Fræ, berfrævingar, bykningar ofl. Flashcards
(40 cards)
Hvað eru fræ? 4 atriði
- Örlitlar plöntulífverur
- Leið plöntunnar til að viðhalda tegundinni
- Inni í hverju fræi er lítið kímfóstur og næringarforði/fræhvíta
- Utan um fræ er hlífðarkápa/skurn
Hver eru 4 meginhlutverk fræja?
- Vernda kím gegn umhverfisáreiti
- Sjá kími fyrir næringu á formi fræhvítu þar til hún getur ljóstillífað
- Hefur dreifingartæki af réttri gerð (vængir, krókar, svifhár, sprenging ofl)
- Hindra spírun þar til aðstæður eru hagstæðar (hindrunarhormón t.d.)
Hvað er fræskurn og hvernig verður hún til? 2 atriði
- Yfirleitt hörð og vatnsþétt, stundum örþunn og pappírskennd himna utan um kímplöntuna úr steinfrumulagi
- Myndast úr egghimnu eggbús
Hvað er fræhvíta og hvaða hlutverki gegnir hún? 4 atriði
- Þrílitna forðavefur kímplöntu, mikið magn næringar
- Forði á formi sykra, mjölva, fitu, próteina - hvað sem viðkomandi planta á auðvelt með að brjóta niður
- Stundum geymdur í kímblöðum, t.d. baunir
- Kímplantan notar næringuna þar til fyrstu varanlegu blöð verða til og hún byrjar að ljóstillífa
Hvað er kímplanta og hvernig er hún samsett? 2 atriði
- Plöntufóstrið
- Samanstendur af kímrót, kímstöngli, kímblaði/-blöðum og kímbrumi
Hvaða kjörskilyrði þurfa fræin að hafa til að spíra? 4 atriði
- Rakt umhverfi, en ekki of blautt
- Súrefni
- Rétt hitastig, yfirleitt um 18-22 °C í ræktun, hitastig breytilegt milli tegunda í náttúrunni; 0-30 °C
- Rétt birtustig; birtuspírandi/myrkurspírandi
Hvað er það fyrsta sem byrjar að stækka í kímfóstri við spírun?
Rótin
Hvernig fer spírun fram? 9 atriði
- Aðstæður verða réttar og fræið tekur upp vatn
- Forðafrumur brjóta niður og flytja næringu
- Plantan vex með frumuskiptingu og -lengingu
- Fræið bólgnar
- Fræskurn rofnar, kímrót kemur út og öndun hefst
- Kímblöðin, kímstöngull og kímbrum myndast - ofanjarðar eða neðanjarðar
- Varanleg blöð myndast - alltaf ofanjarðar
- Ljóstillífun hefst
- Kímrót einkímblöðunga deyr og varanlegar rætur myndast rétt neðan við stöngulinn, en kímrót berfrævinga og tvíkímblöðunga vex áfram og myndar varanlega stólparót
Hvað getur skemmt/hamlað spírun? 3 atriði
- Fræskurnin of hörð og vatn kemst ekki inn - sum fræ þurfa að rispast (t.d. lúpína) eða fara í gegn um meltingarveg dýra (t.d. reynitegundir)
- Kímplanta ekki nægilega þroskuð - þá þarf að hitameðhöndla fræið
- Spírunarhamlandi hormón brotna ekki niður - vantar vatnið, birtuna, hitastigið eða gróðureldinn t.d.
Hver er munurinn á ofanjarðarspírun og neðanjarðarspírun?
- Við ofanjarðarspírun myndast öll kímplantan ofanjarðar, nema rótin
- Við neðanjarðarspírun myndast öll kímplantan neðanjarðar og það fyrsta sem kemur upp úr jarðvegi eru varanleg blöð
Hverjar eru mismunandi gerðir fræja sem spíra neðanjarðar? 3 atriði
- Baunir - Forði geymdur í kímblöðum, varanleg blöð verða tilbúin inni í bauninni
- Kastorbaunir - Forði í fræhvítu, annars eins og baun
- Maís, einkímblöðungur - Kímblaðið liggur milli fræhvítu og kímfósturs svo öll fræhvítan þarf að fara í gegn um kímblaðið og inn í plöntuna þar
Hvað er parthenocarpy? 3 atriði
- Aldinmyndun án undangenginnar frjóvgunar
- Aldin yfirleitt ekki með fræ,
- Gerist ýmist vegna stökkbreytingar, eða af mannavöldum - t.d. í banönum, gúrkum, vínberjum
Hvað er apomixis? 3 atriði
- Geldæxlun
- Fræ myndast í aldinum án undangenginnar frjóvgunar, gerist t.d. í reynivið
- Hvert fræ er með nákvæmlega sama DNA og móðurplantan
Hvað eru berfrævingar? 2 atriði
- Sögulega eru þeir fyrstu eiginlegu fræplönturnar
- Tegundaauðugasti og útbreiddasti tegundahópur trjáplantna - allt barrskógabeltið og víðar
Hvað einkennir berfrævinga? 5 atriði
- Hafa einkynja blóm sem kallast könglar og reklar
- KVK blóm eru ofar í krónu en KK blómin
- Vindfrjóvgun helsta leiðin - staðsetning blóma tryggir víxlfrævun
- Blöð eru nállaga í knippum
- Fræ yfirleitt vængjuð
Lýstu KK könglum berfrævinga
Skrúfstæður skúfur af frjóblöðum á litlum miðstilk
KK frjóhirslur
Framleiða mikið af frjókornum
Smærri en KVK könglar
Lýstu KVK könglum berfrævinga
Skúfur af fræblöðum/köngulblöðum á miðlægum stilk
Mjúkur og rauðleitur í upphafi
Tvö egg ofan á hverju köngulblaði - óvarin
Lokast eftir frævun og opnast aftur þegar fræ eru fullþroska - getur tekið allt að 2 ár
Hvernig fer frjóvgun berfrævinga fram? 8 atriði
- Þegar nógu mikið magn frjókorna hefur sest ofan á köngulblöð KVK könguls lokast hann og frjóvgun hefst, hefðbundin mítósa
- Tvö egg á hverju köngulblaði
- Frjópípa spírar inn í átt að eggi
- Okfruma myndast og fræhvítan
- Lokaniðurstaðan er fræ, yfirleitt vængjuð
- Köngull opnast
- Tekur yfirleitt eitt ár hjá furum, en tvö ár hjá öðrum barrtrjám
- Fræ fýkur út í umhverfið og spírar
Hvernig geta könglar verið mismunandi? 2 atriði
- Lerki, greni og fura - Könglar hanga, falla heilir af að lokinni fræmyndun
- Þinur - Köngull slútir niður, köngulblöð losna af þegar fræin eru tilbúin
Hvernig hafa barrviðir (coniferophyta) aðlagast þurru umhverfi? 5 atriði
- Nállaga laufblöð með þykka vaxhúð = minni útgufun
- Varaop í rákum á neðra borði, í skjóli fyrir vindi
- Þykk vaxhúðin ver gegn inngeislun, útgufun og vindi
- Tvö lög af þykkveggja frumum fyrir innan yfirhúð sem halda blöðum stífum og endingargóð (nema lerki)
- Kvoðugöng með trjákvoðu sem verkar eins og frostlögur og vörn gegn beit
Hverjar eru aðrar fylkingar berfrævinga, utan barrtrjáa (coniferophyta)? 3 atriði
- Köngulpálmar; cycadophyta - Pálmaleg og mjög stíf blöð í toppstæðum kransi, vex upp á við og fellir blöð neðar á stofni, aðallega í hitabelti, risastór köngull myndast í miðju blaðkransins
- Musteristré; ginkgophyta - Lauffellandi og sérbýl, kjötkennt aldin og þolir mengun mjög vel
- Gnetophyta - millistig á milli berfrævinga og blómplantna að gerð
Hvað eru byrkningar? 4 atriði
- Millistig milli grjójurta og fræjurta
- Hafa rót, stöngul, leiðsluvefi og blöð eins og tvíkímblöðungar
- Mynda einlitna gró í stað fræja
- Þrjár fylkingar: jafnar, elftingar (flokkast með burknum í dag) og burknar
Hvernig gerast ættliðaskipti hjá byrkningum? 9 atriði
- Gróflekkir myndast á neðra borði blaða, þar sem finnast gróhirslur með mikinn fjölda einlitna gróa innanborðs
- Gróin losna af, lenda í rökum jarðvegi og spíra
- Einlitna kynliður myndast, þetta kallast forkím (stundum einkynja, stundum tvíkynja)
- Kynhirslur á neðra borði þess, þar myndast kynfrumur (báðar kynfrumur úr tvíkynja forkímum)
- KK kynfruman er með hala og syndir um jarðvegsvatnið. KVK kynfruman dvelur áfram á neðra borði forkíms.
- Sáðfruman syndir í átt að eggfrumu fyrir tilstillan ferómóna hennar
- Sæðið frjóvgar eggið og myndar okfrumu
- Okfruman myndar tvílitna grólið
- Gróliðurinn þroskast inni í egginu og vex að lokum upp úr forkíminu sem nýr burkni
Hvað eru mosar og hvað einkennir þá? 7 atriði
- Frumstæðar, ljóstillífandi plöntur
- Hafa ekkert æðakerfi, efnaflutningur er með flæði milli fruma eða virkum flutningi með ATP
- Hafa engar alvöru rætur, aðeins frumstæða rætlinga
- Engir síðveggir og tréna því ekki
- Frumherjaplöntur sem þola erfiðar aðstæður
- Vaxa gríðarlega hægt vegna hægfara efnaflutnings, en geta orðið gríðarlega gamlir
- Einlitna kynliðurinn er það sem við sjáum sem mosa, tvílitna gróliðurinn myndast bara á kvk plöntum og er mjög óáberandi (skammlífur)