Viðurkennd sambúðarform að íslenskum lögum Flashcards

1
Q

Helstu viðurkenndu sambúðarform að íslensku lögum eru:

A

Hjúskapur og óvígð sambúð. Staðfest samvist var viðurkennt sambúðarform en þó má segja að það sé í rauninni enn sambúðarform þar sem að það er enn fólk til sem er í staðfestri samvist. Fjarbúð er einnig viðurkennt sambúðarform.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Hjúskapur

A

Hjúskapur hefur skýrustu sérstöðuna og víðtækustu réttaráhrifin. Segja má að hjúskapur sé samningur á milli tveggja um visst réttarsamband og fjalla hjúskaparlögin um þetta réttarsamband. Til að ganga í hjúskap þarf að uppfylla viss hjónavígsluskilyrði sem talin eru upp í 11. kafla hjúskaparlaganna. Þessi skilyrði þarf ekki að uppfylla til að fara í sambúð (nema ef skrá á sambúðina í þjóðskrá, þá þarf að uppfylla sambærileg skilyrði, sem eru þó ekki könnuð). Það er gagnkvæm framfærsluskylda á milli hjóna (2. gr., 3. gr. og 46. gr.) og hjónum ber að sýna hvort öðru trúmennsku (3. gr.). Þegar hjón slíta samvistum sínum þurfa þau að fá skilnað til að slíta réttarsambandi sínu. Við skilnaðinn gildir almennt helmingaskiptaregla (103. gr.). Það er erfðaréttur á milli hjóna og ráðstöfunarréttur eigna hjóna er takmarkaður (69. og 70. gr.). Við lát eins hjóna getur hitt fengið leyfi til setu í óskiptu búi.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

óvígð sambúð

A

Það er engin heildarlöggjöf til um óvígða sambúð og ekki er hægt að nota hjúskaparlögin um hana né lögjafna. Það er ekki lögbundinn erfðaréttur á milli fólks í óvígrði sambúð, ekki er hægt að fá að sitja í óskiptu búi, það er ekki trúnaðarskylda, það er ekki framfærsluskylda milli fólksins og það eru ekki takmarkanir á forræði yfir eignum sambúðarfólks. Þar sem það eru engar heildstæðar reglur til um stofnun óvígðar sambúðar getur verið erfitt að svara því lagalega hvort óvígð sambúð sé fyrir hendi eða ekki. Þegar litið er til þess hvort að sambúð hafi verið stofnuð er almennt litið til hvort að sambúðin sé skráð í þjóðskrá, hversu löng sambúðin var, hvort að sambúðarfólk eigi saman barn eða börn, hvort að það hafi verið sameiginlegt heimili og hvort að það hafi verið fjárhagsleg samstaða á milli sambúðarfólksins. Það er hægt að finna lagareglur víða á dreifi í mismunandi lagabálkum um réttaráhrif óvígðrar sambúðar og mismunandi er hvort að einstaklingar hafi val um réttaráhrifin eða ekki. Það eru heldur engar heildstæðar reglur til um slit sambúðarfólks og helmingarskiptareglan gildir að meginstefnu ekki. Meginreglan er að hvor aðili taki það sem hann eða hún kom með í sambúðina og það sem viðkomandi eignaðist á sambúðartímanum. Það fór að þykja ósanngjarnt við vissar aðstæður, á þeim tíma þegar menn voru aðallega útivinnandi og konurnar höfðu séð um heimilið og ekki lagt neina peninga eða eignir til sambúðarinnar, og var þá brugðið á það ráð að veita ráðskonukaup, þ.e. karlinn greiddi konunni laun fyrir að hugsa um heimilið við slit sambúðar. Í dag er ekki lengur veitt ráðskonukaup heldur er möguleiki á að fá dæmda hlutdeild í eignamyndun við slit. En þó að maður fái ekki hlutdeild í eignamyndun við slit sambúðar getur maður krafist endurgjalds fyrir vinnu sína við eign hins. Ef að fólk slítur sambúð og einn aðili í sambúðinni gefur hinum eignir sem hann lagði ekkert í og á engan rétt á hlutdeild í getur það talist sem gjöf samkvæmt lögum og þá þarf að borga af því skatt, sbr. hrd. Gjafaskattur þar sem M afsalaði sér fasteign handa K við sambúðarslit þeirra en skattayfirvöld kröfðu K síðan um skatt af þessu þar sem þetta hefði verið gjöf en ekki hlutdeild hennar. Sambúðarfólk má að vissum skilyrðum uppfylltum óska eftir opinberum skiptum, skv. 100 gr. skipalaga nr. 20/1991. Skilyrðin eru að þau hafi búið saman í allavega 2 ár eða að þau eigi saman barn eða eigi von á barni saman. Í hrd. Opinber skipti leyfð reyndi á skilyrði 100. gr. skiptalaga en M og K þar voru á mörkum þess að uppfylla 2 ára sambúðarskilyrðið en M vildi fá opinber skipti en ekki K. Hæstiréttur skoðaði m.a. lögheimili, vitnisburð og að sími hafði verið tengdur í íbúðina sem var skráður á bæði M og K, og samþykkti að skilyrðin fyrir opinberum skiptum væru uppfyllt. Í hrd. Sambúð í 20 ár voru atvik þau að M og K höfðu verið í sambúð í 20 ár en höfðu þó aldrei verið með skráð sama lögheimili. Hæstiréttur taldi samt sem áður ljóst að þau hefði verið í sambúð og sagði að skilyrðum opinberra skipta væri fullnægt, skipti ekki máli hvort að sameiginlegt fjárfélag hefði verið eða ekki.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Staðfest samvist

A

Staðfest samvist var viðurkennt sambúðarform að íslenskum lögum en ekki er lengur hægt að ganga í staðfesta samvist. Áður fyrr máttu samkynhneigðir ekki ganga í hjúskap en staðfest samvist var búið til í staðinn og máttu samkynhneigðir skrá sig í staðfesta samvist sem hafði þá í raun sömu réttaráhrif og hjúskapur. Í dag mega samkynhneigðir giftast og því er ekki lengur hægt að ganga í staðfesta samvist. Það er þó enn til fólk sem er í staðfestri samvist og það fær að vera í henni áfram, þannig að staðfest samvist er ennþá til en mun á endanum ekki vera lengur til staðar.
Fyrir utan þessi þrjú sambúðarform þá er fjárbúð nýtt sambúðarform sem orðið hefur til á síðustu árum. Í fjarbúð felst að einstaklingar ákveða að skilgreina sig sem par í nánu sambandi sem á margt líkt við sambúð eða hjónaband þó svo að þau búi ekki saman. Réttaráhif sambúðar eru þó ekki sambærileg við þau sem almennt eru tengd við óvígða sambúð en áhugavert verður að sjá hvernig þetta sambúðarform þróast í framtíðinni.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly