V - Eðlisþættir (Stefanía) Flashcards
(34 cards)
Kornótt bygging verður til í …?
Yfirborðslögum, ekki síst þar sem ánamaðkar lifa góðu lífi ( Þeir auka frjósemi jarðvegsins)
Hver er helsta ástæða þess að jarðvegurinn myndar samkorn ?
Lífverur og lífræn efni.
Hvað segir til um ýmsa eiginleika moldarinnar, s.s. leirinnihald og jafnvel frjósemi?
Bygging moldarinnar
Hvað þarf að vera til í moldinni svo auðvelt sé að “drullumalla”?
Blaðsilíköt
Þegar eiginleikar moldar loða saman er það nefnd?
Samloðun
Hvað segir samloðun okkur ?
Hún gefur okkur upplýsingar um leirmagn, leirgerð, ýmsa vinnslumöguleika og verkfræðilega eiginleika moldarinnar.
Samkorn eru mikilvæg af því að ….?
Þau hafa áhrif á loftun og vatnsleiðni og því mikilvæg til að jarðvegur sé frjósamur.
Eldrauða mold má finna í ?
Hitabeltinu
Grámóskulega mold má finna í ?
Votlendi
Ljósa mold má finna í ?
Eyðimerkursvæðum
Dökka lífræna og litríka mold má finna í ?
Barrskógum og eldfjallasvæðum
Hvernig eru lífræn efni oftast á litinn?
Eru alla jafna dökk og jafnvel alveg svört
Hernig er kalk og kvars á litinn ?
Eru ljósleit efni í jarðvegi sem og salt
Hvernig eru járnsteindir á litinn ?
Eru rauðleit á litinn
Hvernig er litur jarðvegs metinn?
Með sérstökum litakortum ; Munsell-litaspjalda
Hver er eðlisþyngd kvars eða gjóskuglers í moldinni?
2,5-3 g/cm3
Eðlisþyngd basískt gler?
2,9 g cm3
Holrými í jarðveginum gerir það að verkum að ……?
Rúmþyngd moldar er mun minni en eðlisþyngd bergefnanna, oft á bilinu 1,1-1,5 g/cm3 í algengum jarðvegstegundum erlendis.
Hver er eitt megineinkenni eldfjallajarðar s.s. á íslandi ?
Lítil rúmþyngd, sem er oft á bilinu 0,5-0,8 g/cm3
Hvor jarðvegur er lengur að hlýna, rakur eða þurr? og afhverju?
Þurr jarðvegur, því holrýmið í þurri mold hefur einangrunargildi en rakinn hann leiðir aftur á móti varmaorku milli jarðvegslaga
Hvaða áhrif hefur það s-þegar dökkt yfirborð hitnar í sólskíni á sólríkum dögum ?
Slík hitun hefur áhrif á hitastig jarðvegsins langt niður fyrir yfirborðið, sem raskar vatnsbúskap hans því uppgufun getur orðið ákaflega ör og jarðvegurinn þornað á skömmum tíma. Hefur einnig áhrif á starfsemi örvera og næringarhringrás.
Hvað hefur jarðvegsvatn mikil áhrif á ?
Hitafar í jarðegi, bæði hitaleiðni og hitastig.
Hvað útskýrir uppgufunarorka?
Hún útskýrir kulda í yfirborði mýrlendis á vorin, sem getur verið mun kaldara en yfirborð þurrlendis. Samspil moldar við andrúmsloft er því mjög margbreytilegt, og þessa þætti þarf m.a. að hafa í huga við gerð loftlagslíkana fyrir veðurspár.
Hvað felur jarðverkfræði í sér?
Að flytja og fjarlægja jarvegsefni, undirbúa land undir ýmisskonar framkvæmdir við t.d. veg, stíflur, flugvelli, byggingar, hljóðmanir o.fl. Þeir meta einnig hættu á skriðföllum og vinna að margvísilegum úrlausnunarefnum þar sem laus jarðlög á yfirborði jarðar koma við sögu.