Greiðslustöðvun Flashcards
- Hvar í gþl er fjallað um greiðslustöðvanir?
o III. – V kafla gþl
o Almenn ákvæði I. og II kafla eiga einnig við
- Hvað er greiðslustöðvun?
o Ástand, sem kemst á með því að skuldara er veitt heimild til hennar með dómsúrskurði, og stendur yfir í tiltekin tíma þar sem skuldara er veitt vernd gagnvart kröfuhöfum
- Hverju fylgir greiðslustöðvun?
o Undantekningar frá almennum reglum um athafnafrelsi skuldara og heimildir kröfuhafa í hans garð
- Hver getur fengið greiðslustöðvun?
o skuldari sem á í verulegum fjárhagsörðuleikum, sbr. 1. mgr. 10. gr.
- Hver er tilgangur greiðslustöðvunar
o Skuldari sem er í verulegum fjárhagserfiðleikum getur reynt að ráða bót á fjárhagsörðuleikum með því að koma eignum í verð, fá nýja fjárfesta, breyta skuldum í hlutafé, hagræða í rekstri og fleira
- Hvenær á greiðslustöðvun ekki við?
o þegar skuldari býr aðeins við neikvæða eignastöðu en greiðslugeta er enn fyrir hendi. Önnur úrræði notuð, t.d. nauðasamningar
- Hvar er hugtakið skuldari skilgreint og hvernig er það?
o 1. gr. – notað yfir aðila eða stofnun sem æskir og fær eftir atvikum heimild til greiðslustöðvunar eða til að leita nauðasamninga eða krafist er gjaldþrotaskipta hjá
- Hver eru skilyrði þess að hægt sé að fara fram á greiðslustöðvun?
o hugtakið skuldari þarf að eiga við um hann – skilgreint í 1. gr.
o skuldari þarf að hafa ráðið sér aðstoðarmann, 1. mgr. 10. gr.
o Krafa um gjaldþrotaskipti má ekki vera komin fram áður en beiðni um heimild til GS er tekin til úrskurðar 1. tl. 1. mgr. 12. gr.
o Skuldari má ekki áður hafa fengið heimild til greiðslustöðvunar síðustu þrjú ár fyrir frestdag, 2. tl. 1. mgr. 12. gr.
o Skuldari má ekki hafa fengið samþykktan nauðungarsamning síðustu 3 ár fyrr frestdag, 3. tl. 1. mgr. 12. gr.
o Honum má ekki vera sýnilega skylt að krefjast gjaldþrotaskipta skv. 2. mgr. 64. gr., 4. tl. 1. mgr. 12. gr.
o skuldari þarf að eiga verulegum fjárhagserfiðleikum og nægilegar upplýsingar liggja fyrir til að leggja mat á það, 5. tl. 1. mgr. 12, sbr. 1. mgr. 10. gr.
o Ráðagerðir skuldarans um að koma á nýrri skipan fjármála sinna verða að vera raunhæfar eða líklegar til að koma á nýtti skipan, 6. tl. 1. mgr. 12. gr.
o Ekki má liggja fyrir rökstuddur grunur um að upplýsingar frá skuldara séu vísvitandi rangar eða villandi. 7. tl
o beiðni og fylgigögn verða að vera fullnægjandi og aðstoðarmaður má ekki vera vanhæfur, 8. tl.
- Hvaða ákvæði koma til skoðunar varðandi skilyrði greiðslustöðvunar?
o 1. gr. varðandi hugtakið skuldari
o 1. mgr. 10. gr. varðandi það að hann þurfi að ráða aðstoðarmann
o 1.-8. tl. 1. mgr. 12. gr. er svo upptalning
- Hvar er fjallað um beiðni um greiðslustöðvun
o 7. og 10. gr.
- Hvað á að koma fram í beiðni um greiðslustöðvun?
o 1.-3. tl. 1. mgr. 7. gr.
o Hvers er krafist
o Upplýsingar um skuldarann – nafn, kt, allt það – nánari upplýsingar ef það er félag
o Atvik, lög og lagaákvæði sem beiðni grundvallast á
o 2. mgr. 7. gr. – ef beiðni stafar frá skuldara – á alltaf við varðandi GS
o Sundurliðaðar upplýsingar um eignir og skuldbindingar
o 2. mgr. 10. gr.
o Greinagerð um hvað veldur greiðsluerfiðleikum, hvernig leysa á úr þeim og hver aðstoðarmaður er
o Ef hann er bókhaldsskyldur þarf að fylgja yfirlýsing endurskoðanda um að bókhald sé í lögbundnu horfi
- Hvert á að beina beiðni um GS?
o til héraðsdóms í því umdæmi sem skuldarinn yrði sóttur í einkamáli á heimilisvarnarþingi sínu, 1. mgr. 8. gr.
- Hvernig eru upphafsathuganir héraðsdóms þegar hann skoðar hvort leyfa ætti GS?
o Boðun til þinghalds sem á að fara fram eins fljótt og verða má, 1. mgr. 11. gr.
o Ef skuldari mætir ekki er litið svo á að beiðni sé afturkölluð, 3. mgr. 11. gr.
o Ef skuldari mætir skal héraðsdómari leita svara við óljósum upplýsingum sem þýðingu geta haft
- Eftir að búið er að boða þinghald skv. 1. mgr. 11. gr. hverjir mega mæta á það?
o Bara skuldari
- Ef skuldari mætir ekki á þinghald sem boðað er vegna beiðni um GS, skv 1. mgr. 11. gr. hvað gerist?
o Þá er litið svo á að hún sé endurkölluð, sbr. 3. mgr. 11. gr.
- Hvenær á að halda þinghald skv. 11. gr.
o Eins fljótt og verða má
- Undir hvaða kringumstæðum ætti dómari að synja beiðni um GS?
o ef skilyrðum 2. mgr. 12. gr. er ekki fullnægt
- Ef öllum skilyrðum 2. mgr. 12. gr. er fullnægt hvað geririst næst?
o Þá er beiðni samþykkt og tiltekið í úrskurði að heimild sé veitt til tiltekins dags sem er ákveðinn innan þriggja vikna frá uppkvaðningu úrskurðar, sbr. 3. mgr. 12. gr.
- Í hvaða grein er fjallað um samþykkta GS?
o 3. mgr. 12. gr.
- Er hægt að kæra úrskurð um GS?
o Nei, 4. mgr. 12. gr.
- Er hægt að framlengja greiðslustöðvun?
o Já
- Hversu lengi er hægt að framlengja greiðslustöðvun í senn?
o Allt að 3 mánuði
- Hversu oft er hægt að framlengja GS?
o 2
- Hvar er fjallað um framlengingar GS?
o 15. - .18. gr.