Tölfræði hugtök Flashcards
(88 cards)
Lýsandi tölfræði
Aðferðir til að kerfisbinda, draga saman og lýsa gögnum.
Ályktunartölfræði
Aðferðir til að álykta um stærri hóp (þýði) á grundvelli gagna úr úrtaki.
Breyta
Fyrirbæri sem er breytilegt og táknað með X í formúlum.
N
Heildarfjöldi mælinga.
Frumbreyta
Breyta sem hefur áhrif á aðra breytu, oft táknuð með X.
Fylgibreyta
Breyta sem verður fyrir áhrifum, oft táknuð með Y.
Fasti
Gildi sem breytist ekki og er eins hjá öllum.
Flokkabreyta
Strjál breyta með flokka án tölulegs magns, t.d. kyn.
Samfelld breyta
Breyta sem getur tekið hvaða tölulegu gildi sem er innan bils.
Þýði
Hópur allra einstaklinga sem rannsókn beinist að.
Úrtak
Smærri hópur valinn úr þýðinu.
Þýðistölur (stikar)
Mælitölur sem lýsa eiginleikum þýðis, oft með grískum stöfum.
Úrtakstölur (metlar)
Mælitölur reiknaðar úr úrtaki til að lýsa þýði.
Hrágildi
Tölurnar beint úr gagnasafni.
f
Tíðni ákveðins gilda í gagnasafni.
Bil (flokkur)
Ákveðið bil til að raða gildum.
Yfirlýst mörk bila
T.d. 45-50 sem lesa má í töflu.
Raunmörk bila
Raunveruleg mörk áður en námunduð er (t.d. 44,5-50,49).
m
Miðpunktur bils í tíðnitöflu.
cf
Safntíðni – uppsöfnuð tíðni.
c%
Safnhlutfall – uppsafnað hlutfall.
Krosstafla
Tafla sem sýnir tengsl tveggja flokkabreyta.
Dálkaprósenta í krosstöflu
Hlutfall innan dálks miðað við heildartölu dálks.
Raðprósenta í krosstöflu
Hlutfall innan raðar miðað við heildartölu raðar.