Hugtakaskrá Flashcards
(16 cards)
Þjóðhagfræði
macro
Fjallar um heildina og hvernig gæðunum er skipt á milli þegnanna
Atvinnuleysi
Það hlutfall mannafla sem vill vinna en fær ekki vinnu og fer á atvinnuleysisskrá
Fjármagn
( framleiðslutæki ) tæki og búnaður notaður við framleiðslu á vöru og þjónustu
Vinnuafl
Allir á aldinum 16-67 ára sem vilja ig geta unnið, bæði þeir sem eru í vinnu og þeir atvinnulausu
Þjóðframleiðsla
Allt það verðmæti sem þjóðin framleiðir, bæði hér á landi og erlendis
Hagsveiflur
Þegar landsframleiðslan sveiflast milli þenslu- og samdráttarskeiða
Beinir skattar
Skattar sem lagðir eru beint á tekjur okkar eða eignir, t.d. Tekjuskattur og útsvar
Eftirspurn
Vilji og geta til að kaupa vörur eða þjónustu
Framleiðsluhlið
Aðferð
Verðmæti framleiðslunar sem er seld á markaði + útgjöld þess opinbera - virðisaukaskattur + framleiðslustyrkur
Verg landsframleiðsla
Er markaðsvirði fullunninnar vöru og þjónustu sem framleidd er í landinu á ákveðnu tímabili, oftast einu ári
Afskrift
Árleg rýrnun á fastafjármun
Eyðsluhlið
Aðferð
Einkaneysla + fjárfestingar + samneysla + útflutningur - innflutningur
Verg þjóðaframleiðsla
Er verðmæti allrar fullunninnar vöru og þjónustu sem framleidd er með framleiðsluþáttum í eigu þegna hagkerfis á ákveðnu tímabili, oftast einu ári
Halli á viðskiptajöfnuði
Gjaldeyrisforðinn minnkar
Macróhagfræði
Þjóðhagfræði
Sá hluti hagfræðinnar sem skoðar stærðir eins og atvinnuleysi, verðbólga og viðskipti við útlönd
Vextir
Tekjur sf peningaeignum, t.d. Skuldabréfum eða innistæðum á bankareikningum, kallast vextir