Geðhjúkrun barna og unglinga Flashcards
(36 cards)
Hvaða 2 þættir geta spáð fyrir um og haft áhrif á þróun geðsjúkdóma barna?
Erfðir og umhverfi
Hvernig geta áföll í æsku haft áhrif á þróun geðsjúkdóma barna?
áföll geta orsakað langvarandi breytingum í taugakerfi
Hverjar eru algengustu geðgreiningar barna og unglinga?
ADHD
Þunglyndi/geðhvörf (bipolar)
Kvíði
Hegðunarröskun
Einhverfa
ADHD
Taugaröskun
5-10% barna með ADHD
Saga um röskun á þroska frá unga aldri
Umhverfi getur aukið eða minnkað einkenni
Námserfiðleikar fylgja
Lyf sýna góðan árangur
Aukin hætta á neyslu fíkniefna
Þunglyndi og kvíði getur fylgt
Þunglyndi
14% barna eiga þunglyndistímabil fyrir 15 ára aldur
Hefur áhrif á félagslíf, tilfinningar og menntun
Er oft undanfari sjálfsvígs 15-24 ára
Fylgir oft pirringur og skortur á að þrífast
Leyna oft vanlíðan og gráti
Getur verið samfara kvíða, hegðunarvanda og ADHD
Hverjar eru helstu áhætturnar fyrir sjálfsvígum?
Þunglyndi, kynferðisleg misnotkun, einelti, misnoktun, hvatvísi eða árásargirni
Geðhvörf
Lamandi geðrænn vandi
Hætta á sjálfsvígi, geðrofi og vanvirkni
Um 60% fullorðinna fengu fyrst einkenni á barnsaldri
Einkeni ADHD getur truflað greiningu
Kvíði
Algengasti kvíði barna er aðskilnaður við foreldra og heimili og að mæta í skóla
Langvarandi kvíði getur þróast í ofsakvíða á fullorðinsaldri
Hegðunarröskun
Alvarlegur og viðvarandi hegðunarvandi og andfélagsleg hegðun
Aðallega strákar
Fylgir að stórum hluta geðröskun hjá börnum
Getur byrjað sem mótþrói og árásargirni og getur síðan þróast yfir í ítrekuð brot á reglum, þjófnað, skemmdarverk, strok og lýgi, skortur á samkennd, einelti og fleira
Helmingur með alvarlegan hegðunarvanda fær geðrænan vanda á fullorðinsaldri
Einelti
Skipulagt, stýrt eða falið
10% barna lenda í einelti, 20% einu sinni eða oftar
Afleiðingin kvíði, þunglyndi, skert sjálfsmat, einbeitingarskortur, skertur námsárangur, sjálfsvígshugsanir og -hegðun
2-4x aukin hætta á geðrænum vanda
Einhverfa
Erfðafræðileg taugaröskun
Frekar hjá drengjum en sstúlkum
Ríkjandi samskiptaerfiðleikar, félagsfærnivandi, ofstýring og endurtekin hegðun
Flestir þrífast í samfélagi
Þurfa stuðning, handleiðslu og fræðslu
Oft með þunglyndi eða kvíða
Hvað felst m.a. í geðhjúkrun barna?
Mæta barni þar sem það er statt
Við eru málsvarar barns
Huga að félagsþörfum barns
Okkar sýn er heilbrigður einstaklingur
Hvernig hugum við að þroskamöguleikum barns?
Koma á nærveru og traustu sambandi
Að efla færni í aðskilnaði og að taka sjálfstæða ákvörðun
Hvað þarf að hafa í huga í þroskamöguleikum barns?
Að semja og ráða við (efla þátttöku í sameiginlegum ákvörðunum, æfa barn í að finna lausnir, efla samskipti án reiði)
Færni að takast á við álag og óheppilega atburði (kenna barni að finna til með öðrum, þjálfa barn í samskiptum þrátt fyrir ólíkar skoðanir)
Að fagna vellíðan og upplifa ánægju (ræða áhyggjur af framtíðinni, þjálfa jákvætt sjálfsmat)
Að eiga biðlund (sætta sig við reglur og að fylgja þeim, æfa að segja satt)
Að vera afslappaður og leika sér (hverju hefur barnið gaman af)
Færni að tjá sig með orðum, ímyndun og táknum (segja frá og lýsa tilfinningum)
Hvað er mikilvægt að hafa í huga við geðhjúkrun barna og foreldra?
Mynda traust
Ræða almennt við barnið en ekki beint um vandann
Skoða bakgrunn barnsins
Hvað þarf að skoða í matsviðtali?
Fjöskyldu (vanda, þroska, heilsa og menntun foreldra, samskipti í fjölskyldu)
Barnið (andleg staða, þroski, líkamsskoðun, reynslu af skóla, sálfræðipróf, taugarannsókn, blóðprufur til að útiloka)
Upplýsingar um þroskasögu (álag í fjölskyldu, saga frá meðgöngu, hegðun barns)
Fjölskyldusaga (fjölskyldutré, geð- og líkamleg heilsa foreldra)
Álag og áföll (fjarvera foreldra, vanræksla, ofbeldi, fósturheimili)
Styrkleikar barns
Geðrænt ástand
Sjálfskaði barna
Barn í sjálfsvígshættu þarf stöðugt eftirlit
SJálfsskaði barns er alltaf í forgangi
Ef barn er ekki í eftirliti á deild þurfa foreldrar aðstoð og leiðbeiningar heima fyrir
Hver eru tengslin milli geðræns/hegðunarvanda barna og sjálfsmats?
Börn með geðrænan eða hegðunarvanda hafa lágt sjálfsmat
Hvernig geta foreldrar aukið sjálfsmat hjá barni?
Útskýra væntingar fyrir barni
Gera kröfur miðað við þroska
Samskipti sem efla sjálfsöryggi
Vera fyrirmynd um sjálfsmat
Hvaða hjúkrun er hægt að veita fyrir börn með geðrænan vanda?
Kvíðin eða þunglynd börn eiga erfitt með að hugsa, finna leiðir eða taka ákvörðun
Barn með geðvanda eða geðrof eru með truflun á hugsanaferli, ofskynjanir, breytt tal og hegðun
Íhlutun getur verið fræðsla og stuðningur, vandamálalausnir, sjálfsstýring, umræða um leiðir og val
Leikir, hlutverkaleikur og að vinna í hóp
Hvaða áhrifaþættir geta verið gagnlegir til að bæta ástand barns, auka bjargráð og efla þroska?
Hætta því sem veldur álagi
Fresta sumu
Útbúa aðstæður sem eru viðráðanlegar
Endurmeta aðstæður
Viðurkenna það jákvæða og neikvæða í daglegu lífi
Geðhjúkrun unglinga 11-20 ára
Unglingur er að þroskast frá barni yfir í fullorðinn
Ferli þroska og lærdóms
Breytingar eru félagslegar, hugrænar, tilfinningalegar og líkamlegar
Aðlögun í fjölskyldu, skóla og vinahópi
Geðrænn vandi byrjar oft á unglingsaldri
Ef ekki meðferð er hætta á að þróist fram á fullorðinsár
Hvaða hegðun er áberandi þegar unglingar eru á leið sinni til sjálfstæðis?
Slíta sig frá foreldrum
Geta sýnt pirring og reiði
Fullorðinshegðun til að undirstrika sjálfstæði
Vinir skipta meira máli en foreldrar
Geta brugðist við með barnalegri hegðun þegar kvíði eykst
Kynhegðun unglinga
Unglingar fara inn í ímyndunarheim um kynlíf
Unglingar stunda fyrr kynlíf en áður
Sjálfsfróun getur búið til skömmustutilfinningu
Fjölmiðlar gefa villandi upplýsingar um kynlíf
Kynhegðun getur verið leið að nálægð og öryggi
5-10% eru samkynhneigðir sem getur valdið áhyggjum og kvíða
Þrýstingur frá hópnum getur leitt til óheppilegrar kynhegðunar
Hætta á kynsjúkdómum