Egils saga kaflar 39-50 ish Flashcards
(7 cards)
Í 40. kafla er sagt um Egil að hann hafi verið ,,kappsamur mjög og reiðinn.” Rökstyddu það með tveimur dæmum:
Egill drepur Grím Heggsson þegar hann var sjö ára gamall. Þeir voru í knattleik og Egill var að rífa kjaft, þeir lenda í slag og Grímur „lemur hann“, hendir honum í jörðina. Egill verður mjög reiður og vinur hans, Þórður Granason, leggur til að Egill ráðist á Grím með öxi sem hann lætur hann hafa og því fór sem fór.
- Hann hótaði að skemma skip Þórólfs ef að hann tæki hann ekki með til Noregs. (leysti þau reyndar frá festum.
- Egill hefnir sín á föður sínum, sem hafði drepið besta vin hans, Þórð Granason, með því að drepa verkstjóra hans.
Hver mælti: „Hamast þú nú Skalla-Grímur að syni þínum“
Þorgerður brák, fóstra Egils. Þetta gerðist þegar Skalla-Grímur, Egill og Þórður Granason voru að knattleikum og Skalla-Grímur skipti um ham, gekk berserksgang og dráp Þórð, ætlaði því næst að drepa Egill en Þorgerður bjargaði honum. Hann drap síðan Þorgerði. Hún flúði, stökk út í sjó og Skalla-Grímur kastaði steini í bakið á henni og hún drukknaði, heitir þar síðan Brákarsund.
Hvað færði Þórólfur konungi frá föður sínum?
Hann gefur Eiríki langskipsegl sem hann segir að sé í þakklætisskyni frá Skalla-Grími fyrir öxina.
Hvernig er samband bræðranna Þórólfs og Egils?
Þeir eru mjög ólíkir, þeim virðist ekki semja vel, Þórólfur vill ekki hafa hann með sér er hann fer til Noregs. En hann kynnir Egil samt fyrir Þóri hersi þegar hann og Björn höldur koma með hann til Noregs. Það er síðan ljóst að Egill er öfundsjúkur út í bróður sinn þegar hann giftist Ásgerði og læst vera veikur þegar brúðkaupið fer fram. Í staðinn fer hann með Ölvir húskarli Þóris að innheimta leigu hjá fólki sem býr á landi Þóris. Seinna fara þeir svo saman í víkingaferðir.
Hvaða ástæðu hafði Egill til að drepa Atleyjar-Bárð?
Egill og Ölvir enda í veislu hjá Atleyjar-Bárði, sem er mikill vinur Eiríks konungs og Gunnhildar drottningar. Egill lætur ófriðlega í veislunni, móðgar Bárð með kveðskap (segir hann ógestrisinn því að hann bauð þeim fyrst skyr en ekki öl). Bárði líkaði strax illa við Egil og leitar til Gunnhildar um ráð. Þau ákveða að eitra fyrir honum. Egill sker rúnir á drykkjahornið, sker sjálfan sig og makar blóði sínu á hornið svo að það springur, stendur næst upp og drepur Bárð, (Þarna strax byrjar hann að skemma vinatengsl Þórólfs bróður síns við Eiríks og Gunnhilid)
Hvernig slapp Egill úr Atley eftir morðið?
Hann synti yfir á næstu eyju sem heitir Sauðey, faldi sig þar í grasi og kjarri (hrísi). Menn konungs elta hann, hann bíður þangað til að 9 af þeim 12 mönnum sem elta fara að leita hans í eynni, drepur þessa þrjár sem gæta skipsins og rænir skipinu og siglir til Þóris hersis.
Eftir mikla hrakninga við ránsferð í Kúrlandi er Egill á leið til skips með mjöðdrekku (kistu) fulla af lausafé. Hverju tekur hann þá upp á og hvað segir það okkur um persónu hans?
Hann ákveður að snúa við því að honum finnst það lítilmannlegt að laumast burt án þess að láta vita af sér. Hann snýr við með menn sína og brennir bæinn, drepur alla sem reyna að komast út.