Verðmæti sem geta fallið undir skipta við skilnað hjóna Flashcards

1
Q

102.gr. hjskl

A

Fjallað er um verðmæti sem geta fallið utan skipta við skilnað hjóna í 102. gr. hjskl. Maki getur krafist að þau verðmæti sem fram koma í ákvæðinu muni ekki koma undir skiptin hvort sem um er að ræða hjúskapareignir makans sjálfs eða hins makans.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Meginreglan

A

Meginreglan er að persónubundin réttindi séu hjúskapareignir, skv. 57. gr. hjskl. Persónubundin réttindi geta þó fallið utan skipta, skv. 102. gr. Persónubundin réttindi eru t.d. lífeyrisréttindi, mjög persónubundnir verðlitlir munir og tryggingabætur, og getur maki krafist þess að þau verðmæti komi ekki undir skiptin hvort sem um er að ræða hjúskapareign hans sjálfs eða hins hjónanna. Ef ósanngjarnt þykir að persónubundnu réttindin koma í hlut eins þá getur verið hægt að krefjast þess að fá hluta af þeim og reynir oft á þetta varðandi lífeyrisréttindi. Þegar litið er til þess hvort að maki eigi að fá af lífeyrisréttindum hins maka er skoðað aflahæfi hvors hjóna, aldur þeirra, hver sjái um börnin, tekjur, hver gerði hverjum kleyft að afla sér meiri lífeyrisréttinda og fl. Í hrd. Verðlaunagripir hélt M því fram að verðlaunagripir hans væru persónubundin réttindi hans en hann og K höfðu gert með sér kaupmála um að allir innanstokksmunir þeirra hjóna yrðu séreign K. Hæstiréttur félst ekki á það og M fékk ekki verðlaunagripina. Í hrd. Aflaheimildir voru atvik þau að M krafðist þess að aflaheimildir hans yrðu skilgreindar sem persónuleg atvinnuréttindi hans sem féllu utan skipta en Hæstiréttur hafnaði kröfu hans. Í hrd. Lífeyrisréttindi utan skipta voru atvik þau að M og K skildu eftir 34 ára hjúskap. K krafði M um helming af lífeyrisréttindum hans en M andmælti því. Hæstiréttur taldi ekki ósanngjarnt gagnvart K að M héldi lífeyrisréttindum sínum utan skipta. Í hrd. Flugstjóri voru atvik þau að M og K höfðu verið gift í 39 ár og K hafði alltaf verið heimavinnandi á meðan M var flugstjóri í vel launuðu starfi. K krafist hluta af lífeyrisréttindum M og Hæstiréttur samþykkti að K fengi hluta af þeim.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Séreignalífeyrissparnaður

A

Séreignarlífeyrissparnaður er ekki talinn falla undir 102. gr. hjskl. sem persónubundin réttindi heldur er hann hjúskapareign sem um gildir helmingaskiptaregla nema krafist sé skáskipta á honum þar sem helmingaskiptin þykja ósanngjörn.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly