líka segja að önnur undantekning sé að ef að annað hjóna situr í óskiptu búi þá tekur það við skuldum hins, skv. 12. gr. erfðalaga nr. 8/1962.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Skuldbinda hitt hjóna

A

Annað hjóna getur ekki skuldbundið hitt nema samkvæmt sérstakri heimild, skv. 68. gr. Í 69. og 70. gr. er fjallað um hvenær að annað hjóna megi skuldbinda hitt en hvoru hjóna er heimilt gagnvart þriðja manni að gera á ábyrgð beggja samninga sem venjulegir eru vegna sameiginlegs heimilishalds, svo og vegna þarfa barna og sérþarfa þess maka er stendur að samningi, gildir einnig um leigu húsnæðis sem ætlað er til sameiginleg heimilis hjónana. Ef annað hjóna getur eigi gætt fjármálefna sinna vegna fjarveru eða veikinda þá er hinu heimilt að gera nauðsynlegar ráðstafanir fyrir hönd maka síns svo að skuldbindi hann. Í hrd. Húsaleiga sagði Hæstiréttur að banki sem keypt hefði eign M og K á nauðungauppboði mætti krefja þau um leigu þótt bankinn hefði einungis verið búinn að vera í samskiptum við M um leigu.

Eignir í hjúskap eru annaðhvort hjúskapareignir eða séreignir. Þó að hvor maki eigi sína hjúskapareign sjálfur þá koma þær til skipta við skilnað til helminga (nema undantekningar eins og t.d. skáskipti eigi við) og er það m.a. vegna þess að hjón hafa átt í mikilli samstöðu í hjúskap sínum og er þá ekki alltaf skýrt hver átti hvað. En ef hjón vilja ekki eiga í eins mikilli samstöðu geta þau gert hjúskapareignir sínar að séreignum með kaupmála og tryggir það þá visst sjálfstæði á eignum þeirra.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly