Skipulag í hjúkrunarstarfi - 14.ágúst Flashcards

(14 cards)

1
Q

Hvað er skipulagsform hjúkrunar?

A

Það er ákveðið skilgreint skipulag sem gerir hjúkrunarfræðingum kleift að skipuleggja og veita ákv hópi sjúklinga hjúkrunarmeðferð
- Hjúkrunarmeðferð hvar sem hún er veitt innan stofnana, sérstaklega þar sem eru ekki í eðli sínu flóknar og krefjast þverfaglegrar meðferðar verða að reiða sig á ákv skipulagi
- Skipulagsform er undirstaða þess að hægt sé að skipuleggja og veita sjúkl og fjölskyldu þeirra meðferð
- Skipulagsform felur í sér mat á hjúkrunarþörfum, áætlun, veita hjúkrunarmeðferð og meta síðan árangurinn
- skipulagsform þarf að nýta sér hæfileika og þekkingu hjúkrunarfræðinga á sem bestan og hagkvæmastan hátt til að tryggj að sjúkl fái þá hjúkrunarmeðferð sem þeir þarfnast og eiga rétt á

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Til eru 5 mismunandi skipulagsform hjúkrunar, hver eru þau ?

A
  1. Heildarhjúkrun (total patient care)
  2. Verkhæfð hjúkrun (functional hjúkrun)
  3. Hóphjúkrun (team nursing)
  4. Einstaklingshæfð hjúkrun (primary nursing)
  5. Kjarnahjúkrun / einingarhjúkrun (modular nursing)

þessi skipulagsform eru ólík hvað varðar klíníska ákvarðanatöku, boðskipti og stjórnun

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Hvað er Heildarhjúkrun (total patient care) ?

A
  • Elsta skipulagsformið
  • Einn hjúkrunarfræðingur ábyrgur fyrir hjúkrunarmeðferð ákv. hóps sjúklinga og vinnur með sjúklingi, fjölskyldu, lækni og öðru heilbrigðisstarfsmönnum við að gera meðferðaráætlun fyrir sjúkling
  • Markmiðið er að einn hjúkrunarfræðingur veiti ákv sjúklingi/um heildræna hjúkrunarmeððferð á einni vakt og taki ákvarðanir um meðferð
  • mönnun tekur mið af bráðaþjónustu
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Hverjir eru kostir og gallar heildarhjúkrunar ?

A

Kostir:
- Aukin gæði tryggð þar sem hjúkrunarfræðingar sinna að mestu þörfum sjúklings
- Sjúklingamiðuð
- Samfella í hjúkrun tryggð yfir eina vakt
- Lítill tími fer í boðskipti

Gallar:
- Hjúkrunarfræðingar vinna verk sem annað starfsfólk gæti gert –> fjárhagslega óhagstætt
- Lítill möguleiki á að kenna og leiðbeina nýjum hjúkrunarfræðingum.. þeim sem hafa minni reynslu

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Hvað er Verkhæfð hjúkrun (Functional hjúkrun) ?

A
  • Lögð áhersla á verkið sjálft og framkvæmd þess þ.e að unnið sé á árangursríkan og hakvæman hátt.
  • Staðlar notaðir við líkamlega aðhlynningu
  • Verkefnum skipt upp og útdeillt til starfsfólks af deildarstjóra
  • Lítið tiillit tekið til heildrænna þarfa sjúklinga né hæfileika starfsfólks. Þeir minnst menntuðu sjá um rútínu vinnuna.
  • Deildastjóri úthlutar verkum og fylgist með að þau séu gerð. Hann er oft eini hjfr sem hefur yfirsýn yfir meðferð sjúkl.
  • Ánægja sjúkl er oft lítil og þeir vita oft ekki hver er hjfr þeirra
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Hverjir eru kostir og gallar verkhæfðar hjúkrunar?

A

Kostir:
- Endurtekning –> aukin hæfni og ákv gæði tryggð
- Verkefni vel skilgreind
- Góð nýting á mismunandi getu og hæfileikum fólks
- Skilvirkni og mikil afkastageta
- Krefst lágmarksmenntunar starfsfólks
- Gott ef lítil þróun og litlar breytingar í umhverfi

Gallar:
- Þarfir sjúklinga eru bútaðar niður í verkefni en ekki tekið tillit til heildrænna þarfa þeirra
- Erfiðleikar í samræmingu verka
- Lítil samfella í hjúkrunarmeðferð
- Lítil eða engin yfirsýn yfir þarfir sjúklingahópsins
- Vandamál með eftirfylgni
- Lítil tækifæri til að þroskast í starfi

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Hvað er hóphjúkrun (team nursing) ?

A
  • Sérhver sjúklingur á rétt á að fá bestu mögulegu hjúkrun miðað við þá mönnun og tíma sem er til umráða
  • Hjúkrunaráætlun er grundvallaratriði
  • Starfsmenn eiga rétt á að fá aðstoð og koma með hugmyndir um meðferð
  • Hópstarf hjúkrunarfólks veitir betri meðferð en einstaklingar hver í sínu lagi
  • Hóphjúkrun er úthlutun á hjúkrunarmeðfeðr til ákv hóps starfsfólks sem hefur mismunandi menntun og sérhæfingu
  • Hver hópur samanstendur af ákv fjölda hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða / (sérhæft aðstoðarfólk). Hann veitir hjúkrunarmeðferð undir stjórn hópstjórans
  • Hópstjórinn sem er hjúkrunarfræðingur gerir hjúkrunaráætlun, stýrir hjúkrunarmeðferð, úthlutar verkefnum , samhæfir og leiðbeinir og að lokum metur hjúkrunarmeðferðina
  • Hópstjórin. úthlutar verkefnum til hópsins og forgangsraðar þeim
  • Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar sem eru í hópnum gefa hópstjóra skýrslu

t.d Heimahjúkrun ??

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Hvaða atriði þarf að hafa í huga við hóphjúkrun ?

A
  • Hópstjóri er hjúkrunarfræðingur
  • Árangursrík boðskipti nauðsynleg
  • Hópstjóri verður að tileinka sér stjórnunartækni s.s skipulagningu, úhlutun verkefna, forgangsröðun boðskipti og lausn vandamála
  • Fundur með hópstjóra og öllum í hóp lykilatriði til að ná árangri
  • Hóphjúkrun takmarkast ekki af ákv vöktum
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Hverjir eru kostir og gallar hóphjúkrunar?

A

Kostir:
- Hjúkrunarfræðingur ábyrgur fyrir að stýra og samhæfa hjúkrunarmeðferð
- Hjúkrunarmeðferð ekki eins brotakennd og í verkhæfðri hjúkrun
- Nýtir betur starfsfólk með mismunandi menntun og reynslu
- Talin heppileg fyrir starfsfólk með litla reynslu

Gallar:
- Fagleg völd takmörkuð
- Tímafrek
- Hópar krefjast aukinnar mönnunar
- Boðskipti flókin
- Í manneklu er hætta á að hún fari yfir í verkhæfða hjúkrun

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Nefndu nokkrar leiðir til að auka gæði í hóphjúkrun

A
  • Hjúkra sama sjúklingahóp yfir lengri tíma (tryggir ákv gæði)
  • Tryggja úthlutun og árangursrík boðskipti (allir skilja það sem þeir eig að gera og að upplýsingum sé miðlað á árangursríkan hátt)
  • Ítarleg skýrslugjöf, munnleg/skrifleg (farið yfir meðferðarplan sérhvers sjúkl og upplýsingum miðlað )
  • Fastir fundir með starfsfólki (farið yfir meðferðaráætlun og framvindu)
  • Hjúkrunarfræðingur gerður ábyrgur fyrir hjúkrunarferli ákv sjúklings
  • Þjálfun hópstjóra (í leiðtogahlutverki, skipulagningu, útdeildingu, forgangsröðun og í árangursríkum boðskiptum)
  • Næg mönnun
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Hvað er einstaklingshæfð hjúkrun (primary nursing) ?

A

Aðferð til að hjúkra þar sem hjúkrunarfræðingur er ábyrgur og hefur ábyrgðaskyldu gagnvar hjúkrunarmeðferð sjúklings 24klst á sólarhing í skilgreindan tíma oftast þann tíma sem sjúklingur liggur inni á ákv deild.
- Byggir á hugmyndafræði heildrænnar hjúkrunar þar sem einn hjúkrunarfræðingur ber ábyrgð á allri hjúkrunarmeðferð sjúklings allan þann tíma sem hann er á deildinni.
- Fjöldi sjúklinga sem eru úthlutaðir til hjfr fer m.a eftir meðferð, legutíma, hjúkrunarþyngd og vinnuálagi
- Aðrir hjúkrunarfræðingar (staðgenglar) annast sjúklinga þegar E-hjfr er ekki á vakt
- Dreifstýrð ákvarðanataka megin atriði einstaklingshæfðrar hjúkrunar

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

Hverjir eru kostir og gallar einstaklingshæfðar hjúkrunar?

A

Kostir
- Nýtir betur faglega færni hjúkrunarfræðinga
- Heildræn nálgun
- Samfela og samhæfing á meðferð sjúklings

Gallar
- Ekki allir hjfr hæfir til að stunda einstaklingshæfða hjúkrun. Þar sem hjfr er framúrskarandi góður þá njóta fáir sjúklingar hans.
- Ábyrgðarskyldan reynist sumum erfið og getur leitt til kulnunar
- Illa undirbúnir hjfr geta upplifað ógnun
- Yfirsýn minni yfir aðra sjúkl deildarinnar

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

Hvað er einingahjúkrun / kjarnahjúkrun (modular nursing) ?

A
  • Millistig milli hóphjúkrunar og einstaklingshæfðar hjúkrunar
  • Hver eining samanstendur af ákv fjölda sjúkl og hjúkrunarfólki
  • Hjúkrunarfólk lengi í sama hópi
  • Sjúklingum skipt í hópa út frá landfræðilegri stöðu
  • Hjúkrunarfræðingar bera ábyrgð á hjúkrunarmeðferð og framkvæma mest af henni sjálfir, njóta aðstoðar sjúkraliða
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q

Hvað þarf að hafa í huga við val á skipulagsformi ?

A
  • Bráðleiki sjúklinga, hjúkrunarþyngd
  • Mönnun
  • Þörf fyrir þekkingu og hæfileika
  • Hugmyndafræði hjúkrunar
  • Markmið deildar
  • Skipulag sem hentar þjónustunni sem veitt er
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly