9. Kafli Börn og fjölmiðlar Flashcards Preview

Saga og Uppeldisfræði > 9. Kafli Börn og fjölmiðlar > Flashcards

Flashcards in 9. Kafli Börn og fjölmiðlar Deck (15):
0

Hverjar eru 3 tilgátur um áhrif fjölmiðla?

1. Maðurinn er óskrifað blað og fjölmiðlar hafa bein og milliliðalaus áhrif á fólk (þar á meðal samfélagið).
2. Fjölmiðlar hafa engin áhrif heldur endurspegla bara hvernig samfélagið er.
3. Samanblanda af þessum tveimur, virkni einstaklings og hæfni til að leggja sjálfstætt mat á efni fjölmiðlanna. Fjölmiðlar hafa aðeins úrslitaáhrif undir vissum kringumstæðum.

1

Rannsóknin að endursegja sögu?

Áhrif útvarp og prentaðs máls eru svipuð og byggja á tungumálinu. Áhrif sjónvarps og myndbanda byggja á tungumálinu en einnig sjónskynjun. Greenfield gerði tilraun þar sem hann bað börn að endursegja sögu sem þau heyrðu í útvarpi og aðra sem þau sáu í sjónvarpi. Í ljós kom að þegar sagan var endursögð eftir sjónvarpi kom mun meira látbragð fyrir og persónur voru nefndar með fornöfnum.

2

Rannsóknin að horfa eða hlusta?

Önnur tilraun sem Greenfield gerði þar sem börn voru látin teikna mynd af sögu sem þau heyrðu í útvarpi og svo sögu sem þau sáu í myndabók. Meira ímyndunarafl var í teiknum sem gerðar voru við að hlusta á útvarpið. Börnin sem sáu myndasöguna notuðu meiri smáatriði og teiknuðu persónur frá skrítnu sjónarhorni.

3

Hvað benda rannsóknirnar að endursegja sögu og að horfa eða hlusta til?

Sjónvarp ýtir frekar undir sjónskynjun og myndrænan skilning en ímyndunarafl.

4

Hvers vegna telur Greenfield að börn verði snemma læs á táknmál og frásagnartækni sjónvarpsins?

Því þar er beitt samspili nærmynda, yfirlitsmynda og skiptinga milli mismunandi atburða í tíma og rúmi.

5

Hvers vegna sjónvarp sem kennslutæki?

Myndrænt efni festist betur í minni en töluð orð.
Ef nemandinn á að geta nýtt sér myndræna fræðslu þarf hann samt líka að færa hana í orð.
Myndrænt fræðsluefni er mikilvægt til að jafna út stéttamun í skólum, þ.e. börn úr lágstéttum er óvanari bókum heimanfrá.
Börn búa við misjöfn uppeldisskilyrði.
Þau eru læs á myndmál.
Þau læra á að horfa með fullorðnum og tala um efnið.


6

Leikskólabörn og sjónvarpsnotkun.

Daglegt líf fjölskyldna á norðurlöndum mótast af sjónvarpsdagskránni.
Sjónvarpsáhorf er félagsleg athöfn í flestum barnafjölskyldum.
Börn mega ekki missa af því sem þau vilja horfa á því þau móta oft leiki sýna af efni sjónvarpsins. Íslenskir foreldrar horfa oftast ekki á barnaefni með börnum sínum.
Sjónvarpið virðist ekki draga úr félagslegum samskiptum við jafnaldra þar sem börn virðast almennt taka leiki við önnur börn fram yfir að horfa á sjónvarp. Neikvæð fylgni er á milli menntunar og áhorfs.

7

Sjónvarpseign barna.

Sigrún Vésteins og Sævar Már (2003)
●Rúm 55% 10-11 ára barna eiga sjónvarp
●Rúm 62% 12-13 ára barna
●78% 14-15 ára barna


8

Sjónvarps og myndbandsnotkun eldri barna.

Guðbjörg H. Kolbeins. (1991)
●11-14 ára börn horfa á sjónvarp eða myndbönd rúmlega 1 sólahring á viku.
Sófakartöflur.
Því fleiri sjónvörp því meira horft.
Börn hákskólamenntaðra foreldra horfa minna á sjónvarp.
Sérstaða myndbandatækninnar felst í valfrelsi á efni til fræðslu eða skemmtunar og valfrelsi tíma og staðar til að horfa á efnið.

9

Áhrif ofbeldismynda á börn, íslenskar rannsóknir.

Guðbjörg H. Kolbeins. (2000)

Áhorf á ofbeldisefni skýrir 2% af ofbeldishegðun barna og 5% af skemmdarfýsn.
Stelpur horfa minna á ofbeldi og hafa minna gaman af því.
Börn (sérstaklega stelpur) sem eiga erfið samskipti við foreldra horfa frekar á ofbeldi.
Eðlileg heilbrigð börn verða oft fyrir skammtímaáhrifum af ofbeldi, svo sem svefntruflunum eða kvíðaviðbrögðum. Sér barnið ekki í góðum tengslum við foreldra sína getur tekið lengri tíma að ná sér.
Margir telja að í fyrstu fyllist fólk ógeði við að horfa á ofbeldi en byggi síðan upp ónæmi gegn því.
Þeir sem hafa tilhneigingu til ofbeldis velja fremur ofbeldismyndir.
Sálfræðingar telja að ofbeldishneigð fái ekki útrás við að fólk horfi á ofbeldismyndir.

10

Hvað er úthreinsunarkenningin?

Einstaklingur sem haldin er þráhyggju til ódæðisverk getur fengið útrás fyrir ofbeldislöngun sína með því að horfa á ofbeldismyndir. Þannig sé hægt að koma í veg fyrir að hann fremji ódæðið.

11

Guðbjörg Hildur Kolbeins. Er samband milli áhorfs íslenskra barna og unglinga á ofbeldimyndir í sjónvarpi og árásarhneigðar þeirra og annarrar andfélagslegrar hegðunar?

Hún sagði já. Ofbeldi á sjónvarpi skýrir u.þ.b. 2% árásarhneigð barna og unglinga og 5% af skemmdarfýsn þeirra. Stúlkur sem búa við lélegar heimilisaðstæður sækjast meira í ofbeldi til að flýja veruleikann.
Góð samskipti á heimili eru mikilvæg.
Nokkrar ráðleggingar:
Nota ekki sjónvörp og myndbönd sem barnfóstru.
Hafa ekki sjónvarp í svefnherbergjum barna.
Takmarka sjónvarpsáhorf.
Vera góð fyrirmynd.
Vita hvað barnið horfir á.
Hvetja börn til að lesa eða til annarra athafna.


12

Tölvuleikir.

1 af 5 tölvuleikjum er laus við ofbeldi.
Jákvæð fylgni milli þess að leika og þess að beita líkamlegu og andlegu ofbeldi.
Sambandið var marktækt hjá drengjum en ekki hjá stelpum.
Miklu færri stelpur sem bæði leika og sem beita ofbeldi.
Erfiðar heimilisaðstæður skýra líka fremur ofbeldishegðun stúlkna en hjá drengjum eru fleiri atriði.

13

Hverjir eru 3 flokkar tölvuleikja?

Ofbeldisleikir
Íþróttaleikir
Ofbeldislausir leikir (spilaleiki, spurningaleiki og leiki fyrir ung börn)

14

Ráð til foreldra um net.

1. Hafið nettengda tölvu í sameiginlegu rými.
2. Styðjið barnið í að halda öðrum áhugamálum.
3. Kennið barninu að láta aldrei persónulegar upplýsingar á netið.
4. Kennið barninu að ef þau ætla að hitta einhvern sem þau kynntust á netinu að gera það þar sem er nóg af fólki og þau geta tekið vineð foreldri með þar til þau finna rétta manneskju.
5. Kennið barninu að myndir sem fara á netið geta allir skoðað og tekið afrtið af og þær fara aldrei þaðan út.