Heimilið sem vettvangur heilbrigðisþjónustu Flashcards
(27 cards)
Hvað er heimahjúkrun?
Hjúkrunarþjónusta fyrir einstaklinga og fjölskyldu þeirra sem veitt er inn á heimilum einstaklinga með það markmið í huga að auka vellíðan, aðstoða við ADL, lina þjáningu, fyrirbyggja heilbrigðisvandamál og efla heilbrigði
Hverjir spila stóran þátt í heimahjúkrun?
Aðstandendur einstaklingana. Samstarf með þeim og stuðningur fyrir þá í umönnunarhlutverkinu.
Þurfa hjúkrunarfræðingar í heimahjúkrun að hafa víðtæka þekkingu á heilbrigði, heimili og fleiri hlutum?
- Já
- Heimahjúkrunarfræðingar þurfa að vita mikilvægi heimilis fyrir vellíðan, hverjar grunnþarfir manns eru, langvinn helisufarsvandamál, tækni og skipulag þjónustu ástamt stuðningsúrræðum og boðleiðum (rafrænum samskiptum) og svo auðvitað samvinnu stétta.
Hvað er lykilinn að árangursríkri heimahjúkrun?
Þverfaglegt samvinna
Í greininni the home healthcare nurse er talað um 5 eiginleika sem lýsa því hvernig heimahjúkrun er, hverjir eru þessir 5 eiginleikar?
- Sjálfstæði (hjúkrunarfræðingar vinna oft einir)
- Sveigjanleiki
- Persónumiðuð heildræn þjónusta (að sjá einstaklinginn eins og hann er og hans aðstæður)
- Skipulagning og samhæfðing þjónustu ( þetta er gríðarlega stór partur þar sem t.d. teymisstjórar í heimahjúkrun eru í samvinnu við svo marga aðila, bæði hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða, félagsþjónustu en einnig svo mikið meira)
- Trú á eigin getu til að leysa mál
Hver er saga heimahjúkrunar?
- Heimahjúkrun var sterk á seinni hluta 19 aldar (þá fyrir árið 1900) þar sem stofnana væðing var mjög lítil og var víða öflug í byrjun 20 aldar útaf áhrifum Florence Nightingale og Lillian Wald í New York. Heimahjúkrun beindist þá að þeim sem áttu erfitt eins og innflytjendur og fátækir
- Eftir það eiginlega alla 20 öldina (1900-1999) þá dróg verulega úr heimahjúkrun og allir voru settir á stofnanir. Með hækkandi aldri mannkyns áttaði fólk sig á því að það væri ekki hægt að setja alla inn á stofnun svo þá náði heimahjúkrun aftur ,,völdum sínum”
- Þegar líða tók á 21 öldina þá fór aftur að beinast á mikilvægi heimilisins sem vettvang heimaþjónustunnar
Hvernig var uppbygging heimaþjónustunnar á Íslandi?
- Rekja má upphaf heimahjúkrunar á Íslandi til fyrstu ára tuttugustu aldar. Þá var stofnað hjúkrunarfélagið líkn árið 1915.
- Um miðja 20.öldina þá hófst uppbygging velferðarríkis og heimahjúkrun varð hluti af opinberu heilsuverndar starfi, þetta þróaðist þó lítið og áherslan var á stofnanaþjónustu allt fram á áttunda áratug síðustu aldar. Í dag hefur áherslan aftur færst til heimilanna , að eldast heima”
Hverjir njóta heimahjúkrunar?
Það eru einstaklingar sem þurfa aðstoð og leiðbeiningu vegna heilsufarserfiðleika, minnkaðar getu, færni eða ónógrar þekkingar. Margir búa við langvinna sjúkdóma og hrumleika.
Er bara gamallt fólk sem sækir heimahjúkrun?
Nei. Þótt að stór hluti séu aldraðir þá er þetta mjög fjölbreyttur hópur á öllum aldri.
Hver er stefna stjórnvalda á vesturlöndum varðandi heimahjúkunr?
- Það er að reyna að halda fólki sem lengst heima
- Með hækkandi aldri eru fleiri langvinnir sjúkdómar og fleiri sem þurfa aðstoð og þá færri sem eru að vinna
- Áherslan er á að fólk sé sem lengst heima, fari á göngudeildir, viðhaldi virkni og styrkja sig heima.
- Sl. ár hafa störf heimahjúkrunarfræðinga orðið erfiðari vegna þess að það er svo margt sem þau þurfa að vita og kunna.
Ný íslensk heilbrigðsstefna til ársins 2030 um hvað er hún?
- Miðar að því að skapa heildstætt heilbrigðiskerfi fyrir alla landsmenn þar sem það er samfella á réttu þjónustustigi sem tryggir gæði, öryggi,skilvirkni og hagkæmni
- Heilbrigðisþjónustan verður skipt í 1 stigs þjónusta (heilsugæsla), annars stigs þjónusta (sérfræði þjónusta utan háskólasjúkrahús) og þriðjastigs (þjónusta veitt á háskólasjúkrahúsi eða í nánu samstarfi við það)
- Í stefnunni er einnig lög áhersla á þverfaglega og heildræna nálgun heilbrigðisstarfsmanna og hvatt þá sem nýta sér þjónustuna að vera virkir, hafa aðgang að upplýsingum á einum stað.
- Einnig er sagt að landsmenn hafi tæknilega möguleika á heimilinu sínu til að komast í samband við heilbrigðisþjónustu óháð búsetu
Hvernig geta hjúkrunarfræðingar í heimahjúkrun lagt af mörkum til að heilbrigðisstefnan til 2030 nái fram að ganga?
- þurfum að temja okkur persónumiðaða nálgun og að þjónustan okkar taki mið af þörfum og óskum einstaklings
- Lögð áhersla á virkni og að efla sjálfstætt líf (endurhæfing)
- Hjúkrunarfræðingar vinna með allskonar heilbrigðisaðilum til að efla vellíðan
- Heimahjúkruna er bæði fyrsta stigs og annar stigs þjónusta sem test á við flókin heilsufarsvandamál, marga sjúkdóma, flóka lyfjagjöf og fl.
- Aðgangur að upplýsingum er yfirleitt á stafrænan hátt eins og heilsuvera og notkun tækninar eykst stöðugt þannig við þurfum að vera vel að okkur í tækni málum
Hvar stendur ísland samanborið við nágrannalönd í tengslum við kostnað í heimaþjónustu
- Víða erlendist hefur verið mikil krafa um hagræðingu og sparnað og strangar reglur gilda um þá þjónustu sem má veita og er lögð áhersla á þáttöku aðstandanda. Þjónustan er einnig háð tekjum
- Hér á landi er öll heilbrigðisþjónusta ókeypis og óháð tekjum en í mörgum tilvikum er félagsþjónustan gjaldskyld þótt að þeir sem eiga minna borga minna. Hér er líka engar reglur sem gilda um aðstandendur
Er talið að aðstandendur taki virkan þátt í heimahjúkrun?
Almennt er talið að aðstandendur veiti stærstan hluta þeirrar aðstoðar sem fólk þarfnast (80-90%). Lítið er vitað um þessa skiptingu hér, en þó eru vísbendingar um að þátttaka sé mikil.
Hvernig er Ísland frábrugðið öðrum löndum í heimaþjónustu?
- Stofnanavistun hefur verið hlutfallslega algengari á Íslandi en í nágrannalöndum okkar – hefur þó breyst á liðnum árum
- Íslendingar eru ung þjóð. S.s. hlutfall eldra fólks er ennþá mjög lágt á Íslandi
- Fjölskylduaðstæður hér að mörgu leyti ólíkar því sem gerist erlendis (langur vinnudagur, há atvinnuþátttaka kvenna og eftirlaunaaldur hár). Getur því verið mikið álaga á aðstandendum
- Víða erlendis er byggt á blönduðu rekstrarformi. Þjónustan er boðin út og einkafyrirtæki keppa um að taka ákveðna þjónustuþætti að sér
Fyrirkomulag þjónustu fyrir langveika og eldri borgara sem búa heima, hvert er þetta fyrirkomulag?
- Að koma í veg fyrir versnun! ef maður sér eitthvða sem bendir til þess að eitthvað sé ekki í lagi að maður grípi inn í
- Einnig felur í sér mikla notkun á tækni til samskipta, við símat, til að auðvelda meðferð og tryggja öryggi
Hver er skilgreiningin á rými (space)?
Rými (space) vísar til hlutlægra eiginleika þeirra aðstæðna sem móta heimili fólks.
Með þessu er átt meira sem er snertilegt.
Hver er skilgreiningin á staður (place)?
vísar til skilnings okkar á aðstæðum, þeirrar merkingar sem þær hafa, sögu og tilfinninga sem tengjast þeim.
Með þessu er átt eitthvað sem fólk tengir við og hefur merkinug
Hver er skilgreiningin á að dvelja heima – eiga heima (Dwelling)?
Hugtak sem er í auknum mæli notað og vísar til þess að líða vel heima.
Lykilhugtök eru einkalíf (privacy), öryggi (safety) og sjálfsskilningur (identity) eru mikilvæg, hvað er átt við því?
Einkalíf: við komum inn á heimili einstaklinga og þurfum að passa þeirra einkalíf
Öryggi: ,,mér finnst mamma ekki lengur örugg heima“ en erum með öryggishnapp og skynjanara.
Sjálfsskilningur: tengjum mikið við heimilið
Hvers vegna er mikilvægt fyrir hjúkrunarfræðinga að þekkja áhrif heimilis á líðan fólks?
Vegna þess að hjúkrunarfræðingar taka oft þátt í samtölum um breytingar á heimlium, flutning í annað húsnæði eða stofnun. Eins og t.d. þarf einhver aðstoðartæki inn á bað og þá þurfum við að geta spurt einstaklingana hvort þeir hafi áhuga á að breyta eða jafnvel flytja.
Hjúkrunarfræðingar greina möguleika á umbótum á heimili og vinna með iðjuþjálfum til að finna lausnir.
Heimilið veitir hjúkrunarfræðingum fjölbreyttar upplýsingar um persónulegar áherslur, ástand og smekk notenda.
Kennarinn gerði sjáf grein um heimilið og þá talar hún um heimili sem manngert umhverfi hvað er átt við með því? (6 hlutir)
Arkitektar hanna hús og leitast við að endurspegla óskir, þarfir og smekk væntanlegra íbúa. Margt sem þeir gera til að hjálpa fólki að líða vel á heimilinu.
Ýmsar fræðigreinar hafa rannsakað samspil aðstæðna og heilsu. Florence Nightingale lagði áherslu á áhrif umhverfis á líðan. Að umhverfi væri lykil þáttur í að fólki liði vel. Fyrir henni hafði umhverfið lækningamátt
Heimilið endurspeglar einstaklinginn – ef færni til að halda heimili hrakar getur það ógnað sjálfsmynd (viðkvæm heimili). T.d. ef heimilið er mjög óhreint og skítugt þá endurspeglar það oft ástand einstaklingsins.
Aðstæður á heimilum geta orðið takmarkandi (stigar, dyragættir, hæð á gluggum og borðum o.s.frv.). Hægt að gera mikið í þessu og tæknin er komin ótrúlega langt til að aðstoða með þetta
Hvað skipti íbúa mestu máli, sumum er alveg sama hvernig heimilið sitt er á meðan öðrum er alls ekki sama
Svo er það að starfa á heimilum fólks – vinnuvernd. Einstaklingur þarf kannski liftara til að geta komist í bað með aðstoð okkar en vill ekki fá svona tæki inn á heimilið. Þetta getur oft verið flókið
Í greininni sem kennarinn gerði sjálf talar hún einnig um merkingu heimilisins - að eiga heima hvað á hún við með því?
Heimilið vísar til ákveðins staðar, tilfinninga og aðstæðna og er talið mikilvægt fyrir sjálfsskilning, sjálfræði og að finnast að maður hafa stjórn á eigin lífi
Heimilið Veitir tilfinningu um öryggi og frelsi og er vettvangur tengsla og samskipta t.d. eins og barnabörn eru að koma og þau fá heimsókn og eh þannig
Heimilið er leið til að tjá uppruna, lífshlaup, getu, gildismat og smekk
Fólk oft tengdir heimilinu sínu, hafa kannski alltaf búið þarna bara hefur mikla merkingu. Öðrum er alveg sama hvar þau eru og þannig þurfum að persónumiða þetta. Hvaða máli skiptir heimilið einstaklinginn? Hvað finnst honum vera mikilvægt fyrir sig
En við þurfum líka að muna að heimili getur verið vettvangur misnotkunar eða þrældóms og lítilsvirðingar og getur vakið upp minningar um álag, erfiði og einangrun
Hver er kostur þess að búa heima?
- Flestu fólki líður best á eigin heimili
- Fólk nær betri færni og meiri áttun heima. Veist hvar allt er og þú þekkir heimilið
- Fólk er samvistum við fjölskyldu og vini
- Dregur úr áhættu sem fylgir stofnanavistun (sýkingar, einmanaleiki, hlutgerving manneskjunnar)
- Verulegir fjármunir hins opinbera sparast