Trúnaðarskylda Flashcards

1
Q

TEGUNDIR TRÚNAÐARSKYLDU

A

Meðal algengustu aukaskyldna eru sérstakar trúnaðarskyldur.
Í eftirfarandi umfjöllun verður því fjallað sérstaklega um slíkar skyldur.
Í trúnaðarskyldu felst skylda samningsaðila til að láta ekki eigin hagsmuni ráða einhliða athöfnum sínum eða athafnaleysi í samningssambandinu heldur verði aðilar, innan ákveðinna marka, að taka tillit til hagsmuna viðsemjandans
Trúnaðarskylda telst almennt aukaskylda.
Eftirfarandi þættir mynda m.a. Trúnaðarskylduna:
Upplýsinga- og tilkynningarskylda
Skylda til að skýra það sem kann að vera óljóst
Skylda til að sýna heiðarleika
Tillitsemi og eðlileg sanngirni
Umönnunarskylda
Þagnarskylda
Bann við háttsemi sem felur í sér samkepnni við viðsemjandann andstætt.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

TRÚNAÐARSKYLDA BYGGIST Á:

A

Samningi
Lagaákvæðum
Almennri ólögfestir trúnaðarskyldu

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

VÆGI TRÚNAÐARSKYLDUNNAR ER BREYTILEGT EFTIR EÐLI TEGUND OG TÍMALENGD SAMNINGA:

A

Trúnaðarskylda er almennt ríkari í langtímasamningar
Vægi trúnaðarskyldu er mest í samningum þar sem tengsl aðila eru mikil, t.d. Vinnusamningum
Einnig hefur trúnaðarskylda mikla þýðingu í vátryggingarsamningum.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

TÍMASETNING TRÚNAÐARSKYLDU (I)

A

Við samningsgerð
Nokkur dæmi úr löggjöf:
4. Gr. samninglaga:
,,komi samþykki of seint fram, skal skoða það sem nýtt tilboð.”
,, þetta gildir þó ekki, ef sendandi samþykkisins ætlar, að samþykkið hafi komið fram í tæka tíð og tilboðsgjafa má vera það ljóst. Ef svo er, skal tilboðsgjafi skýra sendanda, án ástæðulausrar tafar, frá því, ef hann vill eigi taka samþykkingu. Að öðrum kosti telst samningur gerður.”
4.gr. Laga nr.30/2004 um vátryggingarsamninga:
,, við töku vátryggingar skal félagið, eða sá sem kemur fram fyrir hönd þess, veita nauðsynlegar upplýsingar til þess að vátryggingartaki geti metið tilboð þess. Sérstaklega skal það gera grein fyrir því hvort verulegar takmarkanir séu á gildissviði vátryggingarinnar eða þeirri vernd er hún veitir.”
4. Mgr.36.gr sómannalaga nr.35/1985
,,skipverji á ekki rétt á kaupi þann tíma, sem hann hliðrar sér ólöglega hjá að inna störf sín af hendi, né fyrir þann tíma sem hann er óstarfhæfur vegna sjúkdóms eða meiðsla sem hann hefur leynt vísvitandi við ráðningu sína.”
Ennfremur
Upplýsingaskyld við kaup
Á við um flest kaup- seljanda ber að upplýsa um atriði sem hann þekki eða ætti að þekkja og hann má ætla að hafi þýðingu fyrir kaupanda og hann getur ekki búist við að kaupanda sé kunnugt um
Upplýsingaskylda fyrir ráðningu í starf
Gera grein fyrir veikindum/sjúkdómi sem hefur áhrif á getu til að sinna starfi.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

TÍMASETNING TRÚNAÐARSKYLDU (2)

A

Trúnaðarskylda eykst þegar samningur er komin á
Nokkur dæmi úr löggjöf
72.gr. Kaupalaga nr.50/2000
,,nú sækir kaupandi ekki söluhlut eða veitir honum ekki viðtöku á réttum tíma eða önnur atvik, sem kaupanda varða, leiða til þess ða hann fær hlutinn ekki afhentan. Skal seljandi þá á kostnað kaupanda annast um hlutinn með þeim hætti sem sanngjarnt er miðað við aðstæður, enda hafi hann hlutinn í vörslum sínum eða geti með öðrum hætti annast hann.”
67.gr. Laga nr.2/1995 um hlutafélög
Stjórnarmenn og framkvæmdastjórar skulu, er þeir gerast stjórnarmenn eða framkvæmdastjórar, gefa stjórninni skýrslu um hlutaeign sína í félaginu og félögum innan sömu samstæðu.”
18.gr. Laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins sem fyrr greinir.
,,hverjum starfsmanni er skylt að gæta þagmælsku um atriði er hann fær vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum, fyrirmælum yfirmanna eða eðli málsins. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi” .
Kaupsamningar
Algengasta dæmið er upplýsingaskylda seljanda.
Skyldan til að tilkynna um óvænt atvik sem kunna að hindra efndir.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

TÍMASETNING TRÚNAÐARSKYLDU (3)

A

Við slit samninga og eftir það.
Dæmi úr löggjöf.
Sjá t.d. 16.gr. C. laga nr.57/2005 um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum, sem áður hefur verið minnst á:
,, óheimilt er í atvinnustarfsemi er lög þessi taka til að afla sé eða reyna að afla sér með ótilhlýðilegum hætti upplýsinga um eða umráða yfir atvinnuleyndarmálum starfseminnar.
Sá sem fengið hefur vitneskju um eða umráð yfir atvinnuleyndamálum á réttmætan hátt í starfi sínu fyrir annan eða í félagi við annan, sbr. 1. Mgr. ,, má ekki án heimilda veita upplýsingar um eða hagnýta sér slík leyndarmál. Bann þetta gildir í þrjú ár frá því að starfi er lokið eða samning.”

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

TRÚNAÐARSKILDA -SAMKEPPNISÁKVÆÐI

A

Samningsákvæði um trúnaðarskyldu, t.d. Samkeppnishömlur
T.d. um að starfsmanni sé óheimilt í tiltekinn tíma eftir að ráðningu lýkur að hefja störf hjá sambærilegu fyrirtæki eða hefja rekstur slíkst fyrirtækis
Algent að slík ákvæði séu gerð. Algengara hjá starfsm0nnum sem hafa yfir að ráða sérþekkingu.
Vegast á hagsmunir vinnuveitanda og atvinnufrelsi starfsmanns.
Slík ákvæði almennt bindandi. Þau geta hins vegar verið ógildanleg á grundvelli sml.
Samkeppnisákvæði mega ekki vera víðtækari en brýnir hagsmunir krefjast. Atvinnurekandi ber sönnunarbyrði fyrir því hvað eru brýnir hagsmunir.
Lög setja slíkum ákvæðu skorður.
37.gr.samningalaga
,,hafi maður, í því skyni að varna samkeppni, áskilið sér hjá öðrum manni að sá maður reki eigi verlsun eða aðra atvinnu, eða hann ráði sig eigi til starfa við slíkt fyrirtæki, þá er það loforð eigi bindandi fyrir þann mann ef telja verður. Þegar litið er til allra atvika, að skuldbinda þessi sé víðtækari en nauðsynlegt er til þess að varna samkeppni eða hún skerði með ósanngjörnum hætti atvinnufrelsi þess manns sem tókst þessa skyldu á herðar við mat á hinu síðastnefnda atriðia skal einnig hafa hliðsjón af því hverju það varðar rétthafan að þessi skuldbinding sé haldin.”
Lengd samkeppnisbanns
Hrd.1939, bs 365 (saumakona) 1. Ár talin hæfilegur tími.
Hrd. 1995, bls 1646 (vari). 5 ár talin of langur tími en 2. Ár hæfileg
Hrd. nr.124/2003 (plast miðar og tæki)
,, í 6. Gr. ráðningar samningsins eru talin upp þau fjögur fyrirtæki sem stefndi lofaði að taka ekki til starfa hjá í tvö ár eftir starfslok. Plastco ehf er hið fyrsta í röðinni.
Samningsákvæðið var því þröngt, afmarkað og hnitmiðað, sett í því skyni að vernda ákveðna og lögmæta samkeppnishagsmuni. Það skildi aðeins gilda í töv ár, sem er hæfilegur tími. Það getur því ekki taliðs víðtækara en nauðsynlegt var til að varna samkeppni. Stefndi er rafeindavirki að mennt. Ekki hefur verið sýnt fram á að þeir eigi erfitt með að fá atvinnu við sitt hæfi. Stefndi var einn af helstu starfsmönnum áfrýjanda og gegndi lykilstöðu í fyrirtækinu, var í beinu sambandi við viðskiptamenn og bar ríka trúnaðarskyldu. Þegar þetta er virt verður ekki talið að samnigns ákvæðið hafi skert atvinnufrelsi hans með ósanngjörnum hætti. Af framangreindum ástæðum eru því hvorki skilyrði til þess að telja loforð stefnda óskuldbindandi fyrir hann með vísan til 1.mgr. 37.gr lag anr.7/1936 ne´til 26.gr. Sömu laga.”
Hrd. 321/2017 (innflutningur á fiskilínum og krókum til útgeðra)

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly