Dómar og álit - Raunhæf Flashcards
(51 cards)
Lögmætisreglan, formreglan, efnisþáttur; efnislegt ósamræmi
Hrd. Eignaauki
þar kom ekki fram í lagareglu, krafa um að þú þyrftir að hafa áður átt íbúð til að fá undanþágu tekjuskatts
lögmætisreglan, formreglan, formþáttur, formlegt ósamræmi
Hrd. veiði silungs í laganet
Þar var ekki uppfyllt skilyrði sem nefnt var í lögum um reglugerð og þær því ekki löggildur refsigrundvöllur
lögmætisreglan, heimildarreglan, efnisþáttur; krafa til skýrleika
Hrd. samherji/stjörnugrís
Þar sem það dugar ekki til að mælt sé fyrir um skerðingu lögbundinna réttinda í reglugerð, löggjöfin verður að mæla fyrir um meginreglur, þar sem fram komi takmörk og umfang þeirrar réttindakserðingar sem talin er nauðsynleg.
lögmætisreglan, heimildarreglan, formþattur; verður að vera stoð
Hrd. Frami
var ekki talið að reglugerð sem setti það skilyrði fyrir útgáfu leigubílstjóraleyfis að bifreiðastjóri væri meðlimur í tilteknu stéttarfélagi ætti sér næga stið í lögum, enda ekki vikið til slíkrar skyldu í lögunum og ráðherra aðeins veitt almenn reglugerðarheimild.
reglugerð heldur gildi eftir breytingu laga
Hrd. Hundamál
var talið að reglugerð var talin halda gildi eftir að ný lög um hundahald leystu lög um heimild bæjarstjórna til að takmarka hundahald af hólmi. Ekki breytti því að nýju lögin mæltu fyrir um staðfestingu heilbrigðismálaráðuneytis á slíkum reglugerðum sem ekki var gert í hinum eldri.
reglugerð fellur úr gildi við afnám laga
Hrd. starfsmannavegabréf
reyndi á það hvort kona ætti rétt á bótum fyrir ólögmæta handtöku en handtakan hafði farið fram á grundvelli eldri reglugerðar um notkun vegabréfa á varnarsvæðunum. Niðurstaðan var að með afnámi upprunalegu laganna brast grundvöllur reglugerðar og henni voru dæmdar skaðabætur.
reglugerð fær stoð með nýjum lögum
Hrd. Fullur flugstjóri
var ákveðið að flugstjóri færi ekki í hina fyrirhuguðu flugferð þar sem það reyndist áfengismagn í blóði hans. Í dómi hans var tekið fram að hvorki lög um loftferðir né önnur réttarákvæði hafi veitt heimild til að setja ákvæði í reglugerð að flugliðar mættu ekki neyta áfengis síðustu 18 klst. fyrir flug en hefði fengið stoð með setningu áfengislaga áður en málið átti sér stað
Undirliggjandi hagsmunir - af lagaáskilnaðarreglu stjskr. leiðir að löggjafinn verður að mæla skýrt fyrir um skerðingu á þessum grunnréttindum
Hrd. Öryrkjadómur I - seinna tímabil
en í málinu reyndi á hvort það hefði verið heimilt að skerða tekjutryggingu örorkulífeyrisþega vegna tekna maka í almannatrygginalögum. Niðurstaða Hæstaréttar var sú að skerðingin samrýmdist ekki grundvallarreglum stjórnarskrárinnar þ.e. 65. og 76. gr.
framsal lagasetningarvalds
Hrd. samherjadómur
Í Samherjamálinu var deilt um hvort ráðherra hefði verið heimilt að synja Samherja um útflutningsleyfi á grundvelli reglugerðar. Synjun var talin byggjast á ólögmætri lagaheimild, löggjafinn hafði framselt ráðherra vald umfram það sem stjórnarskráin heimilaði. Löggjöfin verður að mæla fyrir um meginreglur, þar sem fram komi takmörk og umfang þeirrar réttindaskerðingar, sem talin er nauðsynleg
framsal ákvörðunarvalds
Hrd. Stjörnugrís
en í málinu reyndi á það hvort ráðherra hefði verið heimilt að skipa framkvæmdum á svínabúi í mat á umhverfisáhrifum að fengnu áliti skipulagsstjóra. Talið var að ráðherra hefði verið fengið ákvörðunarvald án lagaheimildar sem skerti eignarrétt og atvinnufrelsi en til þess þarf lagafyrirmæli. Löggjöfin verður að mæla fyrir um meginreglur, þar sem fram komi takmörk og umfang þeirrar réttindaskerðingar, sem talin er nauðsynleg.
birting laga
Hrd. Botnvörpuveiðar
þar reyndi á hvort sjómaður hafi verið við botnvörpuveiðar á svæði sem óheimilt var samkvæmt lögum. Auglýsing þess efnis var birt í Lögbirtingarblaðinu en ekki í B-deild Stjórnartíðindum sem bar að gera. Sjómaðurinn var því sýknaður.
afturvirkni og lagaskil
hrd. Öryrkjadómur II
þar reyndi á hvort að löggjafa hefði verið heimilt að setja lög sem að kváðu á um að skerða tekjutryggingu örorkulífeyrirþega. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að ekki hefði verið hægt að skerða tekjutryggingu með afturvirkum og íþyngjandi hætti.
Fordæmi
hrd. Aðskilnaðardómur III
Þar veik Hæstiréttur frá fyrri fordæmum sínum og var sú niðurstaða rökstudd með 7 ástæðum
textaskýring, rúmast orðalagiðoinnan mögulegrar merkingar?
Hrd. Forkaupsréttur
þar sem þanþol orðsins barns var skýrt rúmt, það er teygt yfir hugtakið barnabarns.
Textaskýring, hver er eðlilegur skilningur orðalagsins?
fellur ekki undir
Hrd. Sæluhús
Í því máli hafnaði Hæstiréttur að leggja almenna málvenju til grundvallar þar sem hann taldi skýringu orðabókar á orðinu „sæluhús” of víðtækt.
Textaskýring, hver er eðlilegur skilningur orðalagsins?
gæti ekki fallið undir
UA. endurnýjun fiskibáts
Kvartað yfir úrskurði SJR þar sem staðfestar voru ákvarðanir Fiskistofu um að hafna umsókn þeirra um auka aflahlutdeild vegna breytinga og lagfæringa á sóknardagabátum þeirra á grundvelli ákvæða laga um stjórn fiskiveiða. SJR kvað um að aðeins gæti verið um endurnýjun fiskibáts að ræða ef að aðili sem ætti sér bát fengi sér annan bát og flytti allar sóknarheimildir af þeim sem hann ætti yfir til hins. Með tilgang ákvæðins í huga var ekki séð hægt að túlka hugtakið í merkingu ákvæðisins með þeim þrönga hætti sem SJR gerði.
textaskýring, hver er eðlilegur skilningur orðalagsins?
vægi, ef eitthvað er óljóst er vægið lítið
Hrd. Ókeypis
þar sem ekki er notað orðið ókeypis eins og almenn málvenja í auglýsingu
setningafræðileg afmörkun ,,og”
Hrd. svipting ökuréttinda
þar sem deilt var um hvort uppfylla þurfti skilyrði lagaákvæðis þar sem skýrt var kveðið á um loft- og blóðrannsókn á vínandamagni. Svo var ekki talið og því vikið frá skýrum texta ákvæðisins
setningafræðileg afmörkun ,,eða”
Hrd. bubbi fallinn
„Höfundar texta og ljósmynda eru ekki nafngreindir í blaðinu. Fer því um ábyrgð eftir 3. mgr. 15. gr. og eru „útgefandi rits eða ritstjóri” næstir í ábyrgðarröðinni. Það leiðir beint af orðalagi ákvæðisins að ábyrgð verður, að höfundi frágengnum, ekki lögð á þessa báða heldur aðeins annan hvorn þeirra.
samræmisskýring, innri samræmisskýring
orðasambönd hafa sömu merkingu
Álit UA. aðgangur brotaþola að gögnum málsins
þar reyndi á hvort brotaþoli fengi aðgang að gögnum ríkissaksóknara um mál sitt eftir að það var fellt niður. Deilt var um hvort hann ætti rétt á að fá afrit eða einungis að kynna sér þau. Umboðsmaður Alþingis leit til ákvæða í sama lagabálki og komst að þeirri niðurstöðu að hann fengi afrit af gögnunum
samræmisskýring, innri samræmisskýring
Orð/hugtök hafa sömu merkingu
Hrd. vogahöfn
þar taldi Hæstiréttur skilyrði gjalds í ákvæði hafnalaga ekki vera fyrir hendi. Hæstiréttur túlkaði hugtakið „höfn” með hliðsjón af öðru ákvæði laganna þar sem það var skilgreint.
samræmisskýring, innri samræmisskýring
Orð/hugtök hafa sömu merkingu
efnisreglur til samræmis við aðrar nátengdar efnisreglur
Hrd. atvinnuleysistryggingar
í því mali reyndi á hvort að heimilt hafi verið að láta A endurgreiða ofgreiddar atvinnuleysibætur þar sem að talið var að hún hafi brotið gegn lögum um atvinnuleysistrygginar. UA byggði niðurstöðu sína á því að orðalag í lagaákvæði hafi ekki verið nægilega skýr lagatexti og hnekkti því ósamrýmanlegum upplýsingum úr lögskýringargögnum.
samræmisskýring, ytri samræmisskýring
orðasambönd
Hrd. sumarhús
reyndi á hvort heimilt væri að skrá lögheimili fjölskyldu á svæði sem skipulagt hafði verið sem frístundabyggð.. Sératkvæði lagði á það áherslu að skýra hugtakið föst búseta í merkingu lögheimilslaga til samræmis við ákvæði í öðrum lagabálk á sviði stjórnsýslu.
samræmisskýring, ytri samræmisskýring
orð
Álit UA Tollstjóri
en þar leit umboðsmaður til sjónarmiða á sviði opinbers réttarfars við túlkun á orðinu játning.