Lokapróf HÖ22 Flashcards
(89 cards)
Megindlegar aðferðir
ransóknir sem byggja á tölulegum upplýsingum og eru mikið notaðar í félagsvísindum. T.d. spurningarlistar sem eru lagðir fyrir úrtak hóps.
Eigindlegar aðferðir
veita okkur innsýn og skilning á vandamálum með orðum, setningum og lýsingum.
Menning
sú heild þekkingar samfélags svo sem trú, siðir, saga og tungumál
Staðalímynd
hugtak um rótgróna eða fastmótaða hugmynd um einstakling eða hóp. Þetta er oft grundvöllur fordóma, t.d. verslíngar eru aflituð brúnkuslys og MH-ingar eru emó.
Huglæg menning
óáþreifanlegu hlutir menningar sem eru manngerðir eins og túngumál, siðir, trúarbrögð og reglur.
Efnisleg menning
áþreifanlegi hluti menningar eða hlutir sem mennirnir hafa skapað eins og t.d. bók, stóll og borð.
Menningarnám
þegar hópar í yfirburðarstöðu stela menningu þeirra sem eru í minnihluta sér í hag.
Menningarkimi
hópur fólks innan samfélags sem sker sig úr hópnum t.d. með klæðburði, háttalagi, tungumáli og/eða öðru.
Áskipuð staða
staða sem við fæðumst inn í og getum ekki breytt, t.d. að vera systir, bróðir, sonur, dóttir…
Áunnin staða
staða sem við getum haft áhrif á og unnið okkur upp í vegna verðleika okkar. Eins og t.d. starfsstaða okkar.
Ráðandi staða
mikilvægasta staðan í okkar augum og annara. Hún hefur mest að segja í samskiptum okkar og tengslum við aðra. Stundum er að aldurinn, kynið eða starfið.
Hlutverk
sérhverri stöðu fylgja réttindi, skyldur og viðmið sem samfélagið hefur sett. Samfélagið hefur skilgreint hvað er rétt og röng hegðun fyrir sérhverja stöðu sem er æskilegt að fylgja. T.d. að mæta á réttum tíma í vinnuna.
Hlutverkatogstreita
þegar erfitt er að uppgylla væntinga milli tveggja eða fleiri hlutverka. T.d. þegar einstaklingur er bæði að vinna og er í námi og þetta tvent rekst á og hann getur ekki uppyfyllt kröfu beggja.
Stöðutogstreita
þegar spenna verður á milli tveggja staða og fólk verður að velja á milli. T.d. þegar lögregluþjónn verður að handtaka barn sitt.
Félagsmótun
þau samskipti sem móta persónuleika fólks og lífshætti þeirra. Þetta er það ferli sem þar sem þú lærir leikreglur lífsins. Þetta ferli hefst við fæðingu og endar aldrei. Foreldrar eru mikilvægustu félagsmótunaraðilarnir, en vinir og kennara hafa t.d. líka áhrif.
Félagsmótunaraðilar
þeir aðilar sem hafa áhrif á félagsmótun einstaklings. Fjölskylda er miklvægur félagsmótunaraðili með því að móta tilfinningar, grunngildi og veitir börnum áskipaða stöðu.
Frummótun
leggur grunnin að tilfinngatengslum og helstu viðmiðum og gildum samfélagsins. Fer oftast fram hjá fjölskyldunni á æsku árum.
Víxluð mótun
þegar þeir ungu móta þá eldri. T.d. þegar barnabarn kennir ömmu sinni og afa á ipad.
Endurmótun
Þegar einstaklingur hafnar frummótun sinni og tileinkar sér nýja siði.
Gildi
Hugmynd um hvað sé gott, rétt og/eða æskilegt.
Viðmið
Skráðar og óskráðar reglur um hvernig við eigum að haga okkur við mismunandi aðstæður.
Formleg viðmið
Skráðar reglur sem á að fylgja. T.d. lög og skólareglur.
Óformleg viðmið
Óskráðar reglur sem er æskilegt að fylgja. T.d. að leika ekki með matinn og tyggja með lokaðan munn.
Félagslegt taumhald
Aðferðir sem samfélagið beitir þig svo þú farir eftir formlegu og óformlegu viðmiðum þess.