Inngangur að lögfræði lokapróf Flashcards
(167 cards)
Hvað eru lögvarðar kröfur?
Kröfur sem við getum krafist efnda á.
Kröfurétti er gjarnan skipt í þrjá flokka, hverjir eru þeir?
Samningarétt
Skaðabótarétt
Almennan kröfurétt
Hverjar eru réttarheimildir samningaréttar?
Lög nr 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga
Lögin eru gömul en hafa staðið fyrir sínu, hafa ekki verið mikið breytt. Mesta breytingin 1996 þegar 36 gr kom, hægt að víkja hluta frá ef hún telst ósanngjörn. (þetta ákvæði er undantekning frá meginreglunni um að samningar eigi að gilda). Fjalla um:
Stofnun löggerninga
Umboð og aðra milligöngu við samningsgerð
Ógilda löggerninga
Lögin eiga ekki við um löggerninga á sviði persónu-, sifja- eða erfðaréttar, þó mætti beita einstökum ákvæðum með lögjöfnun. Þá eru líka til ýmis sérlög um gerðir samninga, t.d. Fasteignasamninga. En grunnhugmyndirnar er að finna í samningaréttinum
Hverjar eru réttarheimildir í almennum kröfurétt?
Fjallað er að einhverju leiti um almennan kröfurétt í samningaréttinum, en byggist þó að mestu á fordæmi, venjum og að einhverju leiti kenningum fræðimanna
Hvað felst í löggerningi í tengslum við samningarétt?
Í löggerningi felst viljayfirlýsing sem er ætlað að;
Stofna rétt
Breyta rétti eða
Fella rétt niður
Löggerningar eru ekki bundnir við ákveðið form, geta verið munnlegir eða skriflegir. Erfitt að sýna fram á munnlegan samning og því betra að hafa skriflegan, en samningarnir eru jafn gildir. En erfitt að útkljá um innihald samnings ef hann er munnlegur
Undantekningar - í ákveðnum samningum þurfa þeir að vera skriflegir, t.d. Fasteignasamningar þar sem þeir þurfa að vera þinglýstir
Hvað felur túlkun löggerninga í sér í tengslum við samningarétt?
Löggerninga getur þurft að túlka
En í túlkun felst að skýra, birta eðli eða inntak löggernings,, þ.e. Þannig að það verði ljóst hvaða skilning beri að leggja í löggerning og hvaða réttaráhrif sá löggerningur eigi að hafa.
Túlkun má kljúfa í tvennt
Skýring - orðalag er túlkað
Fylling - fylla í hugtökin, þarna gilda annarsvegar:
Viljakenning - hvað er viljað með samningnum, hvað átti hann við, hvert var markmiðið
Traustkenning - hvað gat hinn aðilinn treyst á að samningurinn fæli í sér
Hvað er átt við með viljakenningu í tengslum við samningarétt?
hvað er átt við með samningnum, hvert er markmiðið og hver er viljinn
hvað er átt við með traustkenningunni í samningarétti?
hvað gat annar aðilinn treyst á að samningurinn fæli í sér
Hvaða viðmið eru notuð í túlkun löggerninga?
Það ber að leggja til grundvallar þá niðurstöðu sem er síst íþyngjandi fyrir löggerningsgjafa, hvað er hagkvæmast fyrir hann (sérstaklega fyrir einhliða samninga
Skýra óljós ákvæði þeim aðila í óhag sem samdi þau einhliða
Líta til endurgjaldsins
þegar við erum að túlka samninga þurfum við að skoða hvað er minnst íþyngjandi, ef ákvæði er óljóst þá ber sá sem samdi samninginn hallann. Litið til endurgjaldsins - hvað er verið að semja um
Hvað er loforð í tengslum við löggerninga? (samningaréttur)
Löggerningur sem ætlað er að stofna rétt og kominn er til vitundar loforðsmóttakanda fyrir tilstilli loforðsgjafans er loforð
Ef við hugsum um kaupsamninginn, þá þarf kaupandi að lofa að kaupa og seljandi að lofa að selja. Þeir þurfa sjálfir að upplýsa gagnaðilann.
er hægt að afturkalla loforð?
Já, Loforð er hægt að afturkalla þangað til það er komið til vitundar loforðsmóttakanda
Munnlegt loforð er almennt hægt að afturkalla það þar til móttakandinn hefur samþykkt það, ef samþykkis er þörf
hvenær verður loforð bindandi?
Loforð verður ekki bindandi fyrr en loforðsgjafi hefur lofað sjálfur, eða beðið annan um að veita loforðið.
Ekki bindandi ef að X segir Y að Z ætli að gefa honum eitthvað, ef að Z bað ekki Y um að segja X það.
Hvað er ákvöð?
Löggerningur sem ætlað er að skuldbinda móttakandann
Dæmi um ákvöð
Samþykki tilboðs - skuldbindur tilboðsgjafa endanlega við efni tilboðsins.
Ef að það er tilgreindur ákveðinn frestur á tilboði sem er algengt í fasteignakaupum, þá er ákvöð og verður ekki grundvöllur samnings fyrr en tilboðið hefur verið samþykkt, í raun loforð sem tekur ekki gildi fyrr en tilboð er samþykkt.
Hvað er samningur í löggerningi?
Byggist á gagnkvæmum yfirlýsingum tveggja eða fleiri aðila
Önnur (ein ) yfirlýsingin verður að vera í formi loforðs
Hin (hinar) yfirlýsingin er yfirleitt einnig loforð um endurgjald fyrir það sem felst í loforðinu.
Hvað felst í meginreglu um skuldbindingargildi samninga?
ef þú gerir samning áttu að standa við hann
Hvað felst í samningsreglunni um frelsi?
getum samið við hvern sem er um hvað sem er, getum ráðið hvort við göngum til samnings eða ekki
Hver er skilgreiningin á tilboði í löggerningi?
tilboð er loforð sem þarf að samþykkja til að þau verði bindandi
Hvað er samþykkisfrestur?
Samþykkisfrestur er sá tími sem tilboðsmóttakanda gefst til að ganga að tilboði. Kemur oft fram í tilboði. Ef ekki er getið á samþykkisfrests, þá verður samþykki að berast fyrir þann tíma sem hann myndi áætla að væri ásættanlegur. Gert ráð fyrir að tilboð komi fram á réttum tíma og gagnaðili hafi nægan tíma til umhugsunar, og svarið tefjist ekki á leiðinni til tilboðssendanda.
Ef tilboðsmóttakandi vill taka breytingum á tilboðinu en samþykkja tilboðið, þá er það í raun gagntilboðið.
Ef tilboði er svarað of seint þá er ekki hægt að gera kröfur til tilboðsgjafa.
Hvenær er afturköllun tilboðs gild?
Sé tilboð eða svar við tilboðið afturkallað er afturköllunin gild ef hún kom til gagnaðila, fyrr en eða samtímis því að tilboðið eða svarið kom til vitundar hans.
Hvaða skilyrði eru til þess að einstaklingar geti gert bindandi samninga til ráðstöfunar á réttinum sínum?
Rétthæfi - getur átt réttindi og borið skildur
Gerhæfi - geta til þess að skuldbinda sig
Lögræði - bæði sjálfræði og fjárræði. Almennt öðlumst við lögræði við 18 ára aldur.
Lögræðislög nr 71/1997
Hægt að svipta menn lögræði.
Ef einstaklingur er ólögráða, þá verður lögráðamaður að sjá um að gera samninga fyrir viðkomandi.
Hvað eru stöðluð samningsákvæði í samningagerð?
í raun smáaletrið á samningum.
Stundum ágreiningur um hvort þau séu hluti af samningi eða ekki. Þá þarf að líta til þess hvort þau séu einhliða samin, þá þarf að skoða hvort að það sé vísað til þeirra en hvort þau séu ekki á samningi, eða við höndina, þá eru minni líkur á að þau séu talin hluti af samningi, sérstaklega ef þau eru talin íþyngjandi fyrir gagnaðila.
Efni skilmálanna er líka mikilvægt. Það er nauðsynlegt að kynna sér skilmálana, ef viðkomandi hefur aðgang að skilmálum, en kynnir sér þá ekki, þá ber hann hallann af því.
Ef skilmálar eru til staðar, eru á tungumáli viðkomandi og skýrir, þá eru mjög miklar líkur á að viðkomandi beri hallann af því að hafa ekki kynnt sér skilmálana
Ef annar aðilinn hefur atvinnu að viðskiptum, þá eru minni líkur á að skilmálum verði ýtt til hliðar, þar sem hann á að hafa þekkingu á þeim. Ef annar aðilinn hefur atvinnu að viðskiptum og hinn ekki, þá eru gerðar meiri kröfur á þann sem hefur atvinnuna af samningsgerð.
Hvað er þriðjamannslöggerningar?
Almennt ekki hægt að binda þriðja mann við samningsgerð sem hann er ekki aðili að.
Þriðjamannslöggerningar er löggerningur sem vísar til hagsmuna þriðja manns sem er ekki aðili að löggerningum, en hefur beinan og sjálfstæðan rétt til að krefjast efnda
Einstaklingur sem hefur ekki aðild að samningnum sjálfum, en hefur samt rétt til að krefjast efnda á honum
T.d. vátryggingar sem eru fyrir hagsmuni þriðja aðila. T.d. líftryggingar, ég tryggi mig með samningi milli mín og tryggingarfélagsins, en maðurinn minn fær greitt ef ég fell frá. Maðurinn minn kemur hvergi að samningnum, en hann getur krafist efnda af honum
Þriðjamannslöggerningar geta líka í undantekningartilvikum bakað þriðja manni skyldur eða byrðar
Ef að kvöð er þinglýst á fasteign, getur hún bundið kvöð á aðila sem síðar kaupir fasteignina, hann er bundinn af kvöðinni.
Ekki almenn lagaákvæði um þriðjamannslöggerninga
EKKI ÞAÐ SAMA OG UMBOÐ
Hver er skilgreiningin á umboði í samningarétt?
Heimild til umboðsmanns til að gera samning fyrir hönd umbjóðanda
Umbjóðandi - sá sem felur umboðsmanni að gera samning fyrir sig. Sá sem er bundinn samningnum
Umboðsmaður - semur í umboði annarra - ekki bundinn samningnum NEMA með undantekningum
Þriðji maður - sá sem umboðsmaður semur við
Hvað er heimildarumboð (18 gr. umboð)?
Heimildarumboð eða 18 gr umboð - skv þeim þá fær umboðsmaður umboð skv munnlegri heimild og þar er áhætta þriðja manns meiri, því hann hefur ekki tryggingu á að umboðið sé gilt. Umboðið fellur niður þegar umbjóðandinn dregur það til baka