Rannsóknaraðferðir - Lokapróf Flashcards

Hugtök (74 cards)

1
Q

Hvað eru gagnreyndar vinnuaðferðir?

A
  • Evidence based practice
  • Í starfi sé unnið út frá hugmyndum sem taka mið af nýjum rannsóknum og þekkingu, þar sem notandinn er settur í fyrsta sætið
  • Að setja fram spurningu

Að leita rannsókna til að svara spurningunni

  • Að meta gildi rannsóknanna
  • Að samhæfa niðurstöður, faglegt mat og viðhorf notenda
  • Að leggja mat á útkomuna
  • Til að geta beitt gagnreyndum vinnuaðferðum þurfa félagsráðgjafar að hafa öðlast hæfni í að lesa og meta niðurstöður rannsóknar
  • Dæmi: Félagsráðgjafi notar meðferðaraðferð (t.d. lausnamiðaða nálgun) sem sýnt hefur verið fram á með rannsóknum að virki fyrir ungt fólk með kvíða.
  • T.d.: Hvatningarviðtöld, HAM, Áfallamiðaða nálgun og svo framvegis.
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Hvað eru félagsvísindalegar rannsóknir?

A
  • Social research/social sience research)
  • Akademískar rannsóknir um samfélag manna sem byggja á félagsvísindalegum kenningum og hugtökum til að …
  • Móta viðfangsefni rannsóknar
  • Túlka niðurstöður rannsóknar

Þekkingarsköpun sem …

  • Felur í sér athugun (exploration): Að leita skilnings
  • Er kerfisbundin (systematic): Gerð á skipulegan hátt með þar til gerðum aðferðum
  • Er empírísk (empirical): Byggir á gögnum
  • Snýr að samfélaginu (social life): Fæst við alls konar viðfangsefni sem snúa að fólki
  • Tvö meginsvið félagsvísindalegra rannsókna eru megindlegar og eigindlegar rannsóknaraðferðir
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Hvað er vísindaheimspeki?

A
  • Byggja á mismunandi vísindaheimspeki:
  • Þ.e. sýn rannsakanda á eðli heimsins og þar með hvernig best sé að rannsaka hann
  • Hvers eðlis er veruleikinn?
  • Hvert er samband rannsakanda við veruleikann og hvað er hægt að vita?
  • Hvaða aðferðir er hægt að nota til að rannsaka veruleikann?
  • Dæmi: Spurningar eins og „Getum við einhvern tíma vitað sannleikann?“ eða „Eru kenningar endanlega sannar eða alltaf breytilegar?“
  • Hugtök eins og raunhyggja (empiricism) og rökhyggja (rationalism) tilheyra þessu sviði.
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Hvað er afleiðsla?

A
  • Megindlegar rannsóknir byggja á afleiðslu
  • Kenning - tilgáta - Mæling/greining - ákvörðun (hafna eða samþykkja tilgátu)
  • Rökleiðsla þar sem við drögum ályktun frá almennu til sértæks.
  • Dæmi:
  • Forsenda: Allir nemendur í FRG eru félagsráðgjafarnemar.
  • Anna er í FRG.
  • Anna er félagsráðgjafarnemi.
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Hvað er aðleiðsla?

A
  • Eigindlegar rannsóknir byggja á aðleiðslu
  • Athugun - Greining (uppgötva þemu/mynstur) - Hugtök tengd við kenningu
  • Rökleiðsla þar sem við drögum ályktun frá sértækum dæmum til almennra regla.
  • Dæmi: Ef við skoðum 50 félagsráðgjafa og allir segjast nota gagnreyndar aðferðir - gæti það bent til þess að flestir félagsráðgjafar geri það.
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Hvað er úrtak?

A
  • Úrtak (sample) er safn einstaklinga sem eru valdir úr skilgreindu þýði
  • Ef tekið er stórt tilviljunarúrtak úr þýði ættu eiginleikar úrtaksins að líkjast eiginleikum þýðisins

Tilgangur þess að nota úrtak:

  • Hagkvæmni með tilliti til:

– tíma

– kostnaðar

– starfsfólks

  • Rétt valið úrtak gefur nægjanlega nákvæmni og getur gefið áreiðanlegar og réttmætar niðurstöður

Tveri meginflokkar úrtaka:

  • Ekki-líkindaúrtök (non-probability samples)

– Líkur hvers einstaklings í þýðinu til að lenda í úrtakinu eru ekki þekktar

  • Ekki hægt að reikna út skekkjumörk
  • Því ekkert hægt að segja um alhæfingargildi
  • Ekki endilega svo slæm, við bara vitum það ekki
  • Líkindaúrtök (probability samples)

– Líkurnar á því að hver einstaklingur í þýðinu lendi í úrtakinu eru þekktar

  • Hægt að reikna út skekkjumörk
  • Grundvöllur ályktunartölfræði
  • Gott ytra rannsóknarréttmæti (external validity)
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Hvað er þýði?

A
  • Þýði (population) er samansafn allra einstaklinga með tiltekna eiginleika:
  • Íslendingar
  • Reykvíkingar
  • Nemar við HÍ

Dæmi um úrtak vs þýði:

  • Þýði: Allur hópurinn sem við viljum rannsaka - Allir framhaldsskólanemar á Íslandi
  • Úrtak: Lítill hópur valinn úr þýðinu til að safna gögnum - 500 nemendur úr 10 skólum
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Hvað er hentugleikaúrtak?

A
  • Convenience sample
  • Valið er í höndum rannsakanda
  • Þátttakendur valdir vegna þess að þeir voru á réttum stað á réttum tíma fyrir rannsakanda
  • T.D. fólk í kringlunni
  • Ódýrasta aðferðin og tekur minnstan tíma
  • Auðvelt að nálgast þátttakendur
  • Miklar skekkjur og sjálfval þátttakenda
  • Dæmi: Rannsakandi spyr nemendur í eigin bekk um netnotkun þeirra.
  • Kostir: Ódýrast, tekur minnstan tíma, þægilegast
  • Gallar: Skekkja við val þátttakenda, hefur ekkert alhæfingargildi
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Hvað er kvótaúrtak?

A
  • Quota sample
  • Kvótaúrtak er framlenging af matsúrtaki.
  • Búum fyrst til flokka eða kvóta úr þýðinu frá ákveðnum atriðum sem byggja á mati (kyn, aldur og kynþáttur).
  • Kvótaúrtak tryggir að hlutfall atriða verði það sama og í þýðinu.
  • Getum notað hvaða aðferð sem er til að velja stök úr kvótanum.
  • Dæmi: 100 þátttakendur: 50 karlar og 50 konur á aldrinum 18–30 ára.
  • Kostir:
  • Tryggir að hluthópar séu með í úrtakinu
  • Hagkvæmt og fljótlegt
  • Gott fyrir viðhorfskannanir eða forkannanir
  • Gallar:
  • Ekki tilviljunarkennt → hætt við skekkju
  • Ekki hægt að fullyrða með sama öryggi um þýðið
  • Rannsakandi getur ómeðvitað haft áhrif á hverjir eru valdir (valskekkja)
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Hvað er markvisst úrtak?

A
  • Purposive sample
  • Þátttakendur valdir í úrtakið af því við teljum þá henta vel eða geta gefið miklar upplýsingar
  • “Verbal” einstaklingar með þroskahömlun
  • Krakkar sem eru virkir þátttakendur í félagsmiðstöðvum
  • Dæmi: Rannsókn á reynslu fatlaðs fólks af félagsþjónustu
  • Kostir:
  • Ódýrt og tekur lítinn tíma
  • Góð svörun
  • Mögulegt að yfirfæra á svipuð viðföng
  • Gallar:
  • Erfitt að alhæfa fyrir önnur viðföng
  • Ekki dæmigert fyrir þýðið
  • Niðurstöður háðar einkennum úrtaksins
  • Algengt í eigindlegum rannsóknum
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Hvað er snjóboltaúrtak?

A
  • Snowballing sampling
  • Veljum hóp af þáttakendum og biðjum þá svo að benda okkur á aðra sem gætu tekið þátt í rannsókninni.
  • Gott þegar verið er að vinna með eitthvað sjaldgæft.
  • Dæmi: Rannsókn á fólki með sjaldgæfan sjúkdóm – einn þátttakandi bendir á annan o.s.frv.
  • Kostir:
  • Hjálpar að ná til hópa sem erfitt er að finna
  • Skilvirk leið til að stækka úrtak
  • Byggir á trausti og eykur þáttökuvilja
  • Gallar:
  • Getur leitt til einsleitni í úrtakinu
  • Ekki tilviljunakennt og ekki alhæfanlegt
  • Valskekkja
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

Hvað er einfalt tilviljanaúrtak?

A
  • Simple random sample
  • Allir hafa jafna möguleika á að komast í úrtakið
  • Líkindaúrtak í sinni einföldustu mynd
  • Allir hafa jafna möguleika á að lenda í úrtakinu
  • Dæmi: Rannsakandi dregur 300 einstaklinga af handahófi úr þjóðskrá.
  • Kostir:
  • Gefur hámarks líkur á að úrtakið sé lýsandi fyrir þýðið
  • Minnkar skekkju vegna vals
  • Góð forsenda fyrir tölfræðilega ályktun
  • Gallar:
  • Getur verið erfitt í framkvæmd ef þýðið er stórt eða óaðgengilegt
  • Krefst aðgengis að heildarlista yfir allt þýðið
  • Dýrt eða tímafrekt í sumum tilfellum
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

Hvað er lagskipt tilviljanaúrtak?

A
  • Stratified random sample
  • Skiptum þýðinu í lög (strata) á grundvelli sameiginlegra eiginleika, til dæmis eftir kyni eða aldri
  • Tökum tilviljunarúrtak úr hverju lagi
  • Tryggir að í úrtakinu sé ákveðinn fjöldi úr hverju „lagi“
  • Dæmi: Þýði = 60% konur, 40% karlar ⇒ velja í sama hlutfalli í úrtak.
  • Kostir:
  • Tryggir að öll undirþýði / hópar séu fulltrúaðir
  • Minnkar úrtaksskekkju, sérstaklega ef hópar eru ólíkir
  • Gerir nákvæmari samanburð milli hópa
  • Hentar vel þegar lýðfræðileg breytileiki er mikil
  • Gallar:
  • Þarf að vita hvernig þýðið skiptist (upplýsingar um hópa)
  • Flóknara í framkvæmd en einfalt slembiúrtak
  • Krefst sérstaks slembivals fyrir hvern hóp
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q

Hvað er kerfisbundið tilviljanaúrtak?

A
  • Systematic sample
  • ​​Kerfisbundin aðferð við að velja í úrtak
  • Dæmi: Rannsakandi velur hverja 5. manneskju af lista með 1000 nöfnum.
  • Kostir:
  • Auðvelt og fljótlegt í framkvæmd
  • Gefur ágætlega dreift úrtak

Gott þegar þýðisskrá er til

  • Líklegt að úrtakið verði nokkurn veginn fulltrúagilt
  • Gallar:
  • Ef röðun þýðisins fylgir mynstri, getur það skekkt úrtakið
  • Ekki jafn nákvæmt og einfalt slembiúrtak í öllum tilfellum
  • Hentar ekki ef þýðisskrá vantar eða er óáreiðanleg
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
15
Q

Hvað er klasaúrtak?

A
  • Cluster sampling
  • Í þýðinu eru skilgreindir ákveðnir klasar
  • Sveitarfélög, skólar, hverfi
  • Klasar valdir eftir tilviljun
  • Dæmi: Rannsókn á skólagöngu barna – 10 skólar valdir af handahófi og öll börn í þeim rannsökuð.
  • Kostir:
  • Hentar vel fyrir stór og dreifð þýði
  • Ódýrara og skilvirkara en að safna víða um land
  • Einfaldara í framkvæmd þegar engin heildarskrá yfir allt þýðið er til
  • Gallar:
  • Getur haft meiri úrtaksskekkju ef klasar eru mjög ólíkir
  • Einstaklingar innan sama klasa líkari hver öðrum (hópskekkja / intraclass correlation)
  • Alhæfing getur orðið veikari en í slembiúrtaki með stökum
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
16
Q

Hvað er úrtakadreifing?

A
  • Úrtakadreifing (sampling distribution) er dreifing tölfræðilegra mælinga (t.d. meðaltala) sem fengnar eru úr mörgum úrtökum af sömu stærð úr sama þýði
  • Úrtakadreifingin hefur bjöllulaga lögun (normaldreifingu) ef úrtakið er nógu stórt
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
17
Q

Hvað er ytra réttmæti?

A
  • Getum við notað niðurstöðurnar til að draga ályktanir um stærri hóp?
  • Ekki jafn mikilvægt í öllum rannsóknum

– Mikilvægt t.d. í kosningarannsókn þar sem segja má að tilgangurinn sé að yfirfæra niðurstöður yfir á stærri hóp

– Minna mikilvægt t.d. í sálfræðilegum tilraunum

– Ekki þörf á að huga að þessu t.d. þegar skoðuð eru tengsl tveggja breyta á meðal allra en ekki bara í tilteknum hópi

  • Oft talað um að rannsókn hafi alhæfingargildi
  • Til að tryggja að hægt sé að alhæfa út frá niðurstöðum er mikilvægt að úrtakið endurspegli þýðið
  • Dæmi: Ef rannsókn á 50 nemendum í einum skóla sýnir að bætt mataræði dregur úr kvíða – má þá alhæfa það á alla unglinga?
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
18
Q

Hvað er innra réttmæti?

A
  • Hve örugglega getum við ályktað um orsakasamband?
  • Að hve miklu leyti hefur áhrifum ytri breyta verið stjórnað?
  • Dæmi: Ef tilraun sýnir að sálfræðimeðferð lækkar kvíða, má þá útiloka að það hafi verið vegna félagslegs stuðnings?
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
19
Q

Hvað er klassískt tilraunarsnið?

A
  • Markmiðið að greina orsök og afleiðingu
  • Krefst þess að rannsakandi geti stýrt því hverjir fá „inngrip“ og hverjir ekki
  • Það verður að vera hægt að útiloka aðrar skýringar en þær sem eru afleiðingar „inngripsins“
  • Slembival í hópa (random assignment)
  • Tilraunahópur (experimental group) sem fær „inngrip“ og samanburðarhópur (control group)
  • Gerum mælingar fyrir og eftir „inngrip“ (pretest – posttest)
  • Dæmi: Rannsókn á áhrifum námskeiðs gegn streitu. Þátttakendum er skipt í tilraunahóp (fær námskeið) og samanburðarhóp (fær ekki). Mælt fyrir og eftir
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
20
Q

Hvað er lýsandi þversniðsrannsókn?

A
  • Lýsandi rannsóknir (descriptive studies)
  • Lýsir einkennum
  • Notar einfalda tölfræði, t.d. meðaltöl, tíðni og prósentur
  • Rannsókn sem mælir ástand eða skoðanir á einum tímapunkti
  • Dæmi: Hversu mörg prósent styðja ríkisstjórnina?
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
21
Q

Hvað er samanburðarrannsókn?

A
  • Samanburðarrannsóknir (comparative studies)
  • Ber tvo eða fleiri hópa saman til að skoða mun á hegðun, viðhorfum os.frv.
  • Kannar hvort munur sé milli hópa
  • Oft verið að bera saman lönd, hverfi, skóla, kynin, aldurshópa
  • Gagna aflað með sama hætti á fleiri en einum vettvangi
  • Dæmi: Er munur á ánægju nemenda í HÍ og HR með námið?
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
22
Q

Hvað er langtímarannsókn?

A
  • Gagna er aflað á nokkrum tímapunktum yfir lengri tíma, gjarnan meðal sama hóps
  • Kostir langtímarannsókna:
  • Auðveldar rannsakendum að greina áhrif (hægt að sjá hvað kom á undan og hvað á eftir)
  • Gallar:
  • Dýrar í framkvæmd

Brottfall úr hópnum, ef fylgja á sama hópnum eftir

  • Nokkrar tegundir langtímarannsókna:
  • Panelrannsóknir
  • Könnun lögð fyrir sama hópinn (oft tilviljunarúrtak úr þýði allra landsmanna) með reglulegu millibili
  • Markmið að skoða hvaða þættir tengjast breytingum á hegðun og aðstæðum yfir tíma
  • Hóprannsóknarsnið („Cohort“)
  • Könnun lögð, með reglulegu millibili, fyrir hóp sem hefur einhverja sameiginlega eiginleika eða hefur orðið fyrir samskonar „áreiti“
  • Markmið að kanna afdrif hópsins
  • Dæmi: Unglingar sem þurftu að flytja frá Grindavík vegna náttúruhamfara fylgt eftir í mörg ár til kanna afdrif þeirra og breytingar á líðan
  • Endurteknar þversniðsrannsóknir („Trend“)
  • Hér er valið nýtt úrtak fyrir hverja gagnaöflun og er því ekki um að ræða sama hópinn
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
23
Q

Hvað er samleitandi snið?

A
  • ​​Báðar aðferðir hafa jafnmikið vægi, gagna aflað á sama tíma
  • Rannsókn sem notar bæði megindlegar og eigindlegar aðferðir samtímis og ber saman niðurstöðurnar.
  • Dæmi: Könnun á kvíða (megindlegt) + viðtöl við þátttakendur (eigindlegt) til að fá dýpri skilning.
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
24
Q

Hvað er skýrandi raðsnið?

A
  • Byrjað á að afla megindlegra gagna og því fylgt eftir með eigindlegri gagnaöflun
  • Röðin skiptir máli: megindlegt → eigindlegt.
  • Dæmi: Fyrst könnun sýnir að ungt fólk í sveitum hefur minna sjálfstraust. Síðan eru tekin viðtöl til að útskýra af hverju.
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
25
Hvað er könnunarraðsnið?
- Byrjað á að afla eigindlegra gagna og því fylgt eftir með megindlegri gagnaöflun - Röðin: eigindlegt → megindlegt. - Dæmi: Fyrst tekin viðtöl við innflytjendur um aðgengi að heilbrigðisþjónustu, svo hönnuð könnun byggð á þeim gögnum.
26
Hvað er tilbúið matstæki?
- Mælitæki sem rannsakandi býr sjálfur til eða aðlagar að rannsóknarefni. - Dæmi: Rannsakandi sem býr til spurningalista um áreitni á netinu þar sem ekkert slíkt matstæki er til á íslensku.
27
Hvað eru leiðandi spurningar?
- Spurningar sem stýra svarinu eða gefa til kynna hvaða svar er rétt. - Leiðandi spurningar skekkja niðurstöður og minnka réttmæti. - Dæmi: - Formáli getur gert spurningu leiðandi - Fullyrðing í stað spurningar getur verið leiðandi - Já og nei spurningar geta verið leiðandi - Spurning sem er í ójafnvægi er leiðandi - Dæmi geta verið leiðandi - Dæmi: „Ertu ekki sammála því að borgin ætti að bæta þjónustu sína við eldri borgara?“ - Betra: „Hvernig metur þú þjónustu borgarinnar við eldri borgara?“
28
Hvað eru opnar spurningar?
- Svarendur geta orðað svör sín sjálfir – ekkert svarmynstur gefið. - Engir fyrirframgefnir svarmöguleikar - Dæmi: „Hvað finnst þér mikilvægast í góðri vináttu?“ - Kostir: – Hægt að nota ef rannsakandi veit ekki um viðeigandi svarmöguleika – Auðvelda svaranda að tjá sig út frá sjónarhorni sínu - Gallar: – Tímafrekt og erfitt í svörun – Tímafrekt í úrvinnslu
29
Hvað eru lokaðar spurningar?
- Svarkostir eru fyrirfram ákveðnir - Kostir: - Auðveldar svörun - Auðveldar úrvinnslu og staðlaðan samanburð - Svarmöguleikarnir hjálpa svaranda að skilja spurninguna - Gallar: - Vantar e.t.v. svarmöguleika - Einfaldar veruleikann - Geta kallað fram skoðanir/svör sem ekki lýsa raunverulegri reynslu fólks
30
Hverjir eru kostir og gallar netkannana?
- Kostir: - Lítill kostnaður - Fljótvirkt - Sveigjanlegur spurningalisti - Nota myndræna framsetningu - Flóknir spurningalistar - Ekki spyrlaáhrif - Gallar: - Úrtaksgerð takmarkaðri - Mismunandi aðgangur að netinu - Netfangalistar? - Ekki stjórn á aðstæðum - Við hvaða aðstæður er svarað - Í hvaða röð? - Hver?
31
Hverjir eru kostir og gallar símakannana?
- Kostir: - Fremur hátt svarhlutfall - Nokkuð góð stjórn á aðstæðum - Við hvaða aðstæður er svarað? - Í hvaða röð? - Hver? - Hægt að útskýra, fyrirbyggja misskilning - Miklar upplýsingar á stuttum tíma - Flóknir spurningalistar - Gallar: - Ekki of langir listar - Hentar ekki fyrir allar tegundir spurninga - Spyrlaáhrif - Spurning með nafnleysi - Frekar dýrar
32
Hverjir eru kostir og gallar heimsóknarkannna?
- Kostir: - Hátt svarhlutfall - Langir spurningalistar - Mest stjórn á aðstæðum - Við hvaða aðstæður er svarað? - Í hvaða röð? - Hver? - Hægt að útskýra, fyrirbyggja misskilning - Myndrænar spurningar - Gallar: - Mikill kostnaður - Ferðir, þjálfun spyrla, umsjón og launakostnaður - Mikil spyrlaáhrif - Flókið í framkvæmd
33
Hvað eru spyrlaáhrif?
- Spyrillinn getur haft áhrif á svör - Dæmi: Þátttakandi forðast að nefna kynferðislegt ofbeldi ef spyrillinn er ókunnugur eða af hinu kyninu.
34
Hvað er breyta?
- Vinnum með tölur - Fanga viðfangsefnið í breytur - Nota breyturnar til að mæla - Hvernig tengjast breyturnar? - Er munur á breytunum eftir hópum? - Dæmi: Aldur, kyn, menntunarstig, kvíðastig, laun.
35
Hvað er frumbreyta?
- Breyta getur verið frumbreyta í einni rannsókn en stýribreyta eða fylgibreyta í annarri rannsókn. - Menntun (frumbreyta) og Tekjur (fylgibreyta) - Tekjur (frumbreyta) og fjöldi utanlandsferða síðustu fimm ár (fylgibreyta) - Þetta snýst allt um samhengi. - Dæmi: Þátttaka í sálfræðimeðferð (já/nei).
36
Hvað er fylgibreyta?
- Notuð til að meta áhrif frumbreytu - Breyta sem er háð einni eða fleiri frumbreytum - Dæmi: Kvíðastig eftir meðferð.
37
Hvað er stýribreyta?
- Við viljum stjórna fyrir áhrif breytu ef grunur leikur á að: - Hún sé ólík á milli hópanna sem við erum að bera saman - Hún tengist frumbreytunni eða (sérstaklega) fylgibreytunni - Dæmi: Er árangur í háskóla háður þeim fram- haldsskóla sem nemendur stunduðu nám við? - Búseta, menntun foreldra, grunnskóli, tími, grein í háskóla, heimalærdómur, vinna með námi...
38
Hvað er réttmæti?
- Metur matstækið það sem því er ætlað að meta? - Innihaldsréttmæti (e. Content validity) - Nær mælingin yfir öll þau atriði sem henni er ætla að ná yfir? - Ef við t.d. metum heilsu með því einu að mæla hæð og þyng fólks þá höfum við lítið innihaldsréttmæti. Okkur vantar mælingar fyrir fleiri atriði sem teljast til heilsu. - Viðmiðsbundið réttmæti (e. Criterion-related validity) - Gefur til kynna hversu sterk tengsl próf hefur við aðrar mælingar sem ættu að tengjast niðurstöðu prófsins. Skiptist í: - Samtímaréttmæti (e. Concurrent validity) - Spáréttmæti (e. Predictive validity) - Tengsl greindarprófs við námsárangur=samtímaréttmæti - Greindarpróf sem forspárgildi fyrir námsárangur í framtíðinni=spáréttmæti - Dæmi: Mælir próf í félagsráðgjöf raunverulega þekkingu á því sviði?
39
Hvað er áreiðanleiki?
- Hversu stöðug er mælingin? - Ef við mælum aftur með sama mælitæki fáum við þá sömu niðurstöðu? - Test-retest - Segir þó ekkert um það hve skynsamlegur eða sanngjarn, eða öllu heldur réttmætur (e. valid), mælikvarðinn er - Nauðsynleg en ekki nægjanleg forsenda réttmætis (e. validity) - Dæmi: Ef sami einstaklingur svarar kvíðakvarða tvisvar með stuttu millibili og fær svipað skor ⇒ góður áreiðanleiki.
40
Hvað er nafnbreyta?
- Breytur sem byggja einungis á nöfnum eða flokkum - lokkabreyta – engin röð eða magn, bara nöfn/flokkar. - Dæmi: - Kyn - Stjórnmálaskoðun (-flokkur) - Búseta (höfuðborg vs landsbyggð)
41
Hvað er raðbreyta?
- Breytur sem gildum er raðað frá lægsta til hæsta gildis eða öfugt. Bil milli gilda er óþekkt - Flokkabreyta með röðun, en óvíst um jöfn bil á milli gilda. - Dæmi: - Menntun - Sæti (röð) í kapphlaupi - Röðun atriða eftir mikilvægi
42
Hvað er jafnbilabreyta?
- Breytur þar sem jafnt bil er á milli gilda. Bil milli gilda er þekkt - Hefur röðun og jöfn bil, en ekki raunverulegt núll. - Dæmi: - Gráður á Celsius - Greindarvísitala
43
Hvað er hlutfallsbreyta?
- Eins og jafnbilabreytur nema að hlutfallsbreytur hafa ákveðinn núllpunkt - Hefur röð, jöfn bil og raunverulegt núll (þar sem ekkert er til staðar). - Dæmi: - Aldur í árum - Laun/tekjur - Barnafjöldi
44
Hvað er meðaltal?
- Mean - Summa allra gildna deilt með fjölda - Dæmi: Meðalaldur 10 nemenda = 21 ár.
45
Hvað er tíðasta gildi?
- Mode - Það gildi sem kemur oftast fyrir í gagnasafni - Dæmi: 7, 8, 6, 7, 9, 10, 7 Talan 7 kemur 3 sinnum fyrir, hinar tölurnar koma sjaldnar. Tíðasta gildið = 7
46
Hvað er miðgildi?
- Median - Það gildi sem er í miðju gagnasafns ef tölum væri raðað frá lægstu til hæðstu. - Ef 2 eru í miðju er miðgildi meðaltal þeirra - Dæmi: Ef tekjur í þúsundum = [100, 150, 200, 210, 800] ⇒ miðgildi = 200.
47
Hvað er spönn?
- Range - Er mismunur milli hæsta og lægsta gildi - Dæmi: Hæsti aldur = 65, lægsti = 20 ⇒ spönn = 45 ár.
48
Hvað er staðalfrávik?
- Standard deviation - Segir til um hversu dreifð gögnin eru frá meðaltali. - Reiknað „samhliða“ meðaltali - Frávik stakanna frá meðaltalinu - S = 0 þegar allir einstaklingar taka sama gildið á tiltekinni breytu - Því meira sem gildi tiltekinnar breytu víkja frá meðaltali hennar, því hærra er staðalfrávikið - S=Staðalfrávik S2=Dreifni - Staðalfrávik reiknað: - Lista upp öll gildin í dæminu - Reikna meðaltalið - Draga meðaltalið frá hverju gildi og setja niðurstöðuna í annað veldi (þessa tölu köllum við x2) - Leggja saman x2 - Deila þeirri summu (skref 4) með n-1, þ.e. fjölda gilda í dæminu mínus 1 - Draga kvaðratrót af þeirri tölu -Dæmi: Tveir bekkir með sama meðaltal í einkunnum en einn bekkur með mikið stærri dreifingu ⇒ hærra staðalfrávik.
49
Hvað eru dálkaprósentur?
- Prósentutafla sem er lesin niður - Notað í töflum til að sýna hlutföll innan dálka. - Dæmi: Í krosskrosstöflu sem sýnir kyn og viðhorf – dálkaprósentur segja okkur hver hlutfall kvenna og karla er innan hvers viðhorfs.
50
Hvað eru raðaprósentur?
- Prósentutafla sem er lesin frá vinstri til hægri - Sýna hlutföll innan raða. - Dæmi: Sama tafla – raðaprósentur sýna hvernig mismunandi viðhorf dreifast meðal karla eingöngu eða kvenna eingöngu.
51
Hvað er marktektarpróf?
- Marktektarpróf hjálpa okkur að meta hvort munur sem finnst í úrtaki hafi komið upp fyrir tilviljun eða hvort hann er raunverulega til staðar í þýðinu - Við þurfum að ákveða hversu viss við viljum vera í tilgátuprófun okkar - Ef niðurstöður eru marktækar miðað við 0,05 (þ.e. Ef p<0,05) þýðir það að: - Innan við 5% líkur eru á því að niðurstaða í úrtaki sé fengin fyrir tilviljun - Það eru 95% líkur á að niðurstaða sem fæst í úrtaki sé einnig til staðar í þýði
52
Hvenær skal nota t próf óháðra úrtaka?
- Þegar borið er saman meðaltöl tveggja óháðra hópa. - Þú ert með tvö óháð úrtök (t.d. karlar og konur, meðferð vs. ekki meðferð). - Þú mælir einhverja samfellda breytu (t.d. kvíðastig, einkunn, laun). - Þú vilt athuga hvort meðaltölin eru marktækt ólík. - Dæmi: Meðaltal kvíðaskora hjá konum vs. körlum
53
Hvenær skal nota kí-kvaðrat próf?
- Þegar tengsl tveggja flokkabreytna eru skoðuð. - Þú ert með tvær flokkabreytur (t.d. kyn: kona/karl og viðhorf: já/nei). - Þú vilt athuga hvort tengsl eru á milli þeirra eða hvort þær eru óháðar. - Gögnin eru sett upp í krosstöflu (contingency table). - Dæmi: Tengsl milli kyns og viðhorfs til örorku – báðar breytur í flokkum (t.d. já/nei, karlar/konur).
54
Hvað er jákvæð fylgni?
- Þegar flestir sem hafa hátt gildi á annarri breytunni, hafa líka hátt gildi á hinni, verða tengslin jákvæð (+) - Tvær breytur hækka saman - Dæmi: Meiri hreyfing ⇨ betri líðan.
55
Hvað er neikvæð fylgni?
- Þegar flestir sem hafa hátt gildi á annarri breytunni, hafa lágt gildi á hinni, verða tengslin neikvæð (-) - Ein breyta hækkar og hin lækkar - Dæmi: Meiri streita ⇨ minni svefn.
56
Hvað eru vikmörk?
- Notum niðurstöðu í úrtaki til að spá fyrir um það bil sem þýðistalan liggur á (confidence interval) - Þegar reiknuð eru 95% vikmörk getum við sagt með 95% vissu að meðaltal eða hlutfall í þýði sé á tilteknu bili. - Spá (estimation), þá eru reiknuð vikmörk/öryggisbil - Dæmi: Meðaltekjur eru 450 þús. með vikmörk ±30.000 ⇒ alvöru meðaltekjur eru líklega milli 420.000 og 480.000. - Algengast: 95% vikmörk.
57
Hverjir eru kostir og gallar megindlegrar innihaldsgreiningar?
- Kostir: - Hlutlaus og skipulögð→ Reglur um hvernig texti er flokkaður, auðvelt að endurtaka. - Hægt að nota tölfræði→ Gögn eru sett í töflur og greind með tölfræðilegum aðferðum. - Gott fyrir stór gagnasöfn→ Mögulegt að greina t.d. mörg hundruð greinar eða Facebook-færslur. - Samanburður yfir tíma→ Hægt að skoða hvernig umfjöllun eða orðræða breytist með árunum. - Ódýrt og þægilegt→ Oft notað ef efnið er þegar til (t.d. fréttir, skjöl, vefsíður). - Gallar: - Segir ekki alltaf hvað fólk meinar→ Að telja orð segir ekki alltaf til um merkingu þeirra. - Erfitt að flokka stundum→ Rannsakandinn getur túlkað texta mismunandi → hætta á skekkju. - Of mikil einföldun→ Flókin hugtök eða tilfinningar geta týnst í tölulegri greiningu. - Gæðin ráðast af kóðakerfinu→ Ef flokkunarkerfið er lélegt, verða niðurstöðurnar líka lélegar. - Ekki gott fyrir allar rannsóknarspurningar→ Ef þú vilt vita hvernig fólk hugsar eða upplifir – þá hentar betur eigindleg aðferð.
58
Hvað er sjálfræðisreglan?
- Fá upplyst samþykki með að kynna upplýsingar, ferli rannsóknar og hugsanleg Áhrif hennar fyrir þattakendur - Krefst: Upplýsts samþykkis (informed consent), skýrrar kynningar og virðingar fyrir ákvörðun einstaklings. - Þátttakendur eiga rétt á að ákveða sjálfir hvort þeir taki þátt í rannsókn og með hvaða skilmálum. - Dæmi: Rannsakandi útskýrir markmið rannsóknar og biður um upplýst samþykki – þátttakandi má hafna eða hætta hvenær sem er.
59
Hvað er skaðleysisreglan?
- Það má ekki fylgja nein áhætta fyrir þáttakendur að taka þatt fyrir t.d heilsu og velferð - Rannsókn má ekki valda þátttakendum skaða, hvort sem það er líkamlegur, andlegur eða félagslegur. - Dæmi: Í viðtali við fólk með áfallasögu þarf rannsakandi að gæta þess að spurningar vekji ekki upp skaðlegar minningar – og vísa í stuðning ef þörf er á.
60
Hvað er nafnleynd?
- Rannsakandinn getur ekki rakið svör til einstakra þátttakenda - Mikilvæg í viðkvæmum málum (t.d. líðan, fíkn, afbrotasaga). - Dæmi: Í netkönnun eru ekki safnaðar IP-tölur eða nöfn – svör eru órekjanleg.
61
Hvað er gagnrýnin hugsun?
- Gagnrýnin hugsun snýst um að greina og meta upplýsingar - Til að fá sem réttasta mynd af viðfangsefninu - Hvernig? - Hlutlæg greining - Rökfræði - Meta forsendur - Af hverju skiptir gagnrýnin hugsun máli? - Rétt greining leiðir til réttra inngripa og lausna sem virka - Forðar okkur frá ranghugmyndum um heiminn - Út frá ykkar eigin hagsmunum: Árangur í starfi - Dæmi: Nemandinn skoðar niðurstöðu rannsóknar og spyr: „Er þetta raunverulega orsakatengsl, eða gæti verið að aðrar breytur útskýri þetta?“
62
Hver eru 4 einkenni gagnrýnis hugarfars?
- Opinn hugur - Vilja að skoða önnur sjónarmið - Forvitni - Vilji til að spyrja spurninga og afla sér þekkingar - Efahyggja - Ekki trúa sjálfkrafa því sem okkur er sagt - Auðmýkt - Gera sér gerin fyrir annmörkum eigin hugsunar og takmörkun þekkingar
63
Hvað er hugmyndafræði?
- Heimurinn er svona - Hann er það af því að - Hann ætti í raun að vera svona - Markmið: Virkja fólk í þágu einhvers - Hugmyndafræði gefur sig út fyrir að vera sannleikur - „Fact resistant“ - Tilhneiging til staðfestingarvillu - Fremur ósveigjanleg - Útfærslur eru villutrú - Fjarlægari sjónarmið eru hættuleg - Ekki ástæða til að eiga opið samtal við fulltrúa þeirra - Dæmi: Hugmyndin að „einstaklingurinn beri alfarið ábyrgð á eigin velferð“ er hluti af einstaklingshyggjuhugmyndafræði.
64
Hvað eru kenningar?
- Skipulagðar hugmyndir sem skýra og spá fyrir um fyrirbæri í heiminum. - Heimurinn er svona - Hann er það af því að - Tékkum á því hvort það er rétt - Ef það er rétt hér er það sem þarf að gera til að breyta því ef það er vilji til að breyta því - Markmið: komast að réttri niðurstöðu (að því marki sem það er hægt) - Kenningar styðja rannsóknir og rannsóknir prófa kenningar. - Dæmi: Félagsnámkenning Bandura spáir fyrir um að fólk læri hegðun með því að horfa á aðra.
65
Hvað eru tilgátur?
- Prófanlegar fullyrðingar sem segja til um væntanlegt samband milli breyta. - Prófaðar með tölfræðilegum aðferðum. - Tilgátur eru yfirlýsingar til bráðabirgða um að það sé samband milli tveggja eða fleiri breyta. - Notumst við tilgátur í megindlegum. Setjum fram áður en rannsókn á sér stað. Prófanleg með aðferðum tölfræði. Yfirlýsingar um samband milli breyta - Lesum fyrri rannsóknir og komum svo með tilgátu. ATH: Segir ekki til um orsakasamhengi. - Viljum fá skýrari mynd af tilgangi rannsóknar. Segja til um hugsanlegt samband breyta. Skýra stefnu rannsóknarinnar. - Dæmi: „Ungmenni sem stunda íþróttir eru með hærra sjálfsmat en þau sem gera það ekki.“
66
Hvað er kenningaprófun?
- Er aðferð í rannsóknum sem felst í því að prófa hvort gögn styðji ákveðna fræðilega kenningu eða tilgátu sem sett hefur verið fram fyrirfram. - - Dæmi: Rannsókn á tengslum milli félagslegs stuðnings og þunglyndis byggð á kenningu um verndandi áhrif félagsauðs.
67
Hver eru einkenni góðra rannsóknarspurninga?
- Skýr og afmörkuð - Mælanleg - Tengd fræðilegum grunni - Praktískt framkvæmanleg - Verðið að geta séð fyrir ykkur hvernig svar liti út - Fókus: Nógu þröng til að vera meðfærileg en ekki of þröng. - Áhugaverð/gagnleg: Vekur áhuga/gagnleg fyrir þjóðmálaumræðu og/eða stefnumótun. - Nýstárlegt: Bætir nýrri innsýn við. - Siðleg: Framkvæmanlegt innan siðferðilegra marka. - Rannsakanlegt: Hægt að svara með gögnum eða sönnunargögnum. - Dæmi: „Hvaða áhrif hefur fjarvera foreldris á tilfinningalegan þroska 6 ára barna?“
68
Hverjar eru gildrurnar við gerð rannsóknarspurninga?
- Of vítt: Hvernig hefur menntun áhrif á samfélagið? - Of þröngt: Hver er meðaleinkunn 10. bekkinga í einum skóla? - Hlaðið: Af hverju bregðast einstæðir foreldrar oft í menntun barna sinna? - Vitum svarið: Vegnar skilnaðarbörnum verr en börnum sem alast upp hjá báðum foreldrum? - Siðferðislega óverjandi: Er munur á útkomum skilnaðarbarna og þeirra sem alast upp hjá báðum foreldrum ef skilnuðum er úthlutað á fjölskyldu af handahófi? - Ekki gagnlegt/áhugavert: Hve margir Akureyringar eiga gullfiska? - Ekki hægt að svara með gögnum: Hvernig myndi skilnaðarbörnum vegna ef foreldrar þeirra hefðu ekki skilið?
69
Hverjar eru tegundir rannsóknarspurninga?
- Lýsandi: Hver eru mynstur fólksflutninga í svæði X? - Samanburðar: Hvernig er aðgengi að interneti ólíkt milli þéttbýlis og dreifbýlisnema? - Útskýring (orsakavaldandi): Hvaða áhrif hefur tekjustaða foreldra á háskólainntökuhlutfall? - Innsýn: Hvernig upplifa nemendur fjarnám í ólíkum félagslegum aðstæðum?
70
Hvað eru hugtök?
- Afmörkun viðfangsefnis á sér stað í gegnum rannsóknarspurningarnar og þau hugtök sem við notum í þeim. - Mikilvægt að við vitum hvaða merkingu við leggjum í hugtökin sem við notum í rannsóknarspurningunum okkar. - Hugtök þurfa að vera skilgreind vel svo hægt sé að mæla þau. - Dregur seigla úr líkunum á brotthvarfi úr námi? - Seigla; brotthvarf; nám - Forðist hugtök sem skarast: - Hvaða áhrif hefur fátækt á ánægju með lífið og hamingju? - Dæmi: Kvíði, félagsauður, jafnrétti, kynvitund.
71
Hvað er aðgerðarbinding?
- Að gera hugtak mælanlegt – þ.e. hvernig við mælum það í rannsókn. - Mikilvægt fyrir réttmæti rannsóknar - Dæmi: Hugtakið „þunglyndi“ aðgerðabundið með Beck þunglyndiskvarða (BDI).
72
Hvað er hringskýring?
- Skýring sem fer í hring og útskýrir ekkert raunverulega. - A) Námsfólk af tekjulægri heimilum er líklegra til að velja iðn- og starfsnám en námsfólk af tekjuhærri heimilum. - B) Kenning: Skynsemisval - A) Prófum: Er námsfólk af tekjulægri heimilum líklegra til að velja iðn- og starfsnám? - C) Hvað annað getum við notað til að prófa kenninguna? - Dæmi: „Hann er feiminn af því að hann talar aldrei í tímum.“ – en „það að hann tali aldrei í tímum“ er líka dæmi um feimni.
73
Hvað eru skráargögn?
- Gögn sem ýmsir aðilar halda um okkur vegna þjónustu sem þeir veita okkur eða vegna upplýsingaþarfar stjórnkerfisins. Gögnin verða til í daglegu lífi okkar. - Opinberir og einkaaðilar - Dæmi: - Íslenska ríkið: Skráð lögheimili, skráningar í skóla, sjúkraskrár, skattaskrá, samskipti ykkar við stofnanir. - Verslanir: Hvað þið kaupið, hve oft þið verslið, hve langt síðan þið komuð síðast. - TikTok: Hvaða myndbönd þið horfðuð á í heild, hvað þið kommentið á, hvaða myndbönd þið „stitchið“. - Félagsráðgjafar: Málaskrár - Ýmist vistað í málaskrám eða töflugrunnum. - Málaskrár ekki nýtilegar í megindlegum rannsóknum ... - ... en hægt að færa upplýsingarnar yfir í töflugrunna. - Skráargögn er hægt að tengja saman á kennitölu. - Hægt að tengja saman skrár frá mismunandi aðilum. - Sumir aðilar (t.d. Hagstofan) með margar mismunandi skrár sem er hægt að tengja saman. - Samtenging gagna fyrir rannsóknir er bundin lögum um persónuvernd og (eftir atvikum) leyfisskyldar hjá Vísindasiðanefnd. - Dæmi um skrár: - Þjóðskrá (Þjóðskrá). - Sakaskrá (Ríkissaksóknari). - Skattskrá (Ríkisskattstjóri og Hagstofa Íslands). - Skólaskrá (Skólar og Hagstofa Íslands). - Menntunarskrá (Hagstofa Íslands). - Lyfjaskrá (Landlæknisembættið). - Fasteignaskrá (Húsnæðis- og mannvirkjastofnun).
74
Hverjir eru kostir og gallar skráargagna?
- Kostir: - Hægt að tengja saman ýmsar ólíkar upplýsingar. - Oft ódýrara en að leggja fyrir könnun. - Þarf ekki að sannfæra fólk um að taka þátt. - Þurfum ekki að reiða okkur á minni/sannsögli viðmælenda. - Oft hægt að rekja þróun einstaklinga yfir tíma (panelgögn). - Oft stór úrtök eða upplýsingar um allt þýðið (tölfræðilegt afl). - Dregur úr skekkjum sem leiða af mismunandi svörun ólíkra hópa. - Oft hægt að meta breytingar á stefnu eða úrræðum beint. - Hægt að tengja saman ýmsar ólíkar upplýsingar. - Oft ódýrara en að leggja fyrir könnun. - Þarf ekki að sannfæra fólk um að taka þátt. - Þurfum ekki að reiða okkur á minni/sannsögli viðmælenda. - Oft hægt að rekja þróun einstaklinga yfir tíma (panelgögn). - Oft stór úrtök eða upplýsingar um allt þýðið (tölfræðilegt afl). - Dregur úr skekkjum sem leiða af mismunandi svörun ólíkra hópa. - Oft hægt að meta breytingar á stefnu eða úrræðum beint. - Gallar: - Skrárnar mótast ekki af þörfum rannsakenda heldur af þörfum skráarhaldara. - Upplýsingarnar eru fyrir vikið ekki alltaf nákvæmlega eins og myndi henta okkur best. - Vitum skráð lögheimili, en hvar býr fólk í alvöru? - Vitum allt um tekjur sem fólk taldi fram en ekkert um svartar tekjur - Vitum oft ekki hvað er á bakvið það sem er skráð. - Frístundastyrkur barns var notaður, en fór barnið á námskeiðið? - Eru gögnin í góðum gæðum? - Oft misbrestur í skráningarferlum eða misræmi á milli stofnana í skilgreiningum. - Breytingar á skilgreiningum og skráningu yfir tíma getur dregið úr sambærileika nýrri og eldri gagna. - Stofnanir oft hikandi við að deila gögnum. - Gagnaöryggi og persónuvernd. - Nær illa til þátta sem ekki eru haldnar skrár yfir. - Ef því að það er ekki hægt/af því það væri ekki siðlegt að halda slíkar skrár. Skoðanir, gildi, langanir, upplifanir, reynsla ...