7. Kafli Barnateikningar - Uppeldisfræði Flashcards Preview

Saga og Uppeldisfræði > 7. Kafli Barnateikningar - Uppeldisfræði > Flashcards

Flashcards in 7. Kafli Barnateikningar - Uppeldisfræði Deck (15):
0

Rannsóknir barnateikninga.

1887: L'arte dei bambini e. Corrado Ricci
1947: ''Creative and mental growth e. Lowenfield og Brittain
1970: Barnalistasafn í San Francisco, Rhoda Kellog skoðar myndir barna undir 8 ára aldri.

1

Hver var Rhoda Kellog?

Hún hefur rannsakað teikingar barna fram til 8 ára aldurs. Hún hefur safnað miklum fjölda mynda eftir börn á þessu aldursskeiði og hefur hluta myndanna verið komið fyrir á eins konar barnalistasafni í San Francisco. Kellog telur að greina megi einhverskonar táknkerfi í fyrstu hreyfingum barnsins þegar það fer að reyna að ná sambandi við umheiminn. Þegar barnið getur farið að halda á lit eða blýanti fer það að krassa. Síðan þróist krottáknin yfir í ákveðið táknkerfi.

2

Hvað er táknkerfi?

Fyrsta táknkerfi barna er alltaf eins. Út frá krassi barnsins þróast ákveðin grunnform, hringur, kross, kross á ská og að lokum kassi eða ferhyrningur. Síðan tengjast tvö af þessum formum og úr verður Mandela þ.e. hringur sem er skipt upp með því að gera kross inn í hann.

3

Hvað er Mandala?

Það er þegar tvö grunnform eru sett saman. Hringur með krossi inní.

4

Hvað eru hellaristur?

Hellaristur voru gerðar fyrir 30.000 árum þar sem rist var inn í hella. Rannsóknir sem voru gerðar á hellaristum og fornum rústum virðast styðja tilgátu Kellogs um að mjög margt sé líkt með list barna og list hjá fornum þjóðum og einnig hjá þeim þjóðum sem búa mjög afskekkt og einangrað.

5

Barnalistasafn.

Barnalistasafnið í San Francisco sem Rhoda Kellogs stofnaði 1970. Þar eru geymdar ýmsar teikningar barna undir 8 ára aldri.

6

Hvert er uppeldislegt gildi barnateikninga?

Að börn læra að tjá hugmyndir sínar, tilfinningar og áhugamál. Þau læra að þróa formskyn og sköpunarhæfni. Þau þjálfa samhæfingu sjónar og handa og ýmsar fínhreyfingar. Þau finna til sín styrkja sjálfsmynd.

7

Hvað þýðir skema?

Það þýðir hugræn ímynd-táknkerfi-staðalímynd.
Það eru einskonar föst tákn.

8

Hvernig var flokkun Lowenfield og Brittain?

Þeir skiptu teikniþroskanum í 6 stig. Lögð er áhersla á að teikniþroskinn fylgi alhliða þroska barnsins, líkamlegum, tilfinningalegum, vitsmunalegum og félagslegum.
1. Krotstig - u.þ.b. 1-3
2. Forskemastig - 4-6
3. Skemastig - 7-9
4. Byrjun raunsæis - 9-11
5. Gervinatúralismi - 11-13
6. Gelgjuskeið - 13-17

9

Lýstu nr.1 krotstig

Fyrst einskonar hreyfileikur þegar barnið fær blýant eða lit í hönd. Barnið nýtur þess að sjá eftir sig strik eða punkta á blaði, vegg eða annars staðar. Tvennt sem skiptir mestu máli: ánægjan af hreyfingu og athöfn og hins vegar að sjá ''afurð''. Rhoda Kellog greinir 20 mismunandi tegundir krotforma hjá börnum á fjórða aldursári. Krot barna er táknþrungið. Tveggja ára börn eru að ná þeim skilningi að orð séu tákn fyrir hluti í raunveruleikanum. Tákn sem sett eru á blað samsvara hlutum í umhverfi barnanna. Dæmi: barn tekur blýnatinn og lætur hann hoppa um blaðið og segir héri hoppar hoppar hoppar. Punktarnir sem barnið gerði er tákn fyrir raunveruleikann. Hreyfing barnanna byrjar í öxlinni, færist svo í olnboga og endar í úlnliði. Börn á þessu stigi efast ekki um getu sína. Krotið er góð æfing í samhæfingu sjónar og handar og eykur sjálfstæði og sjálfstraust þeirra. Barnið tjáir hugsanir sínar og tilfinningar.

10

Lýstu nr.2 forskemastig.

Táknin sem barnið notar hafa ekki öðlast þann stöðugleika að þau séu ætíð tákn fyrir hið sama í umhverfinu og hugarheimi barnsins. Skilin milli krotstigs og forskemastigs eru gjarnan þau að barnið fer að teikna höfuðveruna. Höfuðveran er hringur en út frá honum ganga tvö strik sem eiga að tákna fætur. Seinna bætast svo við hendur. (af hverju gæti verið af því við munum byrjunina og endann en ekki miðjuna eins og þegar við eigum að muna orð). Á þessu stigi er barnið að prófa sig áfram og leita að táknum eða skemum til að túlka raunveruleikann eins og barnið skynjar hann. Sama táknið er notað aftur og aftur í ýmsum útgáfum. Málþroskinn er töluvert á undan teikniþroskanum en virkar nokkurnveginn eins og forskemastig, voff getur þýtt öll dýr og kassi getur þýtt hús, dýr eða bíll. Litir eru notaðir til þess að skreyta myndina núna og litavalið er háð tilfinningum barnsins.

11

Lýstu nr.3 skemastig.

Þetta stig hefur verið rannsakað mest allra stiganna. Það er oft kallað ''hin gullna tíð''. Barnið er frjálst í túlkun sinni. Myndirnar eru þrungnar lífi og frásagnargleði. Börnin teikna allt milli himins og jarðar. Tjáning myndinna sýnir mikið frelsi sem glatast svo seinna. Barnið hefur nú komið sér upp föstum táknum fyrir einstaka hluti í umhverfinu, þessi tákn kallast skemu. Skemun eru í fyrstu mjög einföld, en þróast síðan. Dæmi: öll hús með einni hurð og tveimur gluggum, þróast síðan í hús með hurð og fjórum gluggum. Manneskjan er eitt höfuðviðfangsefni skemastigsins. Gagnsæi eða röntgenmynd getur komið fram, það er þegar barnið teiknar allt sem það veit um hlutina og finnst skipta máli. Dæmi: húsgögn sjást í gegnum veggi húsa. Dýr eru oftast teiknuð á hlið. Fjarvídd er eitt erfiðasta viðfangsefnið sem barnið glímir við en barn á skemastigi leysir vandamálið á einfaldan hátt. Það teiknar út frá mörgum mismunandi sjónarhornum, t.d. snýr blaðinu við og teiknar aðra húsaröð sem er þá á hvolfi. Grunnlína kemur einnig til sögunnar. Grunnlínan er oft notuð til þess að segja sögu og ef ein nægir ekki er annarri bætt við. Raunsæi kemur fram í litavali og fylgir það mjög föstum reglum. Gras er alltaf grænt, himininn blár, litirnir eru notaðir hreinir og óblandaðir. Við 5 ára aldur sést að stúlkur teikna oftar fólk en strákar flugvélar, bíla og skip.

12

Lýstu nr.4 byrjun raunsæis.

Á þessum aldri 9-11 ára getur barnið flokkað hluti og fyrirbæri í undir- og yfirflokka. Það skilur að efni og þyngd hlutar varðveitist þótt lögun breytist. Getur fylgt flóknum reglum í hópleik og sett sig í spor annarra. Þessi aukni skilningur á umhverfinu og eðli hlutanna kemur fram á öllum sviðum, í leik, vali á lesefni og einnig í teikningum. Þegar barnið eldist verður raunsæi allsráðandi í myndsköpuninni. Krafan um að myndin líkist raunveruleikanum verður sífellt harðari. Barnið lærir smátt og smátt að beita tækni sem viðhöfð er í myndlist hinna fullorðnu. Börn hætta að teikna sér til ánægju. Hreyfing og frásagnargleði í myndum minni. Áhersla á smáatriði, hár, föt, hendur gerðar, gert grein fyrir konum og körlum. Gagnsæi horfið. Grunnflötur í stað grunnlínu. Fjarvídd erfið, þurfa oft kennslu við það.

13

Lýstu nr.5 gervinatúralismi.

Hérna hefur barnið náð þeirri færni að geta teiknað hluti og atburði í umhverfi sínu á raunsæjan hátt. Líkami barna er að taka miklum breytingum á þessum aldri 11-13 ára og einnig vitsmunaþroskinn. Þau eru að ná taki á hinni formlegu aðgerðarhugsun. Einnig verða breytingar á tilfinningalífi þeirra. Kyntákn eins og mjaðmir og brjóst eru oft ýkt á myndum stúlkna á þessu skeiði. Þarna koma fram duldar áhyggjur og vonir. Drengir leggja oft áherslu á að undirstrika það sem karlmannlegt er. Börn taka oft ástfóstri við ákveðinn hlut eða fyrirbæri sem þau teikna mikið. Fólk og hlutir teiknaðir frá ýmsum hliðum og hreyfingu bætt inn í myndirnar. Ljós og skuggar njóta sín. Litum er blandað inn í myndina til þess að fá skýrari blæbrigði ljóss og skugga. Skygging er algeng. Börnin geta þurft að fá útrás fyrir neikvæðar tilfinningar í myndunum.

14

Lýstu nr.6 gelgjuskeið.

Þetta er mikið átakastig í lífi einstaklingsins. Erikson telur að höfuðviðfangsefnið sé að finna það sem hann nefnir ''samhæfða sjálfsmynd''. Unglingurinn leitar að sínum persónulega stíl, breytir um skriftarstíl og leturgerð jafnvel daglega, er að endurskoða sjálfsmynd sína. Í teikningum fara einnig fram tilraunir til að finna persónulegan stíl og tjáningarmáta. Mikið um rissmyndir. Mikið um skopmyndir þar sem reynt er að fela óöryggi bakvið skopið. Mikið um andlitsmyndir og tjáning tilfinninga. Mikið um slagorð eða upphrópanir. Litatjáning tvenns konar; 1. blöndun lita og áhersla á blæbrigði litanna, 2. litir notaðir til að endurspegla tilfinningar unglingsins. Ákveðin einkenni í teikningum sem má skipta í 3 aðalflokka:
1. Sjónskynjunarflokkur: Einstaklingur notar sjónina í túlkuninni.
2. Snertiskynsflokkur: Túlkunin er háð líkamlegri og tilfinningalegri skynjun.
3. Milliflokkur: Mitt á milli hinna tveggja og fremur óhlutbundinn.