Rannsóknaraðferðir - Lokapróf Flashcards
Hugtök (74 cards)
Hvað eru gagnreyndar vinnuaðferðir?
- Evidence based practice
- Í starfi sé unnið út frá hugmyndum sem taka mið af nýjum rannsóknum og þekkingu, þar sem notandinn er settur í fyrsta sætið
- Að setja fram spurningu
Að leita rannsókna til að svara spurningunni
- Að meta gildi rannsóknanna
- Að samhæfa niðurstöður, faglegt mat og viðhorf notenda
- Að leggja mat á útkomuna
- Til að geta beitt gagnreyndum vinnuaðferðum þurfa félagsráðgjafar að hafa öðlast hæfni í að lesa og meta niðurstöður rannsóknar
- Dæmi: Félagsráðgjafi notar meðferðaraðferð (t.d. lausnamiðaða nálgun) sem sýnt hefur verið fram á með rannsóknum að virki fyrir ungt fólk með kvíða.
- T.d.: Hvatningarviðtöld, HAM, Áfallamiðaða nálgun og svo framvegis.
Hvað eru félagsvísindalegar rannsóknir?
- Social research/social sience research)
- Akademískar rannsóknir um samfélag manna sem byggja á félagsvísindalegum kenningum og hugtökum til að …
- Móta viðfangsefni rannsóknar
- Túlka niðurstöður rannsóknar
Þekkingarsköpun sem …
- Felur í sér athugun (exploration): Að leita skilnings
- Er kerfisbundin (systematic): Gerð á skipulegan hátt með þar til gerðum aðferðum
- Er empírísk (empirical): Byggir á gögnum
- Snýr að samfélaginu (social life): Fæst við alls konar viðfangsefni sem snúa að fólki
- Tvö meginsvið félagsvísindalegra rannsókna eru megindlegar og eigindlegar rannsóknaraðferðir
Hvað er vísindaheimspeki?
- Byggja á mismunandi vísindaheimspeki:
- Þ.e. sýn rannsakanda á eðli heimsins og þar með hvernig best sé að rannsaka hann
- Hvers eðlis er veruleikinn?
- Hvert er samband rannsakanda við veruleikann og hvað er hægt að vita?
- Hvaða aðferðir er hægt að nota til að rannsaka veruleikann?
- Dæmi: Spurningar eins og „Getum við einhvern tíma vitað sannleikann?“ eða „Eru kenningar endanlega sannar eða alltaf breytilegar?“
- Hugtök eins og raunhyggja (empiricism) og rökhyggja (rationalism) tilheyra þessu sviði.
Hvað er afleiðsla?
- Megindlegar rannsóknir byggja á afleiðslu
- Kenning - tilgáta - Mæling/greining - ákvörðun (hafna eða samþykkja tilgátu)
- Rökleiðsla þar sem við drögum ályktun frá almennu til sértæks.
- Dæmi:
- Forsenda: Allir nemendur í FRG eru félagsráðgjafarnemar.
- Anna er í FRG.
- Anna er félagsráðgjafarnemi.
Hvað er aðleiðsla?
- Eigindlegar rannsóknir byggja á aðleiðslu
- Athugun - Greining (uppgötva þemu/mynstur) - Hugtök tengd við kenningu
- Rökleiðsla þar sem við drögum ályktun frá sértækum dæmum til almennra regla.
- Dæmi: Ef við skoðum 50 félagsráðgjafa og allir segjast nota gagnreyndar aðferðir - gæti það bent til þess að flestir félagsráðgjafar geri það.
Hvað er úrtak?
- Úrtak (sample) er safn einstaklinga sem eru valdir úr skilgreindu þýði
- Ef tekið er stórt tilviljunarúrtak úr þýði ættu eiginleikar úrtaksins að líkjast eiginleikum þýðisins
Tilgangur þess að nota úrtak:
- Hagkvæmni með tilliti til:
– tíma
– kostnaðar
– starfsfólks
- Rétt valið úrtak gefur nægjanlega nákvæmni og getur gefið áreiðanlegar og réttmætar niðurstöður
Tveri meginflokkar úrtaka:
- Ekki-líkindaúrtök (non-probability samples)
– Líkur hvers einstaklings í þýðinu til að lenda í úrtakinu eru ekki þekktar
- Ekki hægt að reikna út skekkjumörk
- Því ekkert hægt að segja um alhæfingargildi
- Ekki endilega svo slæm, við bara vitum það ekki
- Líkindaúrtök (probability samples)
– Líkurnar á því að hver einstaklingur í þýðinu lendi í úrtakinu eru þekktar
- Hægt að reikna út skekkjumörk
- Grundvöllur ályktunartölfræði
- Gott ytra rannsóknarréttmæti (external validity)
Hvað er þýði?
- Þýði (population) er samansafn allra einstaklinga með tiltekna eiginleika:
- Íslendingar
- Reykvíkingar
- Nemar við HÍ
Dæmi um úrtak vs þýði:
- Þýði: Allur hópurinn sem við viljum rannsaka - Allir framhaldsskólanemar á Íslandi
- Úrtak: Lítill hópur valinn úr þýðinu til að safna gögnum - 500 nemendur úr 10 skólum
Hvað er hentugleikaúrtak?
- Convenience sample
- Valið er í höndum rannsakanda
- Þátttakendur valdir vegna þess að þeir voru á réttum stað á réttum tíma fyrir rannsakanda
- T.D. fólk í kringlunni
- Ódýrasta aðferðin og tekur minnstan tíma
- Auðvelt að nálgast þátttakendur
- Miklar skekkjur og sjálfval þátttakenda
- Dæmi: Rannsakandi spyr nemendur í eigin bekk um netnotkun þeirra.
- Kostir: Ódýrast, tekur minnstan tíma, þægilegast
- Gallar: Skekkja við val þátttakenda, hefur ekkert alhæfingargildi
Hvað er kvótaúrtak?
- Quota sample
- Kvótaúrtak er framlenging af matsúrtaki.
- Búum fyrst til flokka eða kvóta úr þýðinu frá ákveðnum atriðum sem byggja á mati (kyn, aldur og kynþáttur).
- Kvótaúrtak tryggir að hlutfall atriða verði það sama og í þýðinu.
- Getum notað hvaða aðferð sem er til að velja stök úr kvótanum.
- Dæmi: 100 þátttakendur: 50 karlar og 50 konur á aldrinum 18–30 ára.
- Kostir:
- Tryggir að hluthópar séu með í úrtakinu
- Hagkvæmt og fljótlegt
- Gott fyrir viðhorfskannanir eða forkannanir
- Gallar:
- Ekki tilviljunarkennt → hætt við skekkju
- Ekki hægt að fullyrða með sama öryggi um þýðið
- Rannsakandi getur ómeðvitað haft áhrif á hverjir eru valdir (valskekkja)
Hvað er markvisst úrtak?
- Purposive sample
- Þátttakendur valdir í úrtakið af því við teljum þá henta vel eða geta gefið miklar upplýsingar
- “Verbal” einstaklingar með þroskahömlun
- Krakkar sem eru virkir þátttakendur í félagsmiðstöðvum
- Dæmi: Rannsókn á reynslu fatlaðs fólks af félagsþjónustu
- Kostir:
- Ódýrt og tekur lítinn tíma
- Góð svörun
- Mögulegt að yfirfæra á svipuð viðföng
- Gallar:
- Erfitt að alhæfa fyrir önnur viðföng
- Ekki dæmigert fyrir þýðið
- Niðurstöður háðar einkennum úrtaksins
- Algengt í eigindlegum rannsóknum
Hvað er snjóboltaúrtak?
- Snowballing sampling
- Veljum hóp af þáttakendum og biðjum þá svo að benda okkur á aðra sem gætu tekið þátt í rannsókninni.
- Gott þegar verið er að vinna með eitthvað sjaldgæft.
- Dæmi: Rannsókn á fólki með sjaldgæfan sjúkdóm – einn þátttakandi bendir á annan o.s.frv.
- Kostir:
- Hjálpar að ná til hópa sem erfitt er að finna
- Skilvirk leið til að stækka úrtak
- Byggir á trausti og eykur þáttökuvilja
- Gallar:
- Getur leitt til einsleitni í úrtakinu
- Ekki tilviljunakennt og ekki alhæfanlegt
- Valskekkja
Hvað er einfalt tilviljanaúrtak?
- Simple random sample
- Allir hafa jafna möguleika á að komast í úrtakið
- Líkindaúrtak í sinni einföldustu mynd
- Allir hafa jafna möguleika á að lenda í úrtakinu
- Dæmi: Rannsakandi dregur 300 einstaklinga af handahófi úr þjóðskrá.
- Kostir:
- Gefur hámarks líkur á að úrtakið sé lýsandi fyrir þýðið
- Minnkar skekkju vegna vals
- Góð forsenda fyrir tölfræðilega ályktun
- Gallar:
- Getur verið erfitt í framkvæmd ef þýðið er stórt eða óaðgengilegt
- Krefst aðgengis að heildarlista yfir allt þýðið
- Dýrt eða tímafrekt í sumum tilfellum
Hvað er lagskipt tilviljanaúrtak?
- Stratified random sample
- Skiptum þýðinu í lög (strata) á grundvelli sameiginlegra eiginleika, til dæmis eftir kyni eða aldri
- Tökum tilviljunarúrtak úr hverju lagi
- Tryggir að í úrtakinu sé ákveðinn fjöldi úr hverju „lagi“
- Dæmi: Þýði = 60% konur, 40% karlar ⇒ velja í sama hlutfalli í úrtak.
- Kostir:
- Tryggir að öll undirþýði / hópar séu fulltrúaðir
- Minnkar úrtaksskekkju, sérstaklega ef hópar eru ólíkir
- Gerir nákvæmari samanburð milli hópa
- Hentar vel þegar lýðfræðileg breytileiki er mikil
- Gallar:
- Þarf að vita hvernig þýðið skiptist (upplýsingar um hópa)
- Flóknara í framkvæmd en einfalt slembiúrtak
- Krefst sérstaks slembivals fyrir hvern hóp
Hvað er kerfisbundið tilviljanaúrtak?
- Systematic sample
- Kerfisbundin aðferð við að velja í úrtak
- Dæmi: Rannsakandi velur hverja 5. manneskju af lista með 1000 nöfnum.
- Kostir:
- Auðvelt og fljótlegt í framkvæmd
- Gefur ágætlega dreift úrtak
Gott þegar þýðisskrá er til
- Líklegt að úrtakið verði nokkurn veginn fulltrúagilt
- Gallar:
- Ef röðun þýðisins fylgir mynstri, getur það skekkt úrtakið
- Ekki jafn nákvæmt og einfalt slembiúrtak í öllum tilfellum
- Hentar ekki ef þýðisskrá vantar eða er óáreiðanleg
Hvað er klasaúrtak?
- Cluster sampling
- Í þýðinu eru skilgreindir ákveðnir klasar
- Sveitarfélög, skólar, hverfi
- Klasar valdir eftir tilviljun
- Dæmi: Rannsókn á skólagöngu barna – 10 skólar valdir af handahófi og öll börn í þeim rannsökuð.
- Kostir:
- Hentar vel fyrir stór og dreifð þýði
- Ódýrara og skilvirkara en að safna víða um land
- Einfaldara í framkvæmd þegar engin heildarskrá yfir allt þýðið er til
- Gallar:
- Getur haft meiri úrtaksskekkju ef klasar eru mjög ólíkir
- Einstaklingar innan sama klasa líkari hver öðrum (hópskekkja / intraclass correlation)
- Alhæfing getur orðið veikari en í slembiúrtaki með stökum
Hvað er úrtakadreifing?
- Úrtakadreifing (sampling distribution) er dreifing tölfræðilegra mælinga (t.d. meðaltala) sem fengnar eru úr mörgum úrtökum af sömu stærð úr sama þýði
- Úrtakadreifingin hefur bjöllulaga lögun (normaldreifingu) ef úrtakið er nógu stórt
Hvað er ytra réttmæti?
- Getum við notað niðurstöðurnar til að draga ályktanir um stærri hóp?
- Ekki jafn mikilvægt í öllum rannsóknum
– Mikilvægt t.d. í kosningarannsókn þar sem segja má að tilgangurinn sé að yfirfæra niðurstöður yfir á stærri hóp
– Minna mikilvægt t.d. í sálfræðilegum tilraunum
– Ekki þörf á að huga að þessu t.d. þegar skoðuð eru tengsl tveggja breyta á meðal allra en ekki bara í tilteknum hópi
- Oft talað um að rannsókn hafi alhæfingargildi
- Til að tryggja að hægt sé að alhæfa út frá niðurstöðum er mikilvægt að úrtakið endurspegli þýðið
- Dæmi: Ef rannsókn á 50 nemendum í einum skóla sýnir að bætt mataræði dregur úr kvíða – má þá alhæfa það á alla unglinga?
Hvað er innra réttmæti?
- Hve örugglega getum við ályktað um orsakasamband?
- Að hve miklu leyti hefur áhrifum ytri breyta verið stjórnað?
- Dæmi: Ef tilraun sýnir að sálfræðimeðferð lækkar kvíða, má þá útiloka að það hafi verið vegna félagslegs stuðnings?
Hvað er klassískt tilraunarsnið?
- Markmiðið að greina orsök og afleiðingu
- Krefst þess að rannsakandi geti stýrt því hverjir fá „inngrip“ og hverjir ekki
- Það verður að vera hægt að útiloka aðrar skýringar en þær sem eru afleiðingar „inngripsins“
- Slembival í hópa (random assignment)
- Tilraunahópur (experimental group) sem fær „inngrip“ og samanburðarhópur (control group)
- Gerum mælingar fyrir og eftir „inngrip“ (pretest – posttest)
- Dæmi: Rannsókn á áhrifum námskeiðs gegn streitu. Þátttakendum er skipt í tilraunahóp (fær námskeið) og samanburðarhóp (fær ekki). Mælt fyrir og eftir
Hvað er lýsandi þversniðsrannsókn?
- Lýsandi rannsóknir (descriptive studies)
- Lýsir einkennum
- Notar einfalda tölfræði, t.d. meðaltöl, tíðni og prósentur
- Rannsókn sem mælir ástand eða skoðanir á einum tímapunkti
- Dæmi: Hversu mörg prósent styðja ríkisstjórnina?
Hvað er samanburðarrannsókn?
- Samanburðarrannsóknir (comparative studies)
- Ber tvo eða fleiri hópa saman til að skoða mun á hegðun, viðhorfum os.frv.
- Kannar hvort munur sé milli hópa
- Oft verið að bera saman lönd, hverfi, skóla, kynin, aldurshópa
- Gagna aflað með sama hætti á fleiri en einum vettvangi
- Dæmi: Er munur á ánægju nemenda í HÍ og HR með námið?
Hvað er langtímarannsókn?
- Gagna er aflað á nokkrum tímapunktum yfir lengri tíma, gjarnan meðal sama hóps
- Kostir langtímarannsókna:
- Auðveldar rannsakendum að greina áhrif (hægt að sjá hvað kom á undan og hvað á eftir)
- Gallar:
- Dýrar í framkvæmd
Brottfall úr hópnum, ef fylgja á sama hópnum eftir
- Nokkrar tegundir langtímarannsókna:
- Panelrannsóknir
- Könnun lögð fyrir sama hópinn (oft tilviljunarúrtak úr þýði allra landsmanna) með reglulegu millibili
- Markmið að skoða hvaða þættir tengjast breytingum á hegðun og aðstæðum yfir tíma
- Hóprannsóknarsnið („Cohort“)
- Könnun lögð, með reglulegu millibili, fyrir hóp sem hefur einhverja sameiginlega eiginleika eða hefur orðið fyrir samskonar „áreiti“
- Markmið að kanna afdrif hópsins
- Dæmi: Unglingar sem þurftu að flytja frá Grindavík vegna náttúruhamfara fylgt eftir í mörg ár til kanna afdrif þeirra og breytingar á líðan
- Endurteknar þversniðsrannsóknir („Trend“)
- Hér er valið nýtt úrtak fyrir hverja gagnaöflun og er því ekki um að ræða sama hópinn
Hvað er samleitandi snið?
- Báðar aðferðir hafa jafnmikið vægi, gagna aflað á sama tíma
- Rannsókn sem notar bæði megindlegar og eigindlegar aðferðir samtímis og ber saman niðurstöðurnar.
- Dæmi: Könnun á kvíða (megindlegt) + viðtöl við þátttakendur (eigindlegt) til að fá dýpri skilning.
Hvað er skýrandi raðsnið?
- Byrjað á að afla megindlegra gagna og því fylgt eftir með eigindlegri gagnaöflun
- Röðin skiptir máli: megindlegt → eigindlegt.
- Dæmi: Fyrst könnun sýnir að ungt fólk í sveitum hefur minna sjálfstraust. Síðan eru tekin viðtöl til að útskýra af hverju.