hlutapróf 2 Flashcards
(88 cards)
Hver er skilgreiningin á steind?
Steind er kristallað fast frumefni eða efnasamband með afmarkað efnaformúlu og ákveðna kristalbyggingu. Finnst og myndast sjálfstætt í náttúrunni.
Hvað eru silíköt?
Silíköt er algengast flokkur steinda og er byggður upp af anjóninni SIO44- sem myndar píramídalaga fjórflötunga.
Hvað eru frumsteindir?
Þær steindir sem mynda storkuberg.
Hvað eru holu- og sprungufyllingar?
Steindir sem mynda nýjar steindir í holum og sprungum.
Hvað eru úfellingar á jarðhitasvæðum?
Steindir sem falla út eða myndast á jarðhitasvæðum.
Hvað er kristalgerð steinda?
Það eru til 7 mismunandi kristalgerðir.
Jónirnar raða sér upp á mismunandi vegu, steindir með sömu efnasamsetningu geta verið ólíkir í útliti.
Hvernig eru litir steinda?
Plagíóklas - hvítt
Ortóklas - bleikt
Ólivín - gulgrænt (bara í basísku)
Pýroxín - svart
Glimmer - svarbrúnt
Kvars - glært/grátt (bara í súru)
Magnetít - örsmáir svartir kristallar
Hvað er striklitur?
Liturinn á fíngerðu dufti sem verður til ef steindin er möluð eða skröpuð með hörðu áhaldi.
Hvað er gljái?
Kristalar endurkasta ljósi á mismunandi vegu.
Talað er um málmgljáa, glergljáa, skelplötugljáa, fitugljái og sumar steindir hafa engan gljáa.
Hvað er kleyfni?
Kristalar geta klofnað eftir beinum flötum. Fletirnir koma fram sem beinar sprungur í steindinni eða sléttir brotafletir.
Hvað er eðlisþyngd?
Eðlisþyngd steinda er mismundani eftir því hveru mikið þær innihalda af þungum frumefnum og málmum.
Hvað er storkuberg?
Storkuberg verður til við storknun á bergkviku.
Storkuberg er að stórum hluta úr silíkötum en einnig málmoxíðum.
Segðu frá flokkun storkubergs og frumsteindum:
Segðu frá dulkornóttu bergi:
Dulkornótt eru smásæ (<0,05 mm í þvermál) og jafnan blöðrótt.
Dulkornótt gosberg með stærri kristölum innan um kallast dílótt gosberg.
Segðu frá smákornóttu bergi:
Smákornótt er það kallað þegar korn bergs eru 0,05-1 mm í þvermál.
Smákornótt storkuberg kallast gangberg.
Segðu frá stórkornóttu bergi:
Stórkornótt berg er með korn sem flest ná því að vera stærri en 1 mm í þvermál.
Segðu frá gosbergi:
Gosberg verður til í eldgosum eftir storknun kviku á yfirborði jarðar.
Segðu frá gangbergi:
Berggangur myndast þegar kvika þrengir sér inn í sprungu og storknar þar.
Segðu frá djúpbergi:
Djúpberg myndast þegar bráðin bergkvika storknar djúpt í jörðu.
Hvað er glerkennt berg?
Glerkennt berg verður til þegar að kvikan storknar mjög hratt og silíkötin ná ekki að raða sér í kristalla og því verða engin korn sjáanleg.
Hvað eru holufyllingar?
Efni sem leysast upp við ummyndun berst með grunnvatni í kaldari svæði í berggrunninum. Þar fellur efni út og nýjar steindir myndast í holum og sprungum. Kritallar byrja að vaxa innan á veggjum holunnar.
Hvað eru Zeólítar?
Hafa Na, K og Ca
Eru yfirleitt hvítir eða glærir en stundum litaðir vegna aðkomuefna.
Hafa oftast gler eða skelplötugljáa.
Þeir flokkast eftir þráð eða nálalaga, kubbs eða teningslaga og plötu og blaðlaga kristalgerðum.
Hvað eru kvarssteindir?
Kvarssteindir eru frumsteinar eða holufyllingar úr hreinu kísiltvíoxíði.
Kvarssteindir eru algengustu steindirnar hérlendis
Kvarssteindir eru oftast sexstrendingar og ljósir á litinn.
Hvað eru kabónöt?
Flokkur steinda sem innihalda karbónat CO32-
Kalsít, silfurberg, sykurberg og aragónít