Vændi og valdleysi Flashcards

1
Q

Hvað er vændi?

A

Algengasta skýringin er sú athöfn að selja blíðu sína fyrir peninga eða einhver önnur gæði. En þessi skilgreining gæti verið of víð og nær ekki nógu vel utan um það sem við teljum vændi og virðumst sammála um að fordæma eða vilja feigt.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Hver er skilgreining fræðimanna á vændi?

A

Að vændi felist í því að einstaklingur eða einstaklingar bjóði ókunnugum kynlífsþjónustu af ýmsu tagi fyrir gæði sem reidd eru fram við það tækifæri. Þetta er mjög breið skilgreining.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Af hverju myndi það teljast rökréttara að rannsaka karla sem kaupa vændi heldur en vændiskonur?

A

Af því að meirihluti þeirra sem tengjast vændi eru karlar. Ein vændiskona þjónustar marga karla og karlar selja sig mestmegnis öðrum körlum. Margir karlar eru í kringum hverja vændiskonu, t.d. melludólgar. Auðvelt er því að halda því fram að vændi myndi aldrei þrífast nema fyrir tilstilli þeirra.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Hverjar eru ólíkar tegundir vændis?

A

Á botni vændisbransans eru yfirleitt konur sem bjóða þjónustu sína á götunni. Ofar í virðingastiga vændisheimsins eru konur sem starfa á börum, oft að hluta til sem þjónustustúlkur eða nektardansmeyjar. Enn ofar eru svo vændiskonur á nuddstofum eða í einkarekstri með fasta kúnna og þær sem starfa á vegum hótela eða í tengslum við svokallaða fylgdarþjónustu.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Hvaða staðalmyndir um vændi eru í samfélaginu?

A

Sú skoðun er algeng vestra að flestar vændiskonur hafi verið þvingaðar út í starfsemi af þessu tagi. Það hreinlega geti ekki átt sér stað að konur velji sér þessa iðju. Önnur staðalmynd sem tengist þeirri ímynd að vændi sé nauðung og að vændiskonur séu fórnarlömb birtist í því að þær hljóti allar að sjá mjög mikið eftir því að hafa leiðst út í vændi. Önnur algeng skoðun er að flestar vændiskonur séu ofurseldar fíkniefnum eða öðrum vímuefnum. Sú ánetjun sé meginorsök þess að þær séu í vændi. Þær þurfi beinlínis að selja sig til að eiga fyrir næsta skammti.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Hvað er “White slavery”?

A

Það að flestar konur hafi verið þvingaðar til vændis.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Hvaða ástæður eru fyrir því að konur stunda vændi?

A

Algeng skýring meðal vændiskvenna sjálfra er að þær séu að leita sér að fjárhagslegu sjálfstæði þegar aðrir möguleikar á sambærilegum tekjum séu ekki eins aðgengilegir. Önnur skýring sem heyrist oft er að vændi sé einfaldlega þjónusta sem þörf sé á í samfélaginu. Önnur útskýring er að reynsla af því að byrja að stunda kynlíf fyrr en kynsystur sínar eða þær sem hafa verið misnotaðar er einkennandi fyrir konur sem selja sig. Konur í þessari stöðu eru oft nauðbeygðar til að stunda vændi.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Hvað er siðferðisglæpur?

A

Verknaður sem brýtur í bága við lög sem hafa það hlutverk að framfylgja siðferði “meirihlutans”.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Hvað eru glæpir án fórnarlamba?

A

Verknaður sem brýtur gegn téðum siðferðislögum, særa meirihlutann en “skaða ekki fólk”.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly