1 kafli Flashcards
How brands work (13 cards)
Brand image
(Vörumerkjaímynd)
- Hvernig vörumerkið er túlkað í huga viðskiptavinsins.
- Það getur verið einkenni vörunar, sagan, lífstíllin og getur verið ólík eftir því hver eða hvaða hópur er að túlka það.
- Ímynd vörumerkisins er ekki aðeins stjórnuð af vörumerkjastjóra heldur líka af orðspori, ytri áhrifum og samfélagsmiðlum
positive associations, negitive associations, promises
Brand identity
- Hvað vörumerkið stendur fyrir.
- Þetta mótar væntingar viðskiptavina til vörumerkisins.
- Þegar vörurnar standa við loforð vörumerkisins þá styrkist vörumerkið sjálft. name, logo, colors, products, services
- Sterkt vörumerki hefur sterka eiginleika og sker sig út frá samkeppninni.
Brand personality
(Persónuleiki vörumerkis)
- Eru þau persónueinkenni sem vörumerki hefur og eru notuð til að skapa tilfinningalega tengingu við viðskiptavini.
- Það felur í sér hvernig vörumerkið „hagar sér“ og hvernig viðskiptavinir skynja vörumerkið sem manneskju eða persónu.
- Þetta gerir vörumerki aðlaðandi og minnisstætt og getur hjálpað því að standa upp úr á samkeppnismarkaði.
Brand style
(Vörumerkjastíll)
- Vísar til sjónrænnar og hljóðrænnar framsetningar vörumerkisins. Þetta felur í sér hönnun, litaval, leturgerðir, og almenna framsetningu vörumerkisins.
Dæmi: Coca-Cola: Klár rauðlit, sígild leturgerð, og glæsileg framsetning.
Brand promise
(Loforð vörumerkis)
- Loforð sem vörumerkið gefur um gæði og upplifun sem viðskiptavinir geta treyst á.
Functional risks
(Áhættuþættir)
- Áhættan sem neytendur skynja ef vara eða þjónusta virkar ekki eins og búist er við.
Hedonic Products
(Unaðsvörur)
- Vörur sem eru keyptar til að veita unað, ánægju eða tilfinningalega ánægju.
- Þær uppfylla ekki alltaf hagnýtar þarfir, heldur tengjast lífsstíl og lúxus.
High-Involvement Products
(Há þátttöku vörur)
- Vörur sem krefjast mikils rannsókna og þátttöku við kaupákvörðun.
- Dýrar eða flóknar vörur, þar sem neytendur vilja vera vissir um gæði og verðmæti.
- dæmi: bílar eða heimili
Low-Involvement Products
(Lágþátttökuvörur)
- Vörur sem krefjast lítillar þátttöku eða rannsókna við kaup.
- Oft daglegar nauðsynjar eða ódýrar vörur.
Dæmi: Tannkrem, brauð, ruslapokar.
Iconic Brands
- Vörumerki sem hafa orðið að menningarlegum táknum og skara fram úr vegna sérstöðu sinnar.
- Þau hafa sterka tengingu við ákveðnar hugmyndir, gildi eða lífsstíl sem gera þau eftirminnileg og eftirsóknarverð.
Dæmi um Iconic brands: Nike er tákn nýsköpunar og frammistöðu í íþróttum. Með slagorðinu „Just Do It“ og samstarfi við stórstjörnur hefur Nike orðið meira en bara skómörk; það er tákn sjálfstrausts og seiglu.
Psychological Risk
(Sálfræðileg áhætta)
- Áhættan sem neytendur skynja ef vara skaðar sjálfsmynd þeirra eða félagslega stöðu.
Dæmi: Að kaupa óþekkt vörumerki af lúxusvöru gæti skaðað félagslega ímynd einstaklings.
Self-Expressive Benefits
- Ávinningur sem neytandi fær af því að nota vörumerki til að tjá sjálfsmynd sína eða félagslega stöðu.
Utilitarian Products
(Nytjavörur)
Vörur sem eru keyptar til að leysa hagnýtar eða virkniþarfir.
Dæmi: Þvottavél og þurrkari