Hlutapróf 3 Flashcards
(208 cards)
hvað eru mörg gen sem tjá fyrir próteinum?
Rúmlega 20.000 gen
hversu mörg basapör eru í erfðamengi mannsins
3,200,000,000
hvað fellst í DNA klónun og afhverju er hún notuð?
DNA klónun felur í sér að fjölga DNA sameindum og einangra tiltekin DNA svæði
t.d. ákveðin gen
þetta er gert til þess að rannsaka ákveðin svæði erfðamengisins sérstaklega og í meira magni
til hvers eru skerðiensím notuð?
til að klóna og einangra DNA
hvað gerir skerðiensím
þau klippa DNA sameindir á sérstökum stöðum sem þau þekkja
til hvers voru skerðiensím þróðuð?
Þróuðust líklega sem vörn gegn framandi erfðaefni (veiru DNA)
hvernig vernda bakeríur eigið erfðaefni gegn skerðiensímum?
Bakteríur framleiða samsvarandi methylasa sem bæta methyl hóp á ákveðna basa (C og A) í erfðamengi sínu, sem gerir DNA-ið ónæmt fyrir skerðiensímunum. Þannig klippa skerðiensímin einungis erfðaefni annarra lífvera
eftir hverju heita skerðiensím?
Heita eftir lífveru sem ensímin fundust í og í hvaða röð þau fundust
af hverju ræðst tíðni skerðinga
Tíðni skerðingar ræðst aðallega af lengd skerðisets
dæmi:
4 basa skerðiröð: 4^4 eða sker í kringum 1 af hverjum 256 bösum
6 basa skerðiröð: 4^6 eða sker í kringum 1 af hverjum 4096 bösum
8 basa skerðiröð: 4^8 eða sker í kringum 1 af hverjum 65536 bösum
hvað þýðir að DNA raðir eru samhverfar og afhverju eru skerðiensím mikilvæg í samhverjum DNA
Samhverfa í DNA vísar til þess þegar raðirnar á báðum strengjum eru eins þegar lesið er í 5’ til 3’ stefnu á hvorum streng fyrir sig. Í dæminu á myndinni er röðin „GAATTC“ á öðrum strengnum og „CTTAAG“ á hinum. Lesið frá 5’ til 3’ á báðum strengjum eru þessar raðir eins
.
Slíkar samhverfur eru mikilvægar því skerðiensím klippa oft við þessar sérstöku raðir.
segðu frá skerðiensíminu TaQl
það klippir við tiltekna 4 basaröð (TCGA) og myndar sticky-enda
Þetta þýðir að eftir klippingu sitja stuttar einþátta raðir út úr DNA endunum, sem geta tengst öðrum DNA sameindum með samsvarandi endum
hvað eru sticky ends
stuttar einþátta raðir út úr DNA endunum, sem geta tengst öðrum DNA sameindum með samsvarandi endum eftir klippingu
segðu frá skerðiensíminu Haelli
það klippir líka DNA en myndar blunt ends, þar sem báðir endanir eru jafnir og engar einþátta raðir standa út
hvað eru Blunt ends
þar sem bæði endarnir eru jafnir og engar einþátta raðir standa út eftir klippingu. blunt ends eru minna hrifnir af því að tengjast öðrum DNA sameindum, en þeir eru samt gagnlegir í sumum rannsóknum þar sem stöðugari tengingar eru þörf.
Blunt ends klippa Beint upp en sticky ends klippir til hliðar
hvernig er hægt að nota skerðiensím?
þau eru notuð til að búa til skerðikort sem geta greint breytingar í erfðaefni eins og úrfellinga og einbasa breytileika sem breyta skerðiseti og þá hvernig ensímin klippa DNA.
einnig eru skerðikort notuð í þróunarfræðilegum rannsóknum
- t.d. til að bera saman mtDNA á milli tegunda og innan tegunda, sem getur hjálpað til við að skilja erfðafræðilega þróun og skyldleika einstaklinga og tegunda
einnig notuð í klónun
hvaða tvær aðferðir eru notaðar í mörgnun á DNA
in vivo
- innlimun í genaferjur (vector) sem fjölga sér í viðkomandi frumu. skerðinesím notuð in vivo
In vitro
- Keðjufjölföldun (Polymerase Chain Reaction - PCR)
hvernig eru skerðiensím notuð í klónun?
DNA frá mismunandi lífverum er eins og því er hægt að skeyta því saman ef það er klippt með sama skerðiensími
það er hægt að nota DNA ligasa til að styrkja tengingu á milli nýju basaparana
hvað eru plasmíð/vektorar/genaferjur og hvernig eru þau notuð í líffræðilegum rannsóknum?
Plasmíð/vektorar/genaferju eru hringlaga DNA sameindir sem geta eftirmyndast sjálfstætt innan hýsilfrumna, eins og baktería.
Þau eru oft notuð sem genaferrjur í erfðatækni til að flytja inn DNA í frumur þar sem það er fjölfaldað og rannsakað
hver er tilgagnur plasmíða/vektora/genaferja í erfðatækni?
Genaferjur eru því verkfæri til að flytja DNA sameindir inn í frumur þar sem það er magnað upp/fjölfaldað
hvað þurfa plasmíð/vektorar/genaferjur að hafa?
- Upphaf eftirmyndunar (afþví þau verða að geta fjölgað sér inn í bakteríuni)
- Valmerki (verðum að geta séð hvaða frumur taka upp plasmíðið)
mikilvægt til að geta útrýmt frumum sem tóku ekki upp plasmíðið - Skerðiset (það er klónað inn á plasmíðið fjölskerðiset)
hvað eru góðir kostir fyrir plasmíð að hafa?
- Helst lítil um 3000 basapör
- helst mörg Skerðiset
- Valmerki (Sýklalyfja ónæmi)
- Replicon (upphaf eftirmyndunar
og tengdar DNA stjórnraðir)
hvernig er athugað innskotsröðun margra klóna?
Raðgreining
Kortlagning með skerðiensímum
Sértækir þreifarar
hvað er átt við með klónnun eða þyrpingu?
Allar bakteríur í þyrpingu eru afkomendur einnar bakteríu sem tók
upp eitt plasmíð
Allar plasmíð sameindirnar eru því nákvæmlega eins (klónun,
einrækt)