Lokapróf 2015 - Stuttar spurningar Flashcards

1
Q

Greinargerð um statínlyf

A

Statínlyf eru blóðfitulækkandi lyf - lækka styrk LDL í blóði. Sýnt hefur verið fram á gagnsemi þessa lyfs við að minnka líkur á hjarta- og æðasjúkdómum. Allir sem hafa fengið hjartainfarct af völdum atherosclerosu eiga að fara á þessi lyf því einnig hefur verið sýnt fram á að þau gera óstabílt plaque meira stabílt með því að auka fibrous cap og minnka fitukjarnann.
Þegar mikið er af kólesteróli í blóði þá er það tekið upp af frumum gegnum LDL-receptor. Þegar mikið er af kólesteróli inni í frumum þá minnkar tjáning á LDL viðtakanum. Frumurnar framleiða einnig sitt eigið kólesteról, sérstaklega í lifrinni. Með því að minnka eigin framleiðslu frumunnar á kólesteróli er hægt að auka tjáningu á viðtakanum. Þetta er gert með því að hamla HMG-CoA reductasa sem er lykilensím í myndun kólesteróls.
Þá er meira tekið upp af kólesteróli úr blóði, sérstaklega í lifur.
Virkni statínlyfja er ekki bara svona einföld heldur hafa þau einnig anti-inflammatorísk áhrif, áhrif á æðaþelsfrumur og áhrif á eNOS - allt heillvænleg áhrif fyrir fólk með atherosclerosu.
Aukaverkanir statínlyfja eru ekki algengar en aðal aukaverkanirnar eru vöðvaverkir. Mjög sjaldgæf en alvarleg aukaverkun eru alvarleg áhrif á þverrákótta vöðva þannig að myoglobin hækkar í blóði og getur skemmt nýrun.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Sykursterar, virkni, nefna dæmi um lyf, aukaverkanir.

A
Sykursterar (cortisol) eru framleidd í zona fasiculata í nýrnahettuberki. Losun þeirra er stjórnað af CRH úr heiladingli. Verkun þeirra er gríðarlega breiðvirk og sykursterar sem lyf hafa miklar aukaverkanir. Aðeins ætti að gefa stera ef brýna nauðsyn ber til og gefa í sem skemmstan tíma til að forðast aukaverkanir. Cortisol er hæst á morgnana og ætti að gefa sykursteralyf þannig að líkt sé eftir náttúrulegum “cycle”.
Cortisol hefur áhif á 
Metabolisma
	Hefur öfug áhrif miðað við insúlín.
	Aukið vöðvaniðurbrot
	Aukin gluconeogenesis og enzyme synthesis í lifur
	Minnkuð notkun og upptaka glúkósa
Bólgusvar
	Minnkuð virkni bólgufruma: neutrophila, fibroblasta, eosinphila, T-frumur og		osteoblasta
Boðefni
	Minnkuð framleiðsla bólguboðefna: prostaglandína, cytokína, complementa, NO,		minnkuð histamínlosun og minnkað IgG
Sykursterar eru t.d. notaðir í ýmsum bólgusjúkdómum, sjálfsofnæmissjúkdómum og eftir líffæraígræðslur. Notaðir til að draga úr krabbameinslyfjatengdri ógleði.
Aukaverkanir eru mjög víðtækar
	Húð
		Minnkuð græðsla sára
		Þunn húð
		Marblettir
	Ónæmiskerfi
		Minnkað viðbragð við sýkingum - gefa fyrirbyggjandi meðferð t.d. við CMV
		Alvarlegri sýkingar og tækifærissýkingar
	Augu
		Gláka 
		Ský á augasteinum
	Efnaskipti
		Breytt fitudreifing
		Moonface
		Buffalo hump
		Aukin kviðfita
		Cushing´s syndrome
		Aukinn blóðsykur
		Aukin matarlyst
		Beinþynning
	Nýrnahettur
		´Bæling á steramyndun líkamans
	Geðrænar
		Geðsveiflur
		Vanlíðan/vellíðan
		Oflæti
		Svefnleysi
		Þunglyndi
Dæmi um lyf: prednisolon
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Eituráhrif í frumum vegna umbrota og hvaða leiðir fruma hefur til að verjast eituráhrifum.

A

Til þess að losa efni út úr líkamanum í gegnum nýrun þurfa þau að vera vatnsleysanleg. Einhver útskilnaður á sér stað með galli en það er lítill hluti. Til þess að gera efni vatnsleysanleg þurfa þau að fara í gegnum umbrot.
Umbrot á sér aðallega stað í lifur fyrir tilstilli ensíma. Þessi ensím eru samt í öllum frumum.
Umbrot á sér stað í tveimur skrefum.
Í fasa eitt fer fram m.a. oxun, afoxun eða hydrolysa - tilgangurinn er að setja handföng á efnin. Fasa 1 hvörf fara fram í frymisneti og eru fyrst og fremst hvötuð af stórri fjölskyldu Cytochrome P 450 ensíma. (Önnur eru t.d. xanthine oxidasi)
Við þetta skref geta myndast hættuleg milliefni - þau geta verið mjög hvarfgjörn og valdið skemmdum. Dæmi um það er parasetamóleitrun.
Samhliða afoxun CYP ensína fer fram oxun súrefnis en við það myndast súrefnisradikalar og hvarfgjörn hættuleg milliefni. Ef styrkurinn á efninu er hár geta súrefnisradikalar losnað úr hvarfstöð CYP ensíma og valdið skaða
Til þess að verjast þessum hættulegu milliefnum eru varnarkerfi:
Ensím: katalasi (H2O2 → H2O), GSH peroxidasi, superoxíð dismutasi
Kjarnsækin smámólikúl:
Í frymi: GSH (glutathion - mikilvægast - það efni sem er í hæstum styrk í lifrarfrumum - inniheldur cystein sem er lífsnauðsynleg amínósýra og er takmarkandi þáttur), C-vítamín
Í himnum: E-vítamín (ræðst m.a. á peroxíð)

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Lýsa virkni morfíns nákvæmlega.

A

Morfín og afleiður þess eru helstu sterku verkjalyfin. Þau hamla sársaukaflytjandi boðum í MTK og þar með skynjun sársauka.
Opíoíð viðtakar eru G-próteintendir og hafa nokkrar verkanir:
Hamla opnun Ca2+ ganga
Örva opnun K+ ganga og valda yfirskautun
Hamla adenylyl cyclasa
Virkja MAP kínasa boðleiðina
Losun histamíns
Þessi verkun er hamlandi á virkni taugafruma.
Ópióíð viðtakar finnast í:
amygdala, hypothalamus, insular cortex, dorsal horn mænu, periaqueductal grey og rostroventral nucleus
Verkjadeyfandi verkun morfíns stafar af umbrotsefni þess: morfín-6-glúkóróníði
Það eru helst 3 viðtakar sem morfín verkar á en verkjastillandi áhrif þess eru í gegnum “mjú” viðtaka.

Helstu aukaverkanir morfínlyfja eru:
víma, vellíðan, vanlíðan, hægðatregða, minnkun á ljósopi, öndunarbæling, ógleði og uppköst, samdráttur gallblöðru, bæling á hóstareflex
Þol myndast vegna afnæmingar “mjú” viðtaka

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

NSAID

A

NSAID (non-steroidal anti inflammatory drugs) eru bólgueyðandi, verkjastillandi og hitalækkandi lyf. Þau virka með því að hamla COX1 og COX2 og hafa þannig áhrif á myndun prostaglandína og thromboxans.
Ábending fyrir bólgueyðandi verkjalyfjum eru: Verkir og bólga; hækkaður líkamshiti; blóðþynning
3 meginverkanir eru mest tengt COX2 hömlun: bólgueyðandi, verkjastillandi og hitalækkandi.
Eðlileg lífeðlisfræðileg virkni COX1 er í maga, nýrum og blóðflögum.
Í maga er prostaglandin nauðsynlegt til að viðhalda jafnvægi
COX2 er tjáð á bólgusvæðum, forstigum æxla og græðslu sára.
Hitalækkandi áhrif má rekja til MTK í hypothalamus en þar eru prostaglandin að verki við að hækka líkamshita .
Prostaglandin sjálf virka ekki á verkjaviðtaka heldur auka verkun annarra boðefna t.d. bradykinin
Með því að hamla COX2 getum við dregið úr bólgusvari (æðavíkkun, bjúgmyndun, verkir)
NSAID lyf frásogast vel í meltingarvegi.
Eru ýmist stuttverkandi (3x á dag), langverkandi (1x á dag) eða þar á milli (2x á dag). Ibufen er stuttverkand en voltaren er miðlungs langverkandi
Aukaverkanir í meltingarvegi:
Verkir, niðurgangur, ógleði-uppköst, magasár, magabólgur, blæðingar í meltingarvegi
Meðferð - gefa PPI eða misoprostol (prostaglandin agonisti)
Aukaverkanir í nýrum
Skert starfsemi, truflun á blóðflæði, truflun á saltútskilnaði, blóðþrýstingshækkun
COX1 prostaglandinin eru mjög mikilvæg fyrr starfsemi nýrna

Aukaverkanir í húð
	Útbrot, aukið ljósnæmi
Aukaverkanir á hjarta og æðakerfi
	Hækkaður BÞ
	Auknar líkur á kransæðastíflu og heilaslagi
Aukaverkanir í beinmerg
	Bæling á framleiðslu sjaldgæf
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Cyclosporin og sérhæfð aukaverkun

A
Cyclosporin eru IL-2 hamlar. Eru lykilpartur af ónæmisbælandi meðferð eftir líffæraígræðslu og eru einnig notuð við bólgusjúkdómum t.d. Crohns. Hefur fjölþætt áhrif á ónæmiskerfið gegnum hömlun á IL-2. Dregur úr virkni og skiptingu T fruma.
Nauðsynlegt er að mæla blóðþéttni cyclosporina því milliverkanir eru algengar
Helstu aukaverkanir eru
	Nýrnaskemmdir
	Ofholdgun á tannholdi
	Lifrarskemmdir
	Háþrýstingur
	Hárvöxtur
	Handaskjálfti
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Virkni tyrosín kínasa innan frumu

A

Tyrosín kínasar eru kínasa tengdir viðtakar. Miðla m.a. boðum vaxtarþátta, cytokína og hormóna. Gefa signöl um frumuskiptingu, vöxt, sérhæfingu, bólgusvörun, viðgerðir, frumudauða og ónæmissvörun.
Mynda dimera eða oligomera.
Autofosfórun á umfrymishluta sem veldur sérhæfðri bindingu annarra próteina. Mikilvægi fosfatasa.
Tyrosín kínasar
Vaxtarþættir bindast umfrymishluta.
Dimering á viðtaka.
Tyrosine autophosphorilation
Binding SH2 domain próteins (Grb2)
Fosfórilering Grb2
Aktivering á Ras → Raf → Mek → Map kínasi → kveikt á ýmsum umritunarþáttum
Ras er lítið G prótein. GTPasi sem slekkur á sér sjálfur. Ras getur verið sívirkt í krabbabeinum
50% melanoma með örvandi stökkbreytingu í BRaf

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Hepatitis C lyf

A

Gömlu lyfin eru ósértæk og með miklar aukaverkanir. Nú eru komin nýrri lyf sem eru sértæk og eru miklu virkari og með minni aukaverkanir.
Gömlu lyfin eru interferón og ribavirin.
Interferón hafa breiða virkni: stjórn á frumuvexti og sérhæfingu; hindrun angeogenesu, hemja veirusýkingar. Aukaverkanir eru mjög algengar: flensulík einkenni, geðræn áhrif, blóðleysi.
Ribavirin: ósértæk virkni gegn mörgum veirum m.a. HIV og HepC. Er nucleosíð analogue. Mjög fósturskemmandi. Aukaverkanir: svefntruflanir, blóðleysi, ógleði, þreyta.

Sértæku lyfin:Liggja með SIMA í LEDI uppí SOFA - samsett meðferð
Ledispavir - NS4B hindri - allar arfgerðir
Simeprevir - NS3/NS4A hindri. Gegn arfgerð 1. Áhrif á CYP kerfið og þarf að fylgjast með milliverkunum
Sofosbuvir - NS5A hindri - allar arfgerðir - þolist mjög vel og litlar milliverkanir

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q
  1. Gerið grein fyrir áhrifum amfetamíns og kókaíns á boðefni í heilanum og verkunum þeirra.
A

Amfetamín og kókaín auka framboð noradrenalíns, dópamíns og serótóníns. Í litlum skömmtum aðeins nor, dóp í hærri og svo 5HT líka í enn hærri. Amfetamín örvar losun boðefna og við stærri skammta einnig hamlar endurupptöku og MAO. Kókaín hamlar endurupptöku og við stærri skammta eykur líka losun.
Í litlum skömmtum auka þau vökuvitund, vellíðan og sjálfsöryggi, auknar hreyfingar, málgleði, dregur úr hungurtilfinningu og svefnþörf. Í stærri skömmtum koma fram ranghugmyndir, rangskynjanir og ofsóknarkennd. Síendurteknar tilgangslausar hreyfingar og einnig getur komið fram geðklofalíkt ástand.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q
  1. Gerið grein fyrir eiturverkunum amfetamíns og kókaíns og þá ekki síst áhrifum af langtíma neyslu þeirra
A

Á MTK: óróleiki, svefnleysi og kvíði, æsingur og árásarhneigð, krampar og hækkaður líkamshiti. ÚTK og hjarta- og æðakerfi: Höfuðverkur hækkaður blóðþr. Tachycardia, svitaköst, munnþurrkur, kviðverkir, blæðingar í heila vegna bólgu og dreps í heilaslagæðum.
Áhrif á fóstur: aukin hætta á fósturláti og fæðingu fyrir tímann. Blæðingar í heila, nýrnaskemmdir.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly