Efnafræði Flashcards
(42 cards)
Alkalímálmur
Málmur í flokki 1A
Anjón
Neikvæð jón
Fær endinguna -íð t.d. Oxíðjón
Atóm
Minnsta eining efnis
Atómmassi
Þyngd atóms
Er fyrir neðan efnatákn í lotukerfinu
Eðallofttegund
Málmleysingi í flokki 8A
Er með fullskipað gildishvel
Efnahvarf
Þegar eitt eða fleiri efni búa til nýtt efni með nýja eiginleika
Efnajafna
Efnajafna lýsir efnahvarfi
T.d. H2 + O2 = H2O (óstillt)
Efnasamband
Þegar atóm ólíkra frumefna tengjast og mynda sameindir verður til efnasamband
Flokkar
Lóðréttu dálkarnir í lotukerfinu
Hafa svipaða eiginleika
Segir til um fjölda rafeinda á ysta hveli
Frumefni
Efni sem ekki er hægt að kljúfa í önnur efni
Öll efnin í lotukerfinu
Gildisrafeind
Rafeind á ysta hveli
Stjórna tengigetu þeirra
Halógenar
Í flokki 7A
Málmleysingjar
Jarðalkalímálmar
Í flokki 2A
Jón
Atóm og sameindir með rafhleðslu
Jónatengi
málmur + málmleysingi = jónaefni
Gefa frá eða taka til sín rafeindir.
Þá er sterkur rafkraftu á milli jóna með gagnstæðar hleðslur.
Katjón
Jákvæð jón
Lota
Láréttu dálkarnir í lotukerfinu
Segja til um fjölda rafeindahvela
Massatala
Samanlagður fjöldi róteinda og nifteinda atóms
Mól
1 mól = 6.02 x 10^23
Grunneining í SI einingakerfinu
Mælir fjölda atóma, sameinda og annarra öreinda í tilteknu efni
Mólmassi
Massi eins móls af atómum efnis í grömmum
Talan sem er undir efnatákninu í lotukerfinu er mólamassi efnisins ef þú bætir við massaeiningunni g/mól
Mólstyrkur
Fjöldi móla af uppleystu efni í einum rúmdesimetra(lítra) af lausn
Hægt að tákna sem M, n/V og mól/dm3
Nifteind
Óhlaðnar agnir í kjarna atóms
Hafa sama massa og róteindir en fjöldi þeirra getur verið breytilegur
Punktamynd=Lewis mynd
Mynd sem sýnir fjölda rafeinda á ysta hveli
Rafeindir
Hafa neikvæða hleðslu
Sveima um á rafeindahvelum í kringum kjarna atóms