Hugtök Flashcards
(79 cards)
Gagnreyndar vinnuaðferðir
Aðferð sem þú velur að nota afþví þú veist það virkar vel
Félagsvísindalegar rannsóknir
Akademískar rannsóknir sem skiptast í megindlegar og eigindlegar. Þær leitast við að skilja félagslegan veruleika með kerfisbundnum aðferðum, til dæmis rannsókn á félagslegri einangrun eldri borgara
Vísindaheimspeki
Fræðigrein sem skoðar eðli og aðferð vísinda. Fjallar um hvernig þekking verður til og hvað telst sem góð, vísindaleg þekking. Afleiðsla og aðleisla eru hugtök innan vísindaheimspeki
Afleiðsla
Þú byrjar með kenningu > býrð til tilgátu > prófar hana með gögnum. Kenning segir að fólk sé með meiri tekjur séu hamingjusamara þá geriru könnun til að prófa hvort það stemmi
Megindlegar
Aðleiðsla
Þú byrjar með gögn > tekur eftir mynstri > byggir kenningu á því. Þú tekur viðtöl við 20 nemendur og flestir tala um prófkvíða þá þróaru kenningu um tengsl námsumhverfis og kvíða
Eigindlegar
Úrtak
Sá hópur sem maður velur úr stærri hópi til að gera rannsókn á / hluti af þýðinu (200 nemendur úr skólunum)
Þýði
Allur hópurinn sem þú vilt vita um (allir nemendur úr framhaldsskólum á Íslandi)
Hentugleikaúrtak
Lagt fyrir þá hópa sem eru aðgengilegir eins og viðtöl við vini þína eða nemendur í eigin bekk – EKKI líkindaúrtak
Kvótaúrtak
Maður velur úrtak sem endurspeglar ákveðin hlutföll eins og kyn eða aldur. Vilt kannski ná úrtaki með 50% konum og 50% körlum og velur þá fólk þangað til maður hefur náð því hlutfalli – EKKI líkindaúrtak
Markvisst úrtak
Ákveðnir hópar valdir því við trúum því að þessir hópar gefi bestar upplýsingar um viðfangsefnið. Ef maður vill skoða reynslu innflytjenda, þá velur maður viljandi fólk sem er innflytjendur – EKKI líkindaúrtak
Snjóboltaúrtak
Byrjar með nokkra þátttakendur sem benda þér á aðra einstaklinga sem uppfylla skilyrðin. Til dæmis fíklar.
Einfalt tilviljuarúrtak
Allir í þýðinu hafa jafnan möguleika á að vera valdir. Dregið handahófskennt úr öllum í nemendaskrá – líkindaúrtak
Lagskipt tilviljunarúrtak
Maður skiptir þýðinu í hópa/lög og velur tilviljunarkennt úr hverjum hópi. Maður skiptir nemendum í skóla eftir aldri (16, 17, 18 ára) og velur svo tilviljunarkennt úr hverjum aldurshópi – líkindaúrtak
Kerfisbundið tilviljunarúrtak
Maður velur 10. manneskju á lista, kannski eru 1.000 manns á lista og 10. hver manneskja er valin. Kerfið segir til um valið - líkindaúrtak
Klasaúrtak
Maður velur heilan klasa frekar en einstakling, eins og allir nemendur úr 3 framhaldsskólum og maður tekur viðtöl við alla nemendur í þeim skólum – líkindaúrtak
Úrtaksdreifing
Lýsing á hvernig mælingar dreifast ef margar úrtaksmælingar eru gerðar
Ytra rannsóknarréttmæti
Hversu vel niðurstöður rannsókna má alhæfa yfir á aðra hópa. Eins og ef rannsókn er gerð á 200 nemendum í MH segir að námsefni valdi kvíða – á það þá líka við um nemendur í MR eða Verzló?
Innra réttmæti
Ef að rannsókn hefur lágt innra réttmæti getum við ekki treyst því að orsökin sem rannsakandinn heldur fram sé rétt? Ef að rannsókn segir að nýtt kennslukerfi bætir einkunnir, en nemendur voru líka með einkakennslu – þá er innra réttmætið veikt
Klassískt tilraunasnið
Maður er með tilraunahóp og samanburðarhóp, og stjórnar frumbreytunni. Tryggir hátt innra réttmæti. Annar tilraunahópur fær nýja kennsluaðferð, hin fær gamla og rannasakandi ber saman árangur
Lýsandi þversniðsrannsókn
Rannsókn sem skoðar stöðuna á einum tímapunkti, engin tilraun bara lýsin og notar einfalda tölfræði eins og meðaltöl og prósentur. Eins og könnun sem hversu mörg prósent styðja ríkisstjórnina
Samanburðarrannsókn
Tengsl skoðuð á milli breyta, oftast margar breytur í einni rannsókn. Dæmi: Eru tengsl milli vinnuálags og starfsánægju félagsráðgjafa?
Langtímarannsókn
Rannsókn sem fylgir sömu þátttakendum yfir langan tíma. Það auðveldar rannsakendum að sjá hvað kom á undan eða eftir. Gallinn er að þetta er dýrt í framkvæmd. Dæmi að skoða börn frá 5 ára aldri og fylgjast með til 18 ára til að skoða áhrif skólagöngu á sjálfstraust
Samleitandi snið
Notkun margra aðferða til að rannsaka sama fyrirbærið. Maður notar megindlegar og eigindlegar aðferðir eins og t.d. könnun og viðtal til að skilja skólastress betur
Skýrandi raðsnið
Fyrst er gerð megindleg rannsókn og svo er því fylgt eftir með eigindlegri til að dýpka skilning. Maður gerir könnun sem sýnir að nemendur í 2. bekk hafa meiri kvíða og svo tekur maður viðtöl til að komast af hverju