Allir Kaflarnir Flashcards
(141 cards)
Lögfræði
fræðigrein sem fæst við að lýsa réttinum og skýra hann. Útskýrir á fræðilegan hátt lög og reglur samfélagsins á hverjum tíma, veitir almenna fræðslu um lögskipan ríkja og skoðar grundvallaratriði laga og réttar
Lög
: settar réttarreglur, þ.e. lög sem Alþingi hefur samþykkt og forseti staðfest. Lög geta líka verið bráðabirgðalög en þá eru þau sett af forseta og undirrituð af ráðherra.
Réttur
: er mun víðara hugtak en lög. Allar réttarreglur, réttindi einstaklinga t.d. kosningaréttur, heiti á ýmsum fræðigreinum t.d.eignaréttur og stjórnsýsluréttur en einnig dómstóll t.d.Hæstiréttur.
Réttarreglur
eru leikreglur sem varða sambúð manna, samskipti þeirra og stöðu.
• Réttarreglunum er vanalega skipt í tvo flokka: allsherjarétt og einkarétt. Til allsherjarréttar teljast réttarreglur um skipulag og starfshætti ríkisins og um réttarstöðu einstaklinga gegn ríkinu. Einkaréttur fjallar um réttarstöðu einstaklinga innbyrðis og samskipti þeirra.
Réttarheimildir
: stoð eða grundvöllur undir réttarreglu. Þegar dómari eða lögmaður fær mál til úrlausnar verður hann að ráða fram úr málinu eftir þeim réttarreglum sem teljast gildandi réttur og finna viðeigandi réttarreglu. Talin til réttarheimildar eru: Sett lög, Réttarvenja (aðalheimildin), Fordæmi, Lögjöfnun, Meginreglur laga, Eðli máls.
Sett lög
eru réttarreglur löggjafarvaldsins með það fara Alþingi og forseti Íslands. Þau má greina í tvennt: stjórnskipunarlög og almenn lög. Auk þess má undir sérstökum kringumstæðum setja bráðabirðalög.
Almenn lög
eru sett á Alþingi og forseti undirritar. Lagafrumvarp má ekki samþykkja fyrr en það hefur verið rætt við 3 umræður á Alþingi. Fyrst í gegnum fastanefndir. Í annarri umræðu á að ræða einstakar greinar frumvarpsins og breytingatillögur. Í 3. umræðu er rætt um frumvarpið í heild sinni og lok hennar ræðst frumvarpið í atkvæðagreiðslu.
Reglugerðir
eru réttarlægri réttarheimildir en lög sem sett eru af Alþingi. Reglugerð víkur fyrir lögum
Bráðabirðalög
lög sem forseti setur á milli þinga þegar brýn nauðsyn ber til. Skilyrði fyrir bráðabirgðalögum eru að Alþingi sitji ekki, að brýna nauðsyn beri til setjingar þeirra og að ákvæði laganna brjóti ekki í bága við ákvæði stjórnarskrárinnar. Þau verða að vera lögð fyrir Alþingi strax og það kemur saman og ef það er ekki samþykkt innan 6 vikna falla þau úr gildi
Réttarvenja
byggist á því að menn hafa um langt skeið hagað sér með tilteknum hætti vegna þess að þeir hafa talið sér það heimilt eða skylt. Fer eftir aldur venju, afstöðu almennings til hennar og efni hennar (t.d. telst það venja að vaskur fylgi með í sölu á íbúðarhúsnæði).
Fordæmi
: þegar dómsúrlausn hefur gengið um tiltekið réttaratriði sem er ólögfest og hún sé síðar notuð sem fyrirmynd í síðara dómsmáli. (t.d. lögmaður leitar uppi eldri dóma um svipuð álitaefni).
Lögjöfnun
Sé ekki til sett réttarregla eða réttarvenja geta dómstólar stundum notað svokallaða lögjöfnun til að leysa úr ágreiningsefninu. Lögjöfnun er fólgin í því að beita settu lagaákvæði um ólögákveðið atriði sem er eðlisskylt því sem rúmast innan setta lagaákvæðisins. Tilvikið sem leysa á úr sé í nokkurs konar tómarúmi.
Meginreglur laga
Dómara er skylt að leysa úr máli þó hann geti ekki leitað til þeirra réttarheimilda sem þegar hefur verið fjallað um. Þá reynir dómari að lesa úr tilteknum lagabálki ákveðin stefnumörk eða vilja löggjafans og finna þannig ákveðna grundvallarreglu sem dæmt er eftir.
Tengjast settum lagareglum
Eðli máls
þá leysir dómari úr ágreiningi eftir því sem hann telur réttast, skynsamlegast og eðlilegast eftir málavöxtum. Helsti munurinn á milli meginreglna laga og eðli máls er að meginreglur tengjast settum lagareglum en eðli máls höfðar til sanngirni og réttlætiskenndar dómara.
Almenn lögskýring
lagaákvæði skýrt beinlínis eftir orðanna hljóðan
Þrengjandi lögskýring
efnislegt inntak ákvæðisins er þrengra en orð þess benda til.
Rýmkandi lögskýring
efni lagaákvæðisins er rýmra en orð þess gefa til kynna.
Gagnályktun
lagaákvæði skýrt á þann hátt að tilvikin sem orðuð eru í ákvæðinu teljast þar tæmandi upptalin og því talið að gagnstæð regla gildi um tilvik sem ekki rúmast innan ákvæðisins.
Birting laga
Það verður að birta lög svo að þeim verði beitt. Án þess mundu borgararnir ekki vita réttaröryggi þeirra og hvaða réttindi og skyldur hvíldu á herðum þeirra. Dómsmálaráðuneytið gefur út Stjórnartíðindi einnig Lögbirtingablaðið
Löggjafarvald
Stjórnvöld og forseti
Dómsvald
Dómendur
Þingræðisregland
veldur þvi að æðstu handhafar framkvæmdavaldsins, ráðherrarnir, verða að njóta stuðnings löggjafans til að geta setið í embætti
Umboðsvald
merkir að hafa með höndum framkvæmdarvald, t.d. lögreglustjórn, innheimtu opinberra gjalda o.s.frv. Með þeim lögum er dómsvald og framkvæmdarvald að fullu aðskilið.
• Forseti Íslands er þjóðhöfðingi íslenska ríkisins, þjóðkjörinn
Forseti Ísland
er þjóðhöfðingi íslenska ríkisins, þjóðkjörinn. Kjörgengir til forseta Íslands eru ríkisborgarar sem eru 35 ára og eldri. Ef forseti getur ekki sinnt störfum vegna veikinda eða einhvers slíks fara handhafar forsetavalds með forsetavaldið, en þeir eru forseti Alþingis, forseti Hæstaréttar og forsætisráðherra. Ráðherrar framkvæma vald forsetans. Lagafrumvörp eru send til forseta til samþykktar. En forseti hefur ekki neitunarvald heldur aðeins synjunarvald þar sem hann hefur það vald til að skjóta lagafrumvarpinu undir þjóðaratkvæði eins og með fjölmiðlafrumvarpið.