Skipulag í heimahjúkrun Flashcards

(14 cards)

1
Q

Ýmis þjónusta og aðstoð í boði - þörf á??

A

Meiri samhæfingu

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Hver er nálgun heimahjúkrunar?

A
  • Beinir athygli að aðstæðum fólks heima, áhrifum umhverfis á heilsufar og þörfum fyrir stuðning og meðferð. Aldur skiptir ekki endilega máli núna þurfum að skoða frekar þarfir
  • Margir skjólstæðingar heimahjúkrunar búa við langvinn og flókin veikindi
  • Að vera meðvituð um þau áhrif sem heilbrigðisþjónusta hefur á heimilin. Einstaklingur er kannski að fá aðstoð að klæða þig kvölds og morgna og alltaf kannski sitthvor manneskjan
  • Þverfaglegt samstarf er lykill að árangursríkri heimahjúkrun
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Viðfangsefni heimahjúkrunar, hvað er horft eftir?

A
  • Heilsufar, styrkleikar og veikleikar skjólstæðingsins

Allir hafa einhverja styrkleika. Mjög mikilvægt að ýta undir þá og byggja meðferð heimahjúkrunar út frá þeim. Hann getur hringt bjöllunni, hann getur borðað mat eða eitthvað þannig

Mikilvægt að greina einnig veikleikana. Þá hægt að vinna með þá og veita aðstoð þar sem skerðing er.

Heimahjúkrun útheimtir fjölbreytta þekkingu af ólíkum fræðasviðum sem tengjast mismunandi sjúkdómum, þörfum, líðan og leiðum til að efla vellíðan. Maður er samt ekki einn þrátt fyrir að vera einn í vitjunum, margir sem eru með okkur í þessu og við getum leitað til og ráðfært okkur.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Þjónusta heimahjúkrunar er margvísleg: hvað fellur undir þjónustu heimahjúkrunar?

A

Stuðningur, lyfjaeftirlit og/eða böðun:
Einstaklingar sem þurfa stuðning, eru t.d. óöruggir og/eða kvíðnir, en eru að mestu sjálfbjarga. En þurfa samt kannski daglegt eftirlit, hjálp við að taka lyfin og minna þau á það t.d.

Sérhæfð hjúkrun:
Einstaklingur sem þarfnast sérhæfðrar hjúkrunar, s.s. sárameðferð, sykursýkismeðferð, sýklalyfjagjöf eða hjartabilunareftirlit.

Heildræn hjúkrunarmeðferð og/eða líknandi meðferð vegna langvinns sjúkdóms:
Einstaklingur sem þarfnast víðtækrar hjúkrunar daglega eða oft á dag vegna langvinnra sjúkdóma s.s. heilabilunar, geðfötlunar og/eða líkamlegrar skerðingar.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Hver eru starfsfólk heimahjúkrunar?

A

Fleiri fagstéttir eru farnar að koma að heimahjúkrun. Á höfuðborgarsvæðinu eru t.d. iðjuþjálfar á öllum starfsstöðvum heimahjúkrunar. Umræða um að fjölga fagstéttum s.s. geðhjúkrunarfræðingum, sjúkraþjálfurum, sálfræðingum og næringarfræðingum

Almennt starfsfólk vinnur við félagslega heimaþjónustu sem veitt er í nánu stamstarfi við heimahjúkurun, sumstaðar stýrt af heimahjúkrun og annarsstaðar sem samþætt þjónusta heimahjúkrunar og heimaþjónustu t.d. í Reykjavík og vísir að því á Suðurnesjum

Hefur reynst erfiðara að fá faglært starfsfólk (sérstaklega til sumarafleysinga og úti á landi), gæti stefnt í sömu átt og á hjúkrunarheimilunum þar sem mikill hluti þeirra sem starfar við umönnun er ófaglært starfsfólk.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Hvernig er teymi í heimahjúkrun?

A
  • Starfsfólk heimahjúkrunar vinnur saman í teymum. Alltaf hjúkrunarfræðingur og sjúkraliðar og stundum fleiri.
  • Teymisstjórinn er hjúkrunarfræðingur og leiðir teymið
  • Teymið er ein heild – þar verður skilningur á þörfum til og leiðin er vörðuð – verkaskipting er sveigjanleg
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Heimilið sem við erum að heimasækja er að hluta til vinnustaður hvað er átt við með því?

A

Heimili skjólstæðings er vinnustaður starfsmanna. Samkvæmt lögum nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, þarf að tryggja aðbúnað og öryggi starfsmanna.

Skjólstæðingur eða umbjóðandi hans þarf að fallast á að aðstæðum á heimili sé fullnægt og undirrita samþykkisyfirlýsingu. Undirrituð smþykkisyfirlýsing er eitthvað sem fólk skrifar undir sem inniheldur vissar reglur eins og að ef einstaklingur þarf lyftara eða klósettupphækkun til að hjálpa okkur í ummönnun þá má það því hann er búin að skrifa undir það og líka eins að ef fólk á dýr þá er það sett bara í herbergi á meðan eða ef fólk þarf sjúkrarúm þá er það gert

Mjög mikilvægt að sýna virðingu og næmni gagnvart skjólstæðingi, heimili hans, aðstandendum og samstarfsaðilum

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Hjúkrunarfræðingur í heimahjúkrun þarf að búa yfir yfirgripsmikilli þekkingu á: hvað er átt við með því?

A

Almennri hjúkrun sem tekur til almennra viðfangsefna eins og færni og hreyfingar, næringar, sárameðferðar og fyrirbyggingu sára, útskilnaði, svefns og hvíldar, skynjunar, hugarstarfi, andlegri líðan, verkjum, lyfjameðferðar ofl.

Meðferðum er tengjast langvinnum sjúkdómum eins og sykursýki, hjartabilun, háþrýstingi, lungnasjúkdómum, taugasjúkdómum, minnissjúkdómum ofl

úrræðum heilbrigðiskerfisins s.s. heilbrigðisstofnunum sem framkvæma greiningu, mat og meðferð við ýmis konar skerðingu eða skyndilegum veikindum. Endurhæfingar- og hvíldarinnlögnum, dagþjálfunum og starfsemi Færni- og heilsumatsnefnda.

þjónustu við aldraða úti í samfélaginu eins og þjónustu sveitarfélaganna s.s. heimaþjónustu, heimsendum mat, dagdvölum, RKÍ, starfi kirkna, félagasamtaka ofl.

Samskiptum og búa yfir mikilli samskiptahæfni

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Teymisstjóri – helstu viðfangsefni

A
  • Er þjónustustjóri skjólstæðinga teymisins, ber ábyrgð á ákveðnum hóp skjólstæðinga
  • Skipuleggur og heldur utan um „netið“ sem þjónustar skjólstæðinginn heima
  • Fer í fyrstu vitjun til skjólstæðinga, aflar upplýsinga, andl., líkaml. félags. færni, ítarleg skoðun og mat. Gerir interRAI – Home Care mat
  • Metur og greinir hjúkrunarþarfir og setur fram hjúkrunaráætlun í samvinnu við skjólstæðing og/eða aðstandendur hans
  • Metur og greinir aðrar þjónustuþarfir, hefur milligöngu um eða framselur til annars að sækja um slíka þjónustu í samráði við skjólstæðing og/eða aðstandendur hans. Fylgir eftir hvort þjónusta skili sér til skjólstæðings.
  • Endurmetur færni skjólst. og þjónustuþarfir reglulega. 6mán-1árs fresti
  • Þekkir og bregst við vísbendingum um hrakandi heilsufar og/eða neikvæðar tilfinningar hjá aðstandendum
  • Skipuleggur vitjanir starfsfólks heimahjúkrunar til skjólstæðinga teymisins
  • Veitir hjúkrunarmeðferð í heimavitjunum ásamt og í samvinnu við aðra starfsmenn teymisins
  • Er tengiliður skjólstæðings (millistykkið) í þvarfaglegu samstarfi við aðrar stofnanir, heimilislækna og aðra sérfræðiþjónustu, s.s. Landspítala, dagdvalir
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Hjúkrunarfræðingur metur skjólstæðing, hvernig gerum við það?

A
  • Hlutlægt mat á heilsufari og færni skjólstæðinga er mikilvægt. Það er mikilvægt að afla ítarlegra og heildstæðra upplýsinga
  • Hjúkrunarfræðingur verður að geta metið framfarir, afturför eða möguleg yfirvofandi heilbrigðisvandamál, s.s. vannæringu, þrýstingssár og föll
  • Notar gagnreynda þekkingu, notar klínískar leiðbeiningar, verkferla stofnunar oþh
  • Mikilvægt að nýta þau mæli- og matstæki sem til eru
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Hvað er InterRAI- home care?

A
  • Það er til matstæki sem metur alla þessi þæti sem á undan eru taldir og meira til (eins og þrýstingssár,byltumat, mat á sjálfsbjargargetur, hættu á vannæringu)
  • Verið að horfa á frekari notkun InterRAI matstækjanna og tengingu milli þjónustuaðila til að veita meiri samfellu í þjónustu
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

InterRAI- mælitæki notuð á Íslandi

A

InterRAI-Nursing Home 396 atriði
- Notað á öllum hjúkrunarheimilum á landinu frá 1996

interRAI-Home Care 300 atriði
- Verið að innleiða um allt land

interRAI-Mental Health
- Notað á Geðsviði Landspítala

interRAI-Community care og interRAI-ED screener
- Bráðamóttöku - BÖR hjúkrunarfræðingar

interRAI-Post Acute Care
- Notað á endurhæfingadeild Landakoti

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

Heimahjúkrun í framtíð, hvað má búast við af framtíðinni í heimahjúkrun?

A
  • Sérhæfing mun aukast og störfum sérfræðinga innan heimahjúkrunar fjölga
  • Aukin tækniþekking og nýting hennar í heimahjúkrun
  • Rauntímaskráning
  • Upplýsingar um skjólstæðing fylgi honum á milli þjónustustiga
  • Upplýsingar um skjólstæðing aðgengilegar öllum þjónustuaðilum
  • Aukin teymisvinna/samvinna/samþætting innan stofnana og milli þeirra
  • Verkefni heimahjúkrunar verða flóknari og krefjast sérhæfðari og víðtækari þekkingar og færni en nú er
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q

Hvað er gæðavísar?

A

Gæðavísir er mælikvarði sem gefur vísbendingu um gæði og öryggi þeirrar heilbrigðisþjónustu sem veitt er.

Hægt er að nota gæðavísa, bæði við innra og ytra eftirlit til að meta hvort gæði og öryggi þjónustunnar séu í samræmi við viðurkennda faglega staðla og viðmið.

Ennfremur geta gæðavísar aukið gæðavitund og stuðlað þannig að umbótum innan heilbrigðisþjónustunnar. (Vefur Embætti landlæknis)

Þeir gefa stjórnendum og starfsfólki vísbendingar um það sem vel er gert og það sem betur má fara. Í öllum geirum heilbrigðiskerfisins er leitast við að auka gæði og hagkvæmni þjónustunnar.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly